R Kelly segist saklaus Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2019 12:14 R Kelly gengur út úr dómshúsinu eftir réttarhöldin í dag. getty/Nuccio DiNuzzo Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Eftir réttarhöldin sagði Steve Greenberg, lögmaður Kelly: „Þetta er mjög erfitt, það er allt á móti honum.“ Nýir ákæruliðir hafa nú bæst við þá 10 ákæruliði sem hann var kærður fyrir í febrúar, en þeir tengjast allir sömu konunni. Fjórir þeirra ákæruliða eru skilgreindir sem kynferðisleg líkamsárás en hann gæti verið dæmdur í 30 ára fangelsisvist vegna þeirra. Hann talaði ekki við fréttamenn þegar hann fór úr dómshúsinu. Eftir réttarhöldin sagði Greenberg að hann vildi ekki geta sér til um hvers vegna saksóknarar bættu nýjum ákæruliðum við. „Þetta er sama dómsmálið. Það eina er að þeir hafa breytt ákærunni,“ sagði Greenberg. „Þetta eru sömu staðreyndirnar… sama fangavist og sömu sönnunargögn. Við gerum ráð fyrir sömu niðurstöðum.“ Darryll Johnson, talsmaður Kellly, sagði við fréttamenn að söngvarinn væri bjartsýnn. „Í fyrstu var hann dálítið þunglyndur,“ sagði Johnson. „En ég meina, eins og með allt annað, ef einhver sakar þig um eitthvað verðurðu þunglyndur. Hann veit hvað er satt.“ Samkvæmt nýju ákærunni eru fyrstu átta liðirnir vegna atburða sem gerðust í janúar 2010. Þrír aðrir tengjast meintum atburðum sem gerðust á tímabilinu 1. maí 2009 og 21. janúar 2010. Réttarhöldin munu halda áfram þann 26. júní. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Eftir réttarhöldin sagði Steve Greenberg, lögmaður Kelly: „Þetta er mjög erfitt, það er allt á móti honum.“ Nýir ákæruliðir hafa nú bæst við þá 10 ákæruliði sem hann var kærður fyrir í febrúar, en þeir tengjast allir sömu konunni. Fjórir þeirra ákæruliða eru skilgreindir sem kynferðisleg líkamsárás en hann gæti verið dæmdur í 30 ára fangelsisvist vegna þeirra. Hann talaði ekki við fréttamenn þegar hann fór úr dómshúsinu. Eftir réttarhöldin sagði Greenberg að hann vildi ekki geta sér til um hvers vegna saksóknarar bættu nýjum ákæruliðum við. „Þetta er sama dómsmálið. Það eina er að þeir hafa breytt ákærunni,“ sagði Greenberg. „Þetta eru sömu staðreyndirnar… sama fangavist og sömu sönnunargögn. Við gerum ráð fyrir sömu niðurstöðum.“ Darryll Johnson, talsmaður Kellly, sagði við fréttamenn að söngvarinn væri bjartsýnn. „Í fyrstu var hann dálítið þunglyndur,“ sagði Johnson. „En ég meina, eins og með allt annað, ef einhver sakar þig um eitthvað verðurðu þunglyndur. Hann veit hvað er satt.“ Samkvæmt nýju ákærunni eru fyrstu átta liðirnir vegna atburða sem gerðust í janúar 2010. Þrír aðrir tengjast meintum atburðum sem gerðust á tímabilinu 1. maí 2009 og 21. janúar 2010. Réttarhöldin munu halda áfram þann 26. júní.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt ríki Grænlands Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira