Eindrægni og sérdrægni Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. maí 2019 07:00 Mikil eindrægni VG og Sjálfstæðismanna birtist okkur á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins. Þar flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðu og mærði samstarfsflokkinn mjög. Hún muldraði að vísu skyldumöntruna um að þetta væru höfuðandstæðingar íslenskra stjórnmála en talaði meira eins og foringi systurflokks. Hún sagði þar meðal annars formann Sjálfstæðisflokksins besta samstarfsmann sem hún hefði haft. Það er auðvitað ánægjulegt í sjálfu sér þegar eindrægni ríkir á vinnustað en öllu má ofgera, og það skiptir óneitanlega máli um hvað sú eindrægni er. Fari svo ósennilega að þinginu verði aftur leyft að starfa þá bíða þess mál sem bera vitni um stefnu Sjálfstæðisflokksins, en ég er ekki alveg viss um að allir kjósendur Vinstri grænna hafi talið sig vera að styðja þá stefnu með atkvæði sínu. Stefna Sjálfstæðismanna snýst ekki bara um eindrægni, heldur líka sérdrægni. Það stendur til að setja Seðlabanka Íslands á ný undir flokksstjórn með pólitískum bankastjórum af gamla taginu; og bankinn verður aftur að eftirlaunaparadís þreyttra flokksforingja sem telja sig jafnvel fullfæra um að taka ákvarðanir um að lána allan gjaldeyrisforðann með einu símtali. Á þinginu bíður líka frumvarp um Þjóðarsjóð, sem hljómar svo sem nógu vel í krataeyrum, en það fara hins vegar að renna á mann tvær grímur þegar maður sér þar kunnugleg áform um að einkaaðilar á fjármálamarkaði eigi að gæta sjóðsins og ávaxta hann en ekki Seðlabankinn eins og tíðkast annars staðar. Við munum hvernig útrásarfurstarnir ásældust lífeyrissjóðina okkar – hér gæti slíkt ævintýri verið í uppsiglingu – í allri eindrægninni. Hér gæti ríkisstjórnin verið að afhenda bröskurum efnahagslegt tryllitæki. Margt fólk óttast það nú að auðlindir okkar lendi í braskarahöndum vegna innleiðingar orkupakka þrjú. Þar er margt á misskilningi byggt. En sporin hræða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og sérdrægnin er; ef við viljum að almannahagsmunir ráði í nýtingu þjóðarauðlinda og meðferð almannafjár þá eigum við einfaldlega ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða aðra hægri flokka – eða flokka sem starfa með honum í mikilli eindrægni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Mikil eindrægni VG og Sjálfstæðismanna birtist okkur á 90 ára afmælishátíð Sjálfstæðisflokksins. Þar flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræðu og mærði samstarfsflokkinn mjög. Hún muldraði að vísu skyldumöntruna um að þetta væru höfuðandstæðingar íslenskra stjórnmála en talaði meira eins og foringi systurflokks. Hún sagði þar meðal annars formann Sjálfstæðisflokksins besta samstarfsmann sem hún hefði haft. Það er auðvitað ánægjulegt í sjálfu sér þegar eindrægni ríkir á vinnustað en öllu má ofgera, og það skiptir óneitanlega máli um hvað sú eindrægni er. Fari svo ósennilega að þinginu verði aftur leyft að starfa þá bíða þess mál sem bera vitni um stefnu Sjálfstæðisflokksins, en ég er ekki alveg viss um að allir kjósendur Vinstri grænna hafi talið sig vera að styðja þá stefnu með atkvæði sínu. Stefna Sjálfstæðismanna snýst ekki bara um eindrægni, heldur líka sérdrægni. Það stendur til að setja Seðlabanka Íslands á ný undir flokksstjórn með pólitískum bankastjórum af gamla taginu; og bankinn verður aftur að eftirlaunaparadís þreyttra flokksforingja sem telja sig jafnvel fullfæra um að taka ákvarðanir um að lána allan gjaldeyrisforðann með einu símtali. Á þinginu bíður líka frumvarp um Þjóðarsjóð, sem hljómar svo sem nógu vel í krataeyrum, en það fara hins vegar að renna á mann tvær grímur þegar maður sér þar kunnugleg áform um að einkaaðilar á fjármálamarkaði eigi að gæta sjóðsins og ávaxta hann en ekki Seðlabankinn eins og tíðkast annars staðar. Við munum hvernig útrásarfurstarnir ásældust lífeyrissjóðina okkar – hér gæti slíkt ævintýri verið í uppsiglingu – í allri eindrægninni. Hér gæti ríkisstjórnin verið að afhenda bröskurum efnahagslegt tryllitæki. Margt fólk óttast það nú að auðlindir okkar lendi í braskarahöndum vegna innleiðingar orkupakka þrjú. Þar er margt á misskilningi byggt. En sporin hræða þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og sérdrægnin er; ef við viljum að almannahagsmunir ráði í nýtingu þjóðarauðlinda og meðferð almannafjár þá eigum við einfaldlega ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða aðra hægri flokka – eða flokka sem starfa með honum í mikilli eindrægni.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun