Kyle Lowry vill að stuðningsmaður Golden State Warriors verði settur í ævibann frá NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 13:00 Kyle Lowry og umræddur áhorfendi sem fékk ekki að klára leikinn í nótt. Getty/y Lachlan Cunningham Kyle Lowry átti frábæran leik með Toronto Raptors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt en hann lenti líka í útistöðum við einn stuðningsmann Golden State Warriors í miðjum leik. Kyle Lowry endaði leikinn með 23 stig og 9 stoðsendingar og Toronto komst 2-1 yfir í einvíginu með sannfærandi sigri á útivelli. Heimavallarrétturinn er nú aftur þeirra. Atvikið sem vakti ekki síður athygli en frammistaða Kyle Lowry inn á vellinum gerðist rétt fyrir utan hann.Kyle Lowry was shaking his head after a courtside fan pushed him when he fell into the crowd. pic.twitter.com/5SwQv3hdnN — NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 6, 2019Kyle Lowry skutlaði sér þá inn í miðjan áhorfendahópinn við hliðarlínuna til að reyna að bjarga lausum bolta. Nokkrir áhorfendanna fengu að finna fyrir því en það voru þó ekki þeir sem voru ósáttir heldur einn af áhorfendunum í fremstu röð sem rétt slapp við að fá Lowry í fangið. „Hann greip í mig að ástæðulausu og síðan sagði hann nokkur dónaleg orð við mig. Hann blótaði mér síðan ítrekað. Það er ekki pláss fyrir slíkt í okkar deild. Sem betur fer þá hentu þeir honum út úr húsi eftir að ég útskýrði málið fyrir öryggisvörðunum,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn. „Deildin tekur vanalega hart og vel á svona málum og vonandi verður þessi einstaklingur settur í eilífðarbann frá NBA,“ sagði Lowry. Kyle Lowry ræddi uppákomuna á Sport Center eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan en þar má einnig finna þetta umrædda atvik."He reached over and put his hands on me for no reason then he said a couple vulgar words to me ... hopefully they ban him from all NBA games ever." —Kyle Lowry to @notthefakeSVP on a fan who pushed him after he fell into the crowd pic.twitter.com/2BdmdUahF8 — SportsCenter (@SportsCenter) June 6, 2019A fan was escorted out for shoving Kyle Lowry after a collision courtside. The game is on Sportsnet. #NBAFinalspic.twitter.com/mPFjoiVdHT — TSN (@TSN_Sports) June 6, 2019 NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Kyle Lowry átti frábæran leik með Toronto Raptors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í nótt en hann lenti líka í útistöðum við einn stuðningsmann Golden State Warriors í miðjum leik. Kyle Lowry endaði leikinn með 23 stig og 9 stoðsendingar og Toronto komst 2-1 yfir í einvíginu með sannfærandi sigri á útivelli. Heimavallarrétturinn er nú aftur þeirra. Atvikið sem vakti ekki síður athygli en frammistaða Kyle Lowry inn á vellinum gerðist rétt fyrir utan hann.Kyle Lowry was shaking his head after a courtside fan pushed him when he fell into the crowd. pic.twitter.com/5SwQv3hdnN — NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 6, 2019Kyle Lowry skutlaði sér þá inn í miðjan áhorfendahópinn við hliðarlínuna til að reyna að bjarga lausum bolta. Nokkrir áhorfendanna fengu að finna fyrir því en það voru þó ekki þeir sem voru ósáttir heldur einn af áhorfendunum í fremstu röð sem rétt slapp við að fá Lowry í fangið. „Hann greip í mig að ástæðulausu og síðan sagði hann nokkur dónaleg orð við mig. Hann blótaði mér síðan ítrekað. Það er ekki pláss fyrir slíkt í okkar deild. Sem betur fer þá hentu þeir honum út úr húsi eftir að ég útskýrði málið fyrir öryggisvörðunum,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn. „Deildin tekur vanalega hart og vel á svona málum og vonandi verður þessi einstaklingur settur í eilífðarbann frá NBA,“ sagði Lowry. Kyle Lowry ræddi uppákomuna á Sport Center eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan en þar má einnig finna þetta umrædda atvik."He reached over and put his hands on me for no reason then he said a couple vulgar words to me ... hopefully they ban him from all NBA games ever." —Kyle Lowry to @notthefakeSVP on a fan who pushed him after he fell into the crowd pic.twitter.com/2BdmdUahF8 — SportsCenter (@SportsCenter) June 6, 2019A fan was escorted out for shoving Kyle Lowry after a collision courtside. The game is on Sportsnet. #NBAFinalspic.twitter.com/mPFjoiVdHT — TSN (@TSN_Sports) June 6, 2019
NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Man. United - Brighton | Rauðu djöflarnir í leit að þriðja deildarsigrinum í röð Enski boltinn Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira