Nokkrir leitað á bráðamóttöku vegna rafrettna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júní 2019 19:30 Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. Fyrr á árinu leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttökuna vegna brjóstverkja. Tveimur tímum áður hafði hann notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og á sneiðmynd má sjá greinilega loftrönd í kringum hjartað. „Svæðið á bak við bringubeinið; Þar sem ósæðin, vélindað og fleiri hlutir eru, er lofttæmt má segja, eða á að vera það," segir Úlfur Thoroddsen, læknir. Í þessum tilfellum brýst hins vegar loft inn í miðmætið og lokast þar inni. Ef bakteríur eru í loftinu getur ástandið reynst lífshættulegt. Til eru mörg sjúkratilfelli af loftmiðmæti eftir kannabis- og krakkreykingar. Í öllum tilvikum hefur verið reynt að halda vímuefninu sem lengst í lunganu.Sneiðmynd af 19 ára karlmanni sem leitaði á bráðamóttöku eftir rafrettunotkun. Efri örin bendir á loftmiðmæti og sú neðri á loftrönd í kringum hjartað.„Fólk dregur djúpt andann, heldur reyknum inni og þegar það er kannski að hósta hleypir það hóstanum ekkki út og þess vegna brýtur loftið sér aðra leið," segir Úlfur. Úlfur telur þetta varasamt og bendir á að öll efnin í rafrettuvökvanum hafi ekki verið rannsökuð. Auk þessa tilfellis leituðu um fimm manns á bráðamóttökuna í vetur með svokallað loftbrjóst eftir notkun rafrettna en þá fellur lungað saman. „Þá þarf inngrip til að hleypa loftinu út af því lungað þarf að ná að þenjast aftur út," segir Úlfur. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Það veki upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar," segir Úlfur. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Nokkrir ungir karlmenn hafa undanfarið leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir notkun rafrettna. Varasamt getur reynst að halda gufunni of lengi ofan í lungunum. Fyrr á árinu leitaði nítján ára karlmaður á bráðamóttökuna vegna brjóstverkja. Tveimur tímum áður hafði hann notað rafrettu sem olli kröftugu hóstakasti. Hann fann fyrir verkjum þegar hann kyngdi og hreyfði sig auk þess sem rödd hans varð rámari. Maðurinn reyndist vera með svokallað loftmiðmæti og á sneiðmynd má sjá greinilega loftrönd í kringum hjartað. „Svæðið á bak við bringubeinið; Þar sem ósæðin, vélindað og fleiri hlutir eru, er lofttæmt má segja, eða á að vera það," segir Úlfur Thoroddsen, læknir. Í þessum tilfellum brýst hins vegar loft inn í miðmætið og lokast þar inni. Ef bakteríur eru í loftinu getur ástandið reynst lífshættulegt. Til eru mörg sjúkratilfelli af loftmiðmæti eftir kannabis- og krakkreykingar. Í öllum tilvikum hefur verið reynt að halda vímuefninu sem lengst í lunganu.Sneiðmynd af 19 ára karlmanni sem leitaði á bráðamóttöku eftir rafrettunotkun. Efri örin bendir á loftmiðmæti og sú neðri á loftrönd í kringum hjartað.„Fólk dregur djúpt andann, heldur reyknum inni og þegar það er kannski að hósta hleypir það hóstanum ekkki út og þess vegna brýtur loftið sér aðra leið," segir Úlfur. Úlfur telur þetta varasamt og bendir á að öll efnin í rafrettuvökvanum hafi ekki verið rannsökuð. Auk þessa tilfellis leituðu um fimm manns á bráðamóttökuna í vetur með svokallað loftbrjóst eftir notkun rafrettna en þá fellur lungað saman. „Þá þarf inngrip til að hleypa loftinu út af því lungað þarf að ná að þenjast aftur út," segir Úlfur. Í öllum þessum tilfellum voru það ungir, grannir karlmenn sem leituðu sér aðstoðar. Það veki upp spurningar. „Það er búið að sanna með tölfræði tengslin varðandi sígarettur. Ungir, hávaxnir karlmenn eru líklegir til að fá loftbrjóst. Þannig maður leyfir sér að spyrja hvort það megi segja það sama með rafretturnar," segir Úlfur.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira