Marel stefnir á skráningu í Hollandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2019 06:15 Höfuðstöðvar Marel á Íslandi. Vísir/EPA Marel, langstærsta félagið á markaði hérlendis, hyggur á almennt hlutafjárútboð og skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam, til viðbótar við skráningu sína í Nasdaq kauphöllina á Íslandi. Í útboðinu verða boðnir til sölu allt að 100 milljónir nýrra hlut, sem samsvara um 15 prósent af útgefnu hlutafé. Gert er ráð fyrir að skráning í Euronext kauphöllina í Amsterdam muni fara fram á öðrum ársfjórðungi 2019, háð markaðsaðstæðum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Marel þar sem haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra félagsins, að þetta sé stór dagur. „Við störfum á ákaflega spennandi vaxtarmarkaði, þar sem aukin fólksfjölgun, stækkun millistéttarinnar og stækkun borgarsamfélaga drífur áfram eftirspurn eftir hágæða matvælum sem eru framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt,“ segir Árni. „Skráningin í Euronext í Amsterdam mun styðja við markmið okkar um 12 prósent árlegan meðalvöxt tekna á tímabilinu 2017-2026 sem byggir á öflugri markaðssókn og nýsköpun, samvinnu við lykilsamstarfsaðila ásamt kaupum á fyrirtækjum.“Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.Marel kannast ágætlega við sig í Hollandi, en félagið hefur lengi rekið verksmiðjur í Boxmeer þar í landi. Með skráningunni vonast Marel jafnframt til þess að sýnileiki félagsins aukist, sem og aðgengi að breiðari hópi alþjóðlegra fjárfesta. Útboð á nýju hlutafé muni einnig styrkja fjárhagsskipan félagsins og verða hlutirnir skráðir „í gjaldmiðli sem styður betur við stefnu félagsins um framtíðarvöxt og möguleg fyrirtækjakaup,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Sem fyrr segir er Marel stærsta félagið sem skráð er í Kauphöllina hérlendis. Hluthafar þess eru um 2500 talsins og nemur stærð Marel um 36 prósent af markaðsverðmæti allra skráðra félaga í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi. „Tvíhliða skráning hlutabréfa félagsins í Euronext kauphöllina í Amsterdam er því eðlilegt næsta skref í frekari framþróun og vaxtarstefnu félagsins,“ eins og segir í fyrrnefndri tilkynningu. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, hafði áður greint frá þessum fyrirætlunum á aðalfundi félagsins fyrr á þessu ári. Haft er eftir henni í tilkynningunni útboðið á nýju hlutafé muni styrkja fjárhagsskipan félagsins, auk þess sem alþjóðlegur gjaldmiðill muni auðvelda þeim að framfylgja „metnaðarfullri vaxtarstefnu“ Marels. Tengdar fréttir Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. 13. mars 2019 08:30 Bætti við sig fyrir 1,7 milljarða króna í Marel Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætti við tæplega hálfs prósents eignarhlut, jafnvirði um 1.700 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa, í síðustu viku og fer núna með um 3,3 prósenta hlut í félaginu. 27. mars 2019 07:00 Hlutabréfaverð á blússandi siglingu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um rúm 30 prósent frá upphafi árs. Munar miklu um verðskrið Marels. Greinendur rekja verðhækkanir meðal annars til minni óvissu vegna WOW air og á vinnumarkaði. 