Allir saman nú ! Kristófer Oliversson og Jakob Frímann Magnússon skrifar 6. júní 2019 07:00 Hvað er að ske? Fréttir um að Delta Airlines hafi ákveðið að hætta flugi til Íslands frá og með miðjum október eru grafalvarlegar. Félagið bætist með þessu í stækkandi hóp þeirra flugfélaga sem ákveðið hafa að draga úr framboði sæta til Íslands eða hætta alfarið flugi hingað.Hvað skyldi valda? Skv. upplýsingum forsvarsmanna EasyJet er það helst hin alræmda íslenska dýrtíð sem olli ákvörðun þess félags um að draga saman seglin í Íslandsfluginu. Kemur það fáum á óvart þó fyrir liggi að t.a.m. hótelin í landinu hafi lækkað verðskrár sínar og veitingastaðir ýmsir.Jakob Frímann Magnússon stjórnarmaður FHGHvað er til ráða? Það blasir við að það er sjálfur ríkissjóður sem hefur hagnast mest á velgengni ferðaþjónustunnar hér og þegar gefur á bátinn þarf að endurskoða stóra samhengið. Sú vinna stendur yfir hvað snertir útgjaldaliði ríkissjóðs. Þá stendur hitt eftir – sjálft okur ríkisins á öllum þeim meginþáttum þeirrar dýrtíðar sem svo illa spyrst út meðal þjóðanna.Hvað þarf ríkið að gera? Opinberir aðilar þurfa tafarlaust að beina augum að eigin þætti í þeim grafalvarlega vanda sem hér blasir við. Nægir þar að nefna óhóflegar álögur á bensín og áfengi sem og galnar hækkanir fasteignagjalda sem eru að sliga bæði hótel og veitingahús. Þessir þættir okurs hins opinbera þola enga bið ef draga á úr því óhóflega verðlagi sem setur okkur ítrekað efst á svörtu listana yfir dýrustu lönd heims. Sömuleiðis þarf að taka skuggahagkerfi ferðaþjónustunnar föstum tökum. Þar liggja milljarðar óinnheimtir í formi virðisaukaskatts, staðgreiðslu, tryggingargjalds, gistináttaskatts og fasteignagjalda. Ríkið þarf að taka afgerandi forystu í að blása nýju lífi í ferðaþjónustuna, sjálfa mjólkurkúna, sem reynst hefur svo gjöful undanfarin ár, en stendur nú höllum fæti. Ríkið þarf einnig að losa okkar ágæta ferðamálaráðherra undan tímafreku vafstri í dómsmálum, atvinnuvegum öðrum og margþættri nýsköpun, skipa m.a. sérstakan ráðuneytisstjóra ferðamála er gerist öflugur verkstjóri yfir hinu mjög svo brýna verkefni sem fram undan er – í náinni samvinnu við ráðherrann sem þarf að axla hér 150% starf alla daga vikunnar. Þessi ráðstöfun kemur í stað þess óásættanlega álags og dreifingar krafta í allar áttir sem boðið hefur verið upp á undanfarna mánuði og misseri. Mikils er vænst af hinum unga glæsta leiðtoga, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur!Isavia Því ber að fagna að öflugur nýr stjórnarformaður hefur tekið við Isavia og löngu tímabært er að þangað verði fenginn öflugur forstjóri án frekari tafa. Farþegaspár þaðan ættu að birtast ársfjórðungslega, en hafa aðeins birst árlega og nú síðast í ársbyrjun. Isavia þarf sömuleiðis að lækka hér lendingargjöld og laða ný öflug flugfélög til landsins hið fyrsta. Slíkt verkefni kallar á öflugan málafylgjumann, nýjum forstjóra til atfylgis.