Lífið

Roky Erickson, einn guðfeðra sýrurokksins, er látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Roger Kynard "Roky“ Erickson, stofnmeðlimur The 13th Floor Elevators
Roger Kynard "Roky“ Erickson, stofnmeðlimur The 13th Floor Elevators Getty/Amy Price
Roger Kynard „Roky“ Erickson, stofnmeðlimur The 13th Floor Elevators, sem voru fyrsta hljómsveitin til að lýsa tónlist sinni sem sýrurokki, er látinn 71 árs að aldri. Variety greinir frá.

Roky, eins og hann var kallaður, fæddist í Austin í Texas 15 júlí árið 1947, árið 1965 stofnaði hann The 13th Floor Elevators ásamt Stacy Sutherland, Benny Thurman, John Ike Walton og Tommy Hall. Roky lék á gítar og söng til ársins 1969.

Árin eftir Elevators voru stormasöm og glími Erickson bæði við andleg veikindi sem og fíkniefnadjöfulinn. Minna fór fyrir honum á seinni árum en Erickson tók þátt í tónlistarhátíðum og tók þátt í endurkomu Elevators á Levitation hátíðinni í Austin árið 2015.

Að neðan má heyra lag Erickson og The 13th Floor Elevators, Kingdom of Heaven.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.