Ein og ein kartafla spírar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2019 10:00 Ég er Keflvíkingur og fer ekkert leynt með það, þó að það sé auðvitað hluti af starfinu að vera bæjarstjóri allra. Mynd/Páll Ketilsson Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur í mörg horn að líta. Þó næst að góma hann í símann. „Það eru mikil fundahöld og mikil kaffidrykkja. Hvort það kemur svo eitthvað út úr þeim er önnur saga. Jú, eitthvað smávegis, ein og ein kartafla spírar, eins og einhver orðaði það. Sem er ágætt,“ segir hann glaðlega þegar hann er spurður hvort starfið sé ekki annasamt. Talið berst að hátíðarhöldunum á þriðjudaginn í tilefni þess að sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna gekk í gegn fyrir aldarfjórðungi. „Við ætlum að fagna því að þann 11. júní eru 25 ár liðin frá því að bæjarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags í Reykjanesbæ tók formlega við, eftir nýafstaðnar kosningar. Því verður rjómaterta og kaffi í Stapanum sem öllum bæjarbúum er boðið í og þá verður þar líka hátíðarfundur bæjarstjórnar.“ Mörg sjónarmið komu upp í kring um sameininguna á sínum tíma, að sögn Kjartans, meðal annars um nafn sveitarfélagsins. „Það er nú sagt að það taki þrjár til fjórar kynslóðir fyrir svona ferli að ganga í gegn. Þeir sem eru harðastir á móti þurfa að hverfa og börnin þeirra og jafnvel barnabörnin sem eru búin að heyra afa og ömmu bölsótast yfir breytingunum. Ég hugsa að það sé rétt.“ Hann segir suma Keflvíkinga alltaf verða Keflvíkinga og ekki síður ákveðna Njarðvíkinga alltaf verða Njarðvíkinga. „Það er bara gott,“ segir hann. „Þetta birtist ekki síst í íþróttaleikjum þegar Keflavík og Njarðvík eru að keppa, það er bara eins og Valur og KR eða Manchester og Liverpool. Mönnum getur orðið ansi heitt í hamsi. En við sem erum fædd hér og uppalin við vitum nákvæmlega hvar línan er og hvenær við erum komin yfir strikið.“ Kjartan er Keflvíkingur og kveðst ekkert fara leynt með það. „En auðvitað er það hluti af starfinu að vera bæjarstjóri allra. Ég var í bæjarstjórn á sínum tíma, reyndar ekki þegar sameiningin gekk í garð, en frá 1998-2006, og tel að sameiningin hafi verið mikið heillaskref fyrir samfélagið. Mjög mikið. Það er allt miklu betra þegar sveitarfélagið er stærra og það verður allt annar bragur á allri stjórnsýslu. Það er hægt að gera hlutina betur og ráða meira af hæfu fólki. Allt verður faglegra,“ segir hann og upplýsir að íbúar séu að verða 19.000 talsins. Spurður hvernig íbúafjöldi í Höfnum hafi þróast svarar hann: „Það hefur ekki fjölgað mikið en hann hefur alveg haldið sér. Hafnir eru eftirsóttur staður hjá fólki sem er að sækjast eftir ákveðnu umhverfi og ákveðnum lífsstíl. Þar er rólegra og það bara hentar sumum.“ Allir ættu að geta komið í Stapann og fengið sér kaffi og tertu, úr hvaða hólfi sem þeir koma eða það kveðst Kjartan sannarlega vona. „Það eru allir mjög ánægðir með Hljómahöllina og Stapann sem aðalmenningarhús bæjarins. Við ætlum á þessum fundi að leggja fram til fyrri umræðu stefnumótun sveitarfélagsins til ársins 2030. Þar eru nokkrar megináherslur, ein er að setja börnin í fyrsta sætið og sinna þeim eins vel og við getum í gegnum skólana og íþrótta- og tómstundastarf. Númer tvö eru umhverfismálin og sjálfbærni. Flugvöllurinn telst kannski seint umhverfisvænn en hann er samt þriðji áhersluþátturinn í þessari stefnumótun. Einn þátturinn er svo fjölbreytt atvinnulíf,“ lýsir Kjartan og rifjar upp að lengi framan af síðustu öld hafi það byggst á sjósókn og fiskvinnslu. „Svo kom herinn og þá vann stór hluti vinnandi fólks hjá varnarliðinu eða í þjónustu þess. Nú er alþjóðaflugvöllurinn Leifsstöð og millilandaflugið langstærsti vinnuveitandinn. En við þurfum að fjölga hér störfum fyrir háskólamenntað fólk.“ Einn af þáttunum sem sveitarstjórninni er ofarlega í huga er svo fjölbreytileikinn í mannlífinu að sögn Kjartans. „Fjórðungur bæjarbúa er af erlendu bergi brotinn sem er hátt hlutfall á íslenskan mælikvarða og við þurfum að vinna út frá þeirri staðreynd. Út frá þessum áherslum verða til alls konar verkefni sem við ætlum að setja inn í fjárhags- og starfsáætlun á næstu misserum, sem er bara gaman.“ Reykjanesbær Tímamót Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Heitustu trendin árið 2025 Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Sjá meira