Öflugrar markaðsherferðar er þörf Loks ber að ræsa að nýju öfluga markaðsherferð á lykilmörkuðum í anda Inspired by Iceland. Því verkefni ber ekki að slá á frest við þær alvarlegu aðstæður sem hér hafa skapast. Íslensk ferðaþjónusta skartar miklum og sérhæfðum mannauði, fjárfestingar í greininni eru verulega miklar og viðvarandi samdráttur og óvissuástand er hreinlega ekki í boði. Brettum upp ermar og hefjum markvissa sókn að nýju. Þjóðarhagur er í húfi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Hvað er að ske? Fréttir um að Delta Airlines hafi ákveðið að hætta flugi til Íslands frá og með miðjum október eru grafalvarlegar. Félagið bætist með þessu í stækkandi hóp þeirra flugfélaga sem ákveðið hafa að draga úr framboði sæta til Íslands eða hætta alfarið flugi hingað.Hvað skyldi valda? Skv. upplýsingum forsvarsmanna EasyJet er það helst hin alræmda íslenska dýrtíð sem olli ákvörðun þess félags um að draga saman seglin í Íslandsfluginu. Kemur það fáum á óvart þó fyrir liggi að t.a.m. hótelin í landinu hafi lækkað verðskrár sínar og veitingastaðir ýmsir.Jakob Frímann Magnússon stjórnarmaður FHGHvað er til ráða? Það blasir við að það er sjálfur ríkissjóður sem hefur hagnast mest á velgengni ferðaþjónustunnar hér og þegar gefur á bátinn þarf að endurskoða stóra samhengið. Sú vinna stendur yfir hvað snertir útgjaldaliði ríkissjóðs. Þá stendur hitt eftir – sjálft okur ríkisins á öllum þeim meginþáttum þeirrar dýrtíðar sem svo illa spyrst út meðal þjóðanna.Hvað þarf ríkið að gera? Opinberir aðilar þurfa tafarlaust að beina augum að eigin þætti í þeim grafalvarlega vanda sem hér blasir við. Nægir þar að nefna óhóflegar álögur á bensín og áfengi sem og galnar hækkanir fasteignagjalda sem eru að sliga bæði hótel og veitingahús. Þessir þættir okurs hins opinbera þola enga bið ef draga á úr því óhóflega verðlagi sem setur okkur ítrekað efst á svörtu listana yfir dýrustu lönd heims. Sömuleiðis þarf að taka skuggahagkerfi ferðaþjónustunnar föstum tökum. Þar liggja milljarðar óinnheimtir í formi virðisaukaskatts, staðgreiðslu, tryggingargjalds, gistináttaskatts og fasteignagjalda. Ríkið þarf að taka afgerandi forystu í að blása nýju lífi í ferðaþjónustuna, sjálfa mjólkurkúna, sem reynst hefur svo gjöful undanfarin ár, en stendur nú höllum fæti. Ríkið þarf einnig að losa okkar ágæta ferðamálaráðherra undan tímafreku vafstri í dómsmálum, atvinnuvegum öðrum og margþættri nýsköpun, skipa m.a. sérstakan ráðuneytisstjóra ferðamála er gerist öflugur verkstjóri yfir hinu mjög svo brýna verkefni sem fram undan er – í náinni samvinnu við ráðherrann sem þarf að axla hér 150% starf alla daga vikunnar. Þessi ráðstöfun kemur í stað þess óásættanlega álags og dreifingar krafta í allar áttir sem boðið hefur verið upp á undanfarna mánuði og misseri. Mikils er vænst af hinum unga glæsta leiðtoga, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur!Isavia Því ber að fagna að öflugur nýr stjórnarformaður hefur tekið við Isavia og löngu tímabært er að þangað verði fenginn öflugur forstjóri án frekari tafa. Farþegaspár þaðan ættu að birtast ársfjórðungslega, en hafa aðeins birst árlega og nú síðast í ársbyrjun. Isavia þarf sömuleiðis að lækka hér lendingargjöld og laða ný öflug flugfélög til landsins hið fyrsta. Slíkt verkefni kallar á öflugan málafylgjumann, nýjum forstjóra til atfylgis.Öflugrar markaðsherferðar er þörf Loks ber að ræsa að nýju öfluga markaðsherferð á lykilmörkuðum í anda Inspired by Iceland. Því verkefni ber ekki að slá á frest við þær alvarlegu aðstæður sem hér hafa skapast. Íslensk ferðaþjónusta skartar miklum og sérhæfðum mannauði, fjárfestingar í greininni eru verulega miklar og viðvarandi samdráttur og óvissuástand er hreinlega ekki í boði. Brettum upp ermar og hefjum markvissa sókn að nýju. Þjóðarhagur er í húfi!
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun