Línur eru farnar að skýrast á toppi og botni deildarinnar Hjörvar Ólafsson skrifar 20. maí 2019 16:00 Stefán Teitur Þórðarson og Kolbeinn Þórðarson í baráttu um boltann á Kópavogsvellinum í gær. Vísir/Daníel Þrir leikir fóru fram í fimmtu umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu í gær en þar náði ÍA þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í toppslagnum gegn Breiðabliki, ÍBV og Víkingur skildu jöfn og KA hafði betur gegn Stjörnunni. Nú þegar fimmta umferð deildarinnar er hálfnuð er komin eilítil mynd á það hvaða lið munu berjast á toppi og botni deildarinnar og hvaða lið verða þar á milli. Breiðablik, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur byrjað leiktíðina vel þrátt fyrir að miklar breytingar hafi orðið inni á miðsvæði liðsins. Það munar miklu um að Gunnleifur Vignir Gunnleifsson er enn á milli stanganna hjá liðinu, varnarlínan er nánast sú sama og Thomas Mikkelsen, framherji liðsins, ákvað að taka allavega eitt tímabil enn hér á landi. Þá hafa leikmenn á borð við Kolbein Þórðarson, Höskuld Gunnlaugsson og Aron Bjarnason séð til þess að liðið saknar ekki þeirra fjölmörgu leikmana sem hurfu á braut frá Kópavogsliðinu í vetur. Guðjón Pétur Lýðsson hefur svo staðið sig vel í því að tengja saman miðjuspil og sóknarleik liðsins. Skagamenn tóku svo gott gengi liðsins frá undirbúningstímabilinu og nýliðarnir hafa byrjað mótið af miklum krafti. Liðið er massíft og gríðarleg liðsheild einkennir liðið. Liðið samanstendur mestmegnis af uppöldum Skagamönnum í bland við leikmenn sem hershöfðingjarnir Jóhannes Karl Guðjónsson og Sigurður Jónsson hafa valið af kostgæfni og smellpassa inn í liðið. Árni Snær Ólafsson leikur eins og leikstjórnandi í amerísku ruðningsliði í marki Skagamanna og þegar andstæðingar liðsins missa boltann er líkt og handboltalið hafi misst boltann og leikmenn ÍA útfæra skyndisóknir sínar eins og góð hraðaupphlaup í handbolta. Hornspyrnur Tryggva Hrafns Haraldssonar, sem kom til liðsins frá Halmstad í vetur, eru stórhættulegar, Óttar Bjarni Guðmundsson hefur fundið markaskó og Hörður Ingi Gunnarsson getur svo valdið usla bæði með skotum sínum og fyrirgjöfum utan af velli og með löngum innköstum sínum. Það ganga allir í takt hjá Skagaliðinu og það er einkar erfitt að brjóta liðið á bak aftur. Þegar andstæðingar liðsins tapa boltanum eftir vel útfærða pressu liðsins er svo voðinn vís eins og áður segir. Skagamenn dreymir um það að koma liðinu aftur í fremstu röð og það lítur út fyrir að liðið muni annaðhvort berjast um Íslandsmeistaratitilinn eða Evrópusæti hið minnsta fram á næsta haust. Framherjar deildarinnar þurfa að rífa sig upp en fimm leikmenn eru markahæstir með þrjú mörk hver. Af þeim er einungis einn hreinræktaður framherji. Nikolaj Hansen sem hefur skorað fimm mörk fyrir ungt, vel spilandi og skemmtilegt lið Víkings.Hinir eru Halldór Orri Björnsson sem hefur leikið sem framherji í hjáverkum fyrir FH, Hilmar Árni Halldórsson, sóknartengiliður Stjörnunnar, Hallgrímur Mar Steingrímsson, kantmaður KA-manna, og téður Kolbeinn, miðvallarleikmaður Breiðabliks. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira
Þrir leikir fóru fram í fimmtu umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu í gær en þar náði ÍA þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í toppslagnum gegn Breiðabliki, ÍBV og Víkingur skildu jöfn og KA hafði betur gegn Stjörnunni. Nú þegar fimmta umferð deildarinnar er hálfnuð er komin eilítil mynd á það hvaða lið munu berjast á toppi og botni deildarinnar og hvaða lið verða þar á milli. Breiðablik, sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur byrjað leiktíðina vel þrátt fyrir að miklar breytingar hafi orðið inni á miðsvæði liðsins. Það munar miklu um að Gunnleifur Vignir Gunnleifsson er enn á milli stanganna hjá liðinu, varnarlínan er nánast sú sama og Thomas Mikkelsen, framherji liðsins, ákvað að taka allavega eitt tímabil enn hér á landi. Þá hafa leikmenn á borð við Kolbein Þórðarson, Höskuld Gunnlaugsson og Aron Bjarnason séð til þess að liðið saknar ekki þeirra fjölmörgu leikmana sem hurfu á braut frá Kópavogsliðinu í vetur. Guðjón Pétur Lýðsson hefur svo staðið sig vel í því að tengja saman miðjuspil og sóknarleik liðsins. Skagamenn tóku svo gott gengi liðsins frá undirbúningstímabilinu og nýliðarnir hafa byrjað mótið af miklum krafti. Liðið er massíft og gríðarleg liðsheild einkennir liðið. Liðið samanstendur mestmegnis af uppöldum Skagamönnum í bland við leikmenn sem hershöfðingjarnir Jóhannes Karl Guðjónsson og Sigurður Jónsson hafa valið af kostgæfni og smellpassa inn í liðið. Árni Snær Ólafsson leikur eins og leikstjórnandi í amerísku ruðningsliði í marki Skagamanna og þegar andstæðingar liðsins missa boltann er líkt og handboltalið hafi misst boltann og leikmenn ÍA útfæra skyndisóknir sínar eins og góð hraðaupphlaup í handbolta. Hornspyrnur Tryggva Hrafns Haraldssonar, sem kom til liðsins frá Halmstad í vetur, eru stórhættulegar, Óttar Bjarni Guðmundsson hefur fundið markaskó og Hörður Ingi Gunnarsson getur svo valdið usla bæði með skotum sínum og fyrirgjöfum utan af velli og með löngum innköstum sínum. Það ganga allir í takt hjá Skagaliðinu og það er einkar erfitt að brjóta liðið á bak aftur. Þegar andstæðingar liðsins tapa boltanum eftir vel útfærða pressu liðsins er svo voðinn vís eins og áður segir. Skagamenn dreymir um það að koma liðinu aftur í fremstu röð og það lítur út fyrir að liðið muni annaðhvort berjast um Íslandsmeistaratitilinn eða Evrópusæti hið minnsta fram á næsta haust. Framherjar deildarinnar þurfa að rífa sig upp en fimm leikmenn eru markahæstir með þrjú mörk hver. Af þeim er einungis einn hreinræktaður framherji. Nikolaj Hansen sem hefur skorað fimm mörk fyrir ungt, vel spilandi og skemmtilegt lið Víkings.Hinir eru Halldór Orri Björnsson sem hefur leikið sem framherji í hjáverkum fyrir FH, Hilmar Árni Halldórsson, sóknartengiliður Stjörnunnar, Hallgrímur Mar Steingrímsson, kantmaður KA-manna, og téður Kolbeinn, miðvallarleikmaður Breiðabliks.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira