Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2019 21:44 Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn og stefnt að því að stofnunin flytji höfðustöðvar sínar þangað í október. Byggingin þykir framúrstefnuleg og fullyrt að hún verði eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. Myndir af húsinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Byggingin rís á Óseyri í suðurhöfninni og er þegar farin að setja sterkan svip á bæinn. Fasteignafélagið Fornubúðir byggir húsið en framkvæmdastjóri þess, Jón Rúnar Halldórsson, telur húsið bæði reisulegt og fallegt, - segir það verða bæjarprýði og kennileiti. Húsið tók að rísa þann 24. janúar, fyrir rétt rúmum fjórum mánuðum, og stefnt að því að það verði tilbúið í október, eftir aðeins fjóra mánuði. Batteríið arkitektar í Hafnarfirði hönnuðu húsið en utan á það kemur álklæðning.Litir byggingarinnar eru sóttir í gamla bæ Hafnarfjarðar og fær hver burst sinn lit.Grafík/Batteríið arkitektar.„Það verður litur fyrir hverja burst og litina sækjum við í gamla bæinn. Þannig að þessi bygging samsvarar sér mjög vel í Hafnarfirði,“ segir Jón Rúnar. Þá vekur athygli að þetta er trébygging en aðalbyggingarefnið er svokallað krosslímt tré. „Mörgum trjám er plantað fyrir hvert eitt sem fellt er. Þannig að þetta er mjög umhverfisvænt.“Byggingin verður miðdepillinn í Hafnarfjarðarhöfn. Skip Hafrannsóknastofnunar fá viðlegurými framan við höfuðstöðvarnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í húsinu verða höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, með skrifstofum, rannsóknarstofum, sýningarsölum og kennslustofum. Um 150 störf flytjast úr Reykjavík en þetta verður einn stærsti vinnustaður Hafnarfjarðar. „Þetta er líka fólk með allskonar menntun, héðan og þaðan, og passar náttúrulega mjög vel fyrir Hafnarfjörð. Hafnarfjörður er og verður kenndur við sjávarútveg, þó að hér sé enginn kvóti eftir. En það er annað mál.“ Framan við húsið er samtímis unnið að gerð nýs viðlegukants fyrir rannsóknarskipin. „Hafrannsóknastofnun Íslands verður stærsti útgerðaraðili í Hafnarfirði líka, - í brúttótonnum talið. Það er ekkert öðruvísi en það,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn og stefnt að því að stofnunin flytji höfðustöðvar sínar þangað í október. Byggingin þykir framúrstefnuleg og fullyrt að hún verði eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. Myndir af húsinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Byggingin rís á Óseyri í suðurhöfninni og er þegar farin að setja sterkan svip á bæinn. Fasteignafélagið Fornubúðir byggir húsið en framkvæmdastjóri þess, Jón Rúnar Halldórsson, telur húsið bæði reisulegt og fallegt, - segir það verða bæjarprýði og kennileiti. Húsið tók að rísa þann 24. janúar, fyrir rétt rúmum fjórum mánuðum, og stefnt að því að það verði tilbúið í október, eftir aðeins fjóra mánuði. Batteríið arkitektar í Hafnarfirði hönnuðu húsið en utan á það kemur álklæðning.Litir byggingarinnar eru sóttir í gamla bæ Hafnarfjarðar og fær hver burst sinn lit.Grafík/Batteríið arkitektar.„Það verður litur fyrir hverja burst og litina sækjum við í gamla bæinn. Þannig að þessi bygging samsvarar sér mjög vel í Hafnarfirði,“ segir Jón Rúnar. Þá vekur athygli að þetta er trébygging en aðalbyggingarefnið er svokallað krosslímt tré. „Mörgum trjám er plantað fyrir hvert eitt sem fellt er. Þannig að þetta er mjög umhverfisvænt.“Byggingin verður miðdepillinn í Hafnarfjarðarhöfn. Skip Hafrannsóknastofnunar fá viðlegurými framan við höfuðstöðvarnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í húsinu verða höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, með skrifstofum, rannsóknarstofum, sýningarsölum og kennslustofum. Um 150 störf flytjast úr Reykjavík en þetta verður einn stærsti vinnustaður Hafnarfjarðar. „Þetta er líka fólk með allskonar menntun, héðan og þaðan, og passar náttúrulega mjög vel fyrir Hafnarfjörð. Hafnarfjörður er og verður kenndur við sjávarútveg, þó að hér sé enginn kvóti eftir. En það er annað mál.“ Framan við húsið er samtímis unnið að gerð nýs viðlegukants fyrir rannsóknarskipin. „Hafrannsóknastofnun Íslands verður stærsti útgerðaraðili í Hafnarfirði líka, - í brúttótonnum talið. Það er ekkert öðruvísi en það,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fornubúða hf. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Sjávarútvegur Vísindi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira