Tvær ólíkar skýrslur um tilnefningar Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. maí 2019 08:00 Tilnefningarnefndir eru nú ríkjandi fyrirkomulag í stjórnarkjöri á íslenskum hlutabréfamarkaði eftir hraða útbreiðslu. Nefndirnar eru sagðar formfesta góða stjórnarhætti en einnig hefur borið á efasemdum um að þær séu til þess fallnar að ná þeim markmiðum. Hvað sem því líður er ljóst að framkvæmdin skiptir máli. Þó að tilnefningarnefnd hafi einungis ráðgefandi hlutverk má ætla að val hennar hafi veruleg áhrif á val lífeyrissjóða í stjórnarkjöri. Völd nefndarinnar má því ekki vanmeta. Með það í huga er athyglisvert að bera saman tvær skýrslur um tilnefningar. Annars vegar þá sem útbúin var fyrir aðalfund Haga og hins vegar þá sem var útbúin fyrir hluthafafund Skeljungs. Tilnefningarnefnd Skeljungs, undir formennsku Sigurðar Kára Árnasonar, hefur augljóslega vandað til verka. Nefndin fjallar um hæfi einstakra frambjóðenda á ýmsum sviðum og