Norðurskautsmál rædd í Sjanghæ Guðjón S. Brjánsson og Sigurður Ólafsson skrifar 31. maí 2019 08:15 Fyrir skömmu síðan var kínverska stórborgin Sjanghæ vettvangur tveggja stórra ráðstefna um norðurskautsmál. Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan fór fram í sjöunda sinn og í kjölfarið var Hringborð norðurslóða (Arctic Circle) haldið í borginni. Hundruð manna voru mætt til borgarinnar til þess að ræða norðurskautsmál þar sem áherslan var sérstaklega á áhrif og áætlanir Kínverja á þessu sífellt mikilvægara heimssvæði. Einkum var rætt um hina svokölluðu „Nýju-Silkileið“ sem einnig gengur undir nafninu „Belti og braut“ en það eru risavaxnar áætlanir Kínverja sem tengja eiga landið betur við aðra hluta heimsins. Það sem að norðurslóðum snýr er siglingaleiðin sem kann að opnast vegna hlýnunar jarðar eftir norðurskautssvæðinu frá Austur-Asíu, eftir ströndum Rússlands og til okkar í Norður-Atlantshafi. Skýrt kom í ljós á ráðstefnunum að Kínverjar eru mjög með hugann við þessar framtíðaráætlanir og láta raunar ekki sitja við orðin tóm. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast náið með þessari merkilegu þróun og hafa á hana áhrif. Margir Íslendingar hafa áttað sig á þessu og fjölmennur hópur fólks úr ýmsum áttum var mættur til Sjanghæ frá Íslandi. Við sóttum ráðstefnurnar fyrir hönd Vestnorræna ráðsins sem er samstarf þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands. Vestnorræna ráðið hefur lengi áttað sig á mikilvægi norðurslóðamála og er meðal annars áheyrnaraðili í Norðurskautsráðinu. Það skiptir vestnorrænu ríkin mjög miklu máli að fylgjast með þróuninni á norðurskautssvæðinu þar sem stóraukin skipaumferð eftir hinni „Nýju-Silkileið“ gæti til dæmis gjörbreytt stöðu okkar á mörgum sviðum. Þetta getur orðið uppspretta ýmissa tækifæra en jafnframt leitt til vandamála og erfiðra álitaefna. Þróunin er hröð og það er alveg ljóst að gjörbreytt staða gæti blasað við hér á okkar heimssvæði fyrr en nokkurn grunar. Þar hyggjumst við í Vestnorræna ráðinu ekki sitja hljóð hjá eða láta hluti koma okkur í opna skjöldu. Undir liggja sameiginlegir hagsmunir okkar allra á vestnorræna svæðinu þar sem samstarf ríkjanna þriggja er lykilatriði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Norðurslóðir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu síðan var kínverska stórborgin Sjanghæ vettvangur tveggja stórra ráðstefna um norðurskautsmál. Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan fór fram í sjöunda sinn og í kjölfarið var Hringborð norðurslóða (Arctic Circle) haldið í borginni. Hundruð manna voru mætt til borgarinnar til þess að ræða norðurskautsmál þar sem áherslan var sérstaklega á áhrif og áætlanir Kínverja á þessu sífellt mikilvægara heimssvæði. Einkum var rætt um hina svokölluðu „Nýju-Silkileið“ sem einnig gengur undir nafninu „Belti og braut“ en það eru risavaxnar áætlanir Kínverja sem tengja eiga landið betur við aðra hluta heimsins. Það sem að norðurslóðum snýr er siglingaleiðin sem kann að opnast vegna hlýnunar jarðar eftir norðurskautssvæðinu frá Austur-Asíu, eftir ströndum Rússlands og til okkar í Norður-Atlantshafi. Skýrt kom í ljós á ráðstefnunum að Kínverjar eru mjög með hugann við þessar framtíðaráætlanir og láta raunar ekki sitja við orðin tóm. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að fylgjast náið með þessari merkilegu þróun og hafa á hana áhrif. Margir Íslendingar hafa áttað sig á þessu og fjölmennur hópur fólks úr ýmsum áttum var mættur til Sjanghæ frá Íslandi. Við sóttum ráðstefnurnar fyrir hönd Vestnorræna ráðsins sem er samstarf þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands. Vestnorræna ráðið hefur lengi áttað sig á mikilvægi norðurslóðamála og er meðal annars áheyrnaraðili í Norðurskautsráðinu. Það skiptir vestnorrænu ríkin mjög miklu máli að fylgjast með þróuninni á norðurskautssvæðinu þar sem stóraukin skipaumferð eftir hinni „Nýju-Silkileið“ gæti til dæmis gjörbreytt stöðu okkar á mörgum sviðum. Þetta getur orðið uppspretta ýmissa tækifæra en jafnframt leitt til vandamála og erfiðra álitaefna. Þróunin er hröð og það er alveg ljóst að gjörbreytt staða gæti blasað við hér á okkar heimssvæði fyrr en nokkurn grunar. Þar hyggjumst við í Vestnorræna ráðinu ekki sitja hljóð hjá eða láta hluti koma okkur í opna skjöldu. Undir liggja sameiginlegir hagsmunir okkar allra á vestnorræna svæðinu þar sem samstarf ríkjanna þriggja er lykilatriði.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar