R Kelly segist saklaus Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júní 2019 12:14 R Kelly gengur út úr dómshúsinu eftir réttarhöldin í dag. getty/Nuccio DiNuzzo Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Eftir réttarhöldin sagði Steve Greenberg, lögmaður Kelly: „Þetta er mjög erfitt, það er allt á móti honum.“ Nýir ákæruliðir hafa nú bæst við þá 10 ákæruliði sem hann var kærður fyrir í febrúar, en þeir tengjast allir sömu konunni. Fjórir þeirra ákæruliða eru skilgreindir sem kynferðisleg líkamsárás en hann gæti verið dæmdur í 30 ára fangelsisvist vegna þeirra. Hann talaði ekki við fréttamenn þegar hann fór úr dómshúsinu. Eftir réttarhöldin sagði Greenberg að hann vildi ekki geta sér til um hvers vegna saksóknarar bættu nýjum ákæruliðum við. „Þetta er sama dómsmálið. Það eina er að þeir hafa breytt ákærunni,“ sagði Greenberg. „Þetta eru sömu staðreyndirnar… sama fangavist og sömu sönnunargögn. Við gerum ráð fyrir sömu niðurstöðum.“ Darryll Johnson, talsmaður Kellly, sagði við fréttamenn að söngvarinn væri bjartsýnn. „Í fyrstu var hann dálítið þunglyndur,“ sagði Johnson. „En ég meina, eins og með allt annað, ef einhver sakar þig um eitthvað verðurðu þunglyndur. Hann veit hvað er satt.“ Samkvæmt nýju ákærunni eru fyrstu átta liðirnir vegna atburða sem gerðust í janúar 2010. Þrír aðrir tengjast meintum atburðum sem gerðust á tímabilinu 1. maí 2009 og 21. janúar 2010. Réttarhöldin munu halda áfram þann 26. júní. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Eftir réttarhöldin sagði Steve Greenberg, lögmaður Kelly: „Þetta er mjög erfitt, það er allt á móti honum.“ Nýir ákæruliðir hafa nú bæst við þá 10 ákæruliði sem hann var kærður fyrir í febrúar, en þeir tengjast allir sömu konunni. Fjórir þeirra ákæruliða eru skilgreindir sem kynferðisleg líkamsárás en hann gæti verið dæmdur í 30 ára fangelsisvist vegna þeirra. Hann talaði ekki við fréttamenn þegar hann fór úr dómshúsinu. Eftir réttarhöldin sagði Greenberg að hann vildi ekki geta sér til um hvers vegna saksóknarar bættu nýjum ákæruliðum við. „Þetta er sama dómsmálið. Það eina er að þeir hafa breytt ákærunni,“ sagði Greenberg. „Þetta eru sömu staðreyndirnar… sama fangavist og sömu sönnunargögn. Við gerum ráð fyrir sömu niðurstöðum.“ Darryll Johnson, talsmaður Kellly, sagði við fréttamenn að söngvarinn væri bjartsýnn. „Í fyrstu var hann dálítið þunglyndur,“ sagði Johnson. „En ég meina, eins og með allt annað, ef einhver sakar þig um eitthvað verðurðu þunglyndur. Hann veit hvað er satt.“ Samkvæmt nýju ákærunni eru fyrstu átta liðirnir vegna atburða sem gerðust í janúar 2010. Þrír aðrir tengjast meintum atburðum sem gerðust á tímabilinu 1. maí 2009 og 21. janúar 2010. Réttarhöldin munu halda áfram þann 26. júní.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira