Isavia kærir úrskurðinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2019 16:26 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/vilhelm Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar.Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar TF-GPA frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Umrædd gjöld vélarinnar sem deilan snýst um nema 87 milljónum krónum.Sjá einnig: Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarðaALC hefur boðist til að greiða gjöldin gegn því að fá vélina afhenta, en ekki þá tvo milljarða sem er heildarskuld WOW air við Isavia. Það getur Isavia hins vegar ekki fallist á því félagið telur að það samræmist ekki „fyrri framkvæmd og skýru orðalagi lagaákvæðisins.“ Í tilkynningu frá Isavia segir að það sé mat félagsins að það sé „finna misvísandi umfjöllun í forsendum úrskurðarins um túlkun á efnislegri heimild til beitingar á því ákvæði loftferðalaga sem heimilar stöðvun flugvélar.“Verulegir hagsmunir undir Umrædd umfjöllun samræmist þannig ekki túlkun ákvæðisins að mati Isavia, ekki frekar en eldri dómaframkvæmd og dómafordæmum erlendis í samskonar málum, þar með talið í Bretlandi og Kanada. „Fjölmörg flugfélög sem nýta sér þjónustu Keflavíkurflugvallar eiga og hafa til umráða marga tugi eða hundruði flugvéla. Ef að sú forsenda úrskurðarins stendur, að beiting ákvæðisins eigi eingöngu við um hverja flugvél fyrir sig, mun það í grundvallaratriðum raska þeim forsendum sem gjaldtaka félagsins byggir á þegar kemur að innheimtu notendagjalda. Þessu ákvæði er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir möguleika á misnotkun,“ segir í yfirlýsingu Isavia.Sjá einnig: Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þessÞar er jafnframt haft eftir starfandi forstjóra félagsins, Sveinbirni Indriðasyni, að verulegir hagsmunir séu tengdir núverandi framkvæmd loftferðalaga. „Hún auðveldar flugfélögum að taka ákvörðun um að hefja flug til landsins. Ef breyting verður á þessu gæti okkur til dæmis verið nauðugur sá kostur að óska eftir tryggingu frá þeim flugfélögum sem hyggjast hefja flug til Íslands,“ segir Sveinbjörn. „Það yrði íþyngjandi fyrir flugfélög og gæti haft neikvæð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Isavia hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til æðra dóms með það að markmiði að fá forsendum hans breytt.“ Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Isavia hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í mál félagsins gegn Air Lease Corporation (ALC) til Landsréttar.Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Isavia hafi verið heimilt að hamla för flugvélarinnar TF-GPA frá Keflavíkurflugvelli á meðan gjöld tengd þeirri flugvél eru ógreidd, en ekki vegna ógreiddra annarra gjalda WOW air við Isavia vegna flugvéla í eigu þriðja aðila. Umrædd gjöld vélarinnar sem deilan snýst um nema 87 milljónum krónum.Sjá einnig: Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarðaALC hefur boðist til að greiða gjöldin gegn því að fá vélina afhenta, en ekki þá tvo milljarða sem er heildarskuld WOW air við Isavia. Það getur Isavia hins vegar ekki fallist á því félagið telur að það samræmist ekki „fyrri framkvæmd og skýru orðalagi lagaákvæðisins.“ Í tilkynningu frá Isavia segir að það sé mat félagsins að það sé „finna misvísandi umfjöllun í forsendum úrskurðarins um túlkun á efnislegri heimild til beitingar á því ákvæði loftferðalaga sem heimilar stöðvun flugvélar.“Verulegir hagsmunir undir Umrædd umfjöllun samræmist þannig ekki túlkun ákvæðisins að mati Isavia, ekki frekar en eldri dómaframkvæmd og dómafordæmum erlendis í samskonar málum, þar með talið í Bretlandi og Kanada. „Fjölmörg flugfélög sem nýta sér þjónustu Keflavíkurflugvallar eiga og hafa til umráða marga tugi eða hundruði flugvéla. Ef að sú forsenda úrskurðarins stendur, að beiting ákvæðisins eigi eingöngu við um hverja flugvél fyrir sig, mun það í grundvallaratriðum raska þeim forsendum sem gjaldtaka félagsins byggir á þegar kemur að innheimtu notendagjalda. Þessu ákvæði er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir möguleika á misnotkun,“ segir í yfirlýsingu Isavia.Sjá einnig: Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þessÞar er jafnframt haft eftir starfandi forstjóra félagsins, Sveinbirni Indriðasyni, að verulegir hagsmunir séu tengdir núverandi framkvæmd loftferðalaga. „Hún auðveldar flugfélögum að taka ákvörðun um að hefja flug til landsins. Ef breyting verður á þessu gæti okkur til dæmis verið nauðugur sá kostur að óska eftir tryggingu frá þeim flugfélögum sem hyggjast hefja flug til Íslands,“ segir Sveinbjörn. „Það yrði íþyngjandi fyrir flugfélög og gæti haft neikvæð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Isavia hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til æðra dóms með það að markmiði að fá forsendum hans breytt.“
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03 Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en ekki krefjast tveggja milljarða Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að Isavia hafði lagaheimild í loftferðarlögum til þess að kyrrsetja Airbus vél Air Lease Corporation (ALC) við gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins við Isavia. 2. maí 2019 16:03
Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 2. maí 2019 18:57