Innlent

Flugvél hrapaði í Fljótshlíð: Fimm alvarlega slasaðir

Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa
Alls voru fimm manns í vélinni.
Alls voru fimm manns í vélinni. Vísir/Magnús Hlynur
Fimm eru alvarlega slasaðir eftir að flugvél hrapaði rétt norðan við flugvöllinn við Múlakot í Fljótshlíð fyrr í kvöld.

Brunavarnir Rangárvallasýslu og aðrir viðbraðsaðilar fengu tilkynningu skömmu eftir klukkan 20:30 í kvöld um að flugvél hefði brotlent norðan við flugvöllinn. Í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi segir að eldur hafi verið laus í vélinni.

Fimm um borð í vélinni

„Alls voru fimm aðilar í flugvélinni og eru allir alvarlega slasaðir. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar Rannsóknarnefndar samgönguslysa og tæknideildar Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. 

Jafnframt hefur viðbragsteymi Rauða kross Íslands verið sent á vettvang til að veita vitnum að atvikinu sálrænan stuðning.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningunni.

Slysið varð við flugvöllinn við Múlakot.Loftmyndir

Lentu í Reykjavík um klukkan 22

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar á vettvang - þær TF-EIR og TF-LÍF. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að slasaðir hafi verið fluttir í þyrlum og þær lent við Landspítalann í Fossvogi um klukkan 22.

Fréttin hefur verið uppfærð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×