Innlent

Hiti um og yfir 20 stig á morgun og þriðjudag en hætta á gróðureldum eykst

Birgir Olgeirsson skrifar
Sér fyrir endann á norðaustanáttinni í bili.
Sér fyrir endann á norðaustanáttinni í bili. Vísir/Vilhelm
Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að nú sjái fyrir endann á norðaustanáttinni í bili, en hæðarhryggur þokast inn yfir landið úr vestri með hlýrra lofti. Lægir í dag, styttir upp fyrir norðan og léttir síðan til og hlýnar, en áfram bjart syðra.

Þetta kemur fram í hugleiðingu Veðurfræðings sem spáir hæglætisveðri á morgun, léttskýjuðu víða og hiti allt að 20 stigum þar sem best lætur. Svipað veður á þriðjudag og má búast við að hiti fari yfir 20 stigin og þá einkum í innsveitum. Eftir langvarandi þurrkatíð er gróður orðinn mjög þurr um landið sunnan- og vestanvert með aukinni hættu á gróðureldum. Því er mjög mikilvægt að fara varlega með eld til að forðast sinubruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×