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur í mörg horn að líta. Þó næst að góma hann í símann. „Það eru mikil fundahöld og mikil kaffidrykkja. Hvort það kemur svo eitthvað út úr þeim er önnur saga. Jú, eitthvað smávegis, ein og ein kartafla spírar, eins og einhver orðaði það. Sem er ágætt,“ segir hann glaðlega þegar hann er spurður hvort starfið sé ekki annasamt. Talið berst að hátíðarhöldunum á þriðjudaginn í tilefni þess að sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna gekk í gegn fyrir aldarfjórðungi. „Við ætlum að fagna því að þann 11. júní eru 25 ár liðin frá því að bæjarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags í Reykjanesbæ tók formlega við, eftir nýafstaðnar kosningar. Því verður rjómaterta og kaffi í Stapanum sem öllum bæjarbúum er boðið í og þá verður þar líka hátíðarfundur bæjarstjórnar.“ Mörg sjónarmið komu upp í kring um sameininguna á sínum tíma, að sögn Kjartans, meðal annars um nafn sveitarfélagsins. „Það er nú sagt að það taki þrjár til fjórar kynslóðir fyrir svona ferli að ganga í gegn. Þeir sem eru harðastir á móti þurfa að hverfa og börnin þeirra og jafnvel barnabörnin sem eru búin að heyra afa og ömmu bölsótast yfir breytingunum. Ég hugsa að það sé rétt.“ Hann segir suma Keflvíkinga alltaf verða Keflvíkinga og ekki síður ákveðna Njarðvíkinga alltaf verða Njarðvíkinga. „Það er bara gott,“ segir hann. „Þetta birtist ekki síst í íþróttaleikjum þegar Keflavík og Njarðvík eru að keppa, það er bara eins og Valur og KR eða Manchester og Liverpool. Mönnum getur orðið ansi heitt í hamsi. En við sem erum fædd hér og uppalin við vitum nákvæmlega hvar línan er og hvenær við erum komin yfir strikið.“ Kjartan er Keflvíkingur og kveðst ekkert fara leynt með það. „En auðvitað er það hluti af starfinu að vera bæjarstjóri allra. Ég var í bæjarstjórn á sínum tíma, reyndar ekki þegar sameiningin gekk í garð, en frá 1998-2006, og tel að sameiningin hafi verið mikið heillaskref fyrir samfélagið. Mjög mikið. Það er allt miklu betra þegar sveitarfélagið er stærra og það verður allt annar bragur á allri stjórnsýslu. Það er hægt að gera hlutina betur og ráða meira af hæfu fólki. Allt verður faglegra,“ segir hann og upplýsir að íbúar séu að verða 19.000 talsins. Spurður hvernig íbúafjöldi í Höfnum hafi þróast svarar hann: „Það hefur ekki fjölgað mikið en hann hefur alveg haldið sér. Hafnir eru eftirsóttur staður hjá fólki sem er að sækjast eftir ákveðnu umhverfi og ákveðnum lífsstíl. Þar er rólegra og það bara hentar sumum.“ Allir ættu að geta komið í Stapann og fengið sér kaffi og tertu, úr hvaða hólfi sem þeir koma eða það kveðst Kjartan sannarlega vona. „Það eru allir mjög ánægðir með Hljómahöllina og Stapann sem aðalmenningarhús bæjarins. Við ætlum á þessum fundi að leggja fram til fyrri umræðu stefnumótun sveitarfélagsins til ársins 2030. Þar eru nokkrar megináherslur, ein er að setja börnin í fyrsta sætið og sinna þeim eins vel og við getum í gegnum skólana og íþrótta- og tómstundastarf. Númer tvö eru umhverfismálin og sjálfbærni. Flugvöllurinn telst kannski seint umhverfisvænn en hann er samt þriðji áhersluþátturinn í þessari stefnumótun. Einn þátturinn er svo fjölbreytt atvinnulíf,“ lýsir Kjartan og rifjar upp að lengi framan af síðustu öld hafi það byggst á sjósókn og fiskvinnslu. „Svo kom herinn og þá vann stór hluti vinnandi fólks hjá varnarliðinu eða í þjónustu þess. Nú er alþjóðaflugvöllurinn Leifsstöð og millilandaflugið langstærsti vinnuveitandinn. En við þurfum að fjölga hér störfum fyrir háskólamenntað fólk.“ Einn af þáttunum sem sveitarstjórninni er ofarlega í huga er svo fjölbreytileikinn í mannlífinu að sögn Kjartans. „Fjórðungur bæjarbúa er af erlendu bergi brotinn sem er hátt hlutfall á íslenskan mælikvarða og við þurfum að vinna út frá þeirri staðreynd. Út frá þessum áherslum verða til alls konar verkefni sem við ætlum að setja inn í fjárhags- og starfsáætlun á næstu misserum, sem er bara gaman.“
Reykjanesbær Tímamót Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Heitustu trendin árið 2025 Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Sjá meira