9. maí 2019 07:45 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Marel, langstærsta félagið á markaði hérlendis, hyggur á almennt hlutafjárútboð og skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam, til viðbótar við skráningu sína í Nasdaq kauphöllina á Íslandi. Í útboðinu verða boðnir til sölu allt að 100 milljónir nýrra hlut, sem samsvara um 15 prósent af útgefnu hlutafé. Gert er ráð fyrir að skráning í Euronext kauphöllina í Amsterdam muni fara fram á öðrum ársfjórðungi 2019, háð markaðsaðstæðum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Marel þar sem haft er eftir Árna Oddi Þórðarsyni, forstjóra félagsins, að þetta sé stór dagur. „Við störfum á ákaflega spennandi vaxtarmarkaði, þar sem aukin fólksfjölgun, stækkun millistéttarinnar og stækkun borgarsamfélaga drífur áfram eftirspurn eftir hágæða matvælum sem eru framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt,“ segir Árni. „Skráningin í Euronext í Amsterdam mun styðja við markmið okkar um 12 prósent árlegan meðalvöxt tekna á tímabilinu 2017-2026 sem byggir á öflugri markaðssókn og nýsköpun, samvinnu við lykilsamstarfsaðila ásamt kaupum á fyrirtækjum.“Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.Marel kannast ágætlega við sig í Hollandi, en félagið hefur lengi rekið verksmiðjur í Boxmeer þar í landi. Með skráningunni vonast Marel jafnframt til þess að sýnileiki félagsins aukist, sem og aðgengi að breiðari hópi alþjóðlegra fjárfesta. Útboð á nýju hlutafé muni einnig styrkja fjárhagsskipan félagsins og verða hlutirnir skráðir „í gjaldmiðli sem styður betur við stefnu félagsins um framtíðarvöxt og möguleg fyrirtækjakaup,“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Sem fyrr segir er Marel stærsta félagið sem skráð er í Kauphöllina hérlendis. Hluthafar þess eru um 2500 talsins og nemur stærð Marel um 36 prósent af markaðsverðmæti allra skráðra félaga í Nasdaq kauphöllinni á Íslandi. „Tvíhliða skráning hlutabréfa félagsins í Euronext kauphöllina í Amsterdam er því eðlilegt næsta skref í frekari framþróun og vaxtarstefnu félagsins,“ eins og segir í fyrrnefndri tilkynningu. Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, hafði áður greint frá þessum fyrirætlunum á aðalfundi félagsins fyrr á þessu ári. Haft er eftir henni í tilkynningunni útboðið á nýju hlutafé muni styrkja fjárhagsskipan félagsins, auk þess sem alþjóðlegur gjaldmiðill muni auðvelda þeim að framfylgja „metnaðarfullri vaxtarstefnu“ Marels.
Tengdar fréttir Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. 13. mars 2019 08:30 Bætti við sig fyrir 1,7 milljarða króna í Marel Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætti við tæplega hálfs prósents eignarhlut, jafnvirði um 1.700 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa, í síðustu viku og fer núna með um 3,3 prósenta hlut í félaginu. 27. mars 2019 07:00 Hlutabréfaverð á blússandi siglingu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um rúm 30 prósent frá upphafi árs. Munar miklu um verðskrið Marels. Greinendur rekja verðhækkanir meðal annars til minni óvissu vegna WOW air og á vinnumarkaði. 9. maí 2019 07:45 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Erlendir sjóðir bæta við sig í Marel fyrir meira en þrjá milljarða Fjárfestingasjóður í stýringu evrópska vogunarsjóðsins Teleios Capital, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Marels í janúar, hefur bætt við sig rúmlega 3,4 milljónum hluta, jafnvirði um 1.650 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, það sem af er marsmánuði og fer núna með 2,45 prósenta eignarhlut. 13. mars 2019 08:30
Bætti við sig fyrir 1,7 milljarða króna í Marel Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætti við tæplega hálfs prósents eignarhlut, jafnvirði um 1.700 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa, í síðustu viku og fer núna með um 3,3 prósenta hlut í félaginu. 27. mars 2019 07:00
Hlutabréfaverð á blússandi siglingu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur hækkað um rúm 30 prósent frá upphafi árs. Munar miklu um verðskrið Marels. Greinendur rekja verðhækkanir meðal annars til minni óvissu vegna WOW air og á vinnumarkaði. 9. maí 2019 07:45