Dúxaði með hæstu meðaleinkunn í sögu Kvennaskólans Sylvía Hall skrifar 31. maí 2019 11:27 Inga Lilja Ásgeirsdóttir á útskriftardaginn. Brautskráning Kvennaskólans í Reykjavík fór fram á miðvikudaginn síðastliðinn og útskrifuðust alls 167 nemendur af þremur brautum við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Dúx Kvennaskólans í ár er Inga Lilja Ásgeirsdóttir og útskrifaðist hún með meðaleinkunnina 9,86. Einkunnin er sú hæsta sem gefin hefur verið við skólann en alls voru átján nemendur í útskriftarhópi þessa árs með yfir 9 í meðaleinkunn. Inga Lilja segir góða mætingu og áhuga á náminu vera ástæðuna fyrir góðum námsárangri. „Ég bara mætti og tók prófin,“ sagði Inga Lilja létt í bragði þegar blaðamaður náði tali af henni en sem stendur er hún stödd í Austurríki ásamt kærasta sínum og hyggja þau á frekara ferðalag um Evrópu. Aðspurð hvort námið hafi tekið allan hennar tíma á meðan skólagöngunni stóð segir Inga Lilja svo ekki vera. Hún hafi alla tíð unnið með skóla frá fjórtán ára aldri, stundar píanónám við Tónlistarskóla Garðabæjar auk þess að æfa dans.Vissi að hún ætti séns Inga Lilja hafði verið með hæstu einkunn bæði fyrsta og annað árið sitt í skólanum og kom það henni því ekki mikið á óvart að sigla einnig því þriðja í höfn og tryggja sér titilinn sem dúx skólans. „Ég vissi alveg að ég ætti möguleika á því en ég hélt kannski að þau væru búin að láta viðkomandi vita fyrir fram þannig ég var ekki að búast við því á athöfninni sjálfri.“ Sjálf segist hún hafa mestan áhuga á raungreinum en hún hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur í efnafræði á athöfninni á miðvikudag. Þá er stefnan sett á efnaverkfræði í Háskóla Íslands strax í haust. Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Brautskráning Kvennaskólans í Reykjavík fór fram á miðvikudaginn síðastliðinn og útskrifuðust alls 167 nemendur af þremur brautum við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Dúx Kvennaskólans í ár er Inga Lilja Ásgeirsdóttir og útskrifaðist hún með meðaleinkunnina 9,86. Einkunnin er sú hæsta sem gefin hefur verið við skólann en alls voru átján nemendur í útskriftarhópi þessa árs með yfir 9 í meðaleinkunn. Inga Lilja segir góða mætingu og áhuga á náminu vera ástæðuna fyrir góðum námsárangri. „Ég bara mætti og tók prófin,“ sagði Inga Lilja létt í bragði þegar blaðamaður náði tali af henni en sem stendur er hún stödd í Austurríki ásamt kærasta sínum og hyggja þau á frekara ferðalag um Evrópu. Aðspurð hvort námið hafi tekið allan hennar tíma á meðan skólagöngunni stóð segir Inga Lilja svo ekki vera. Hún hafi alla tíð unnið með skóla frá fjórtán ára aldri, stundar píanónám við Tónlistarskóla Garðabæjar auk þess að æfa dans.Vissi að hún ætti séns Inga Lilja hafði verið með hæstu einkunn bæði fyrsta og annað árið sitt í skólanum og kom það henni því ekki mikið á óvart að sigla einnig því þriðja í höfn og tryggja sér titilinn sem dúx skólans. „Ég vissi alveg að ég ætti möguleika á því en ég hélt kannski að þau væru búin að láta viðkomandi vita fyrir fram þannig ég var ekki að búast við því á athöfninni sjálfri.“ Sjálf segist hún hafa mestan áhuga á raungreinum en hún hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur í efnafræði á athöfninni á miðvikudag. Þá er stefnan sett á efnaverkfræði í Háskóla Íslands strax í haust.
Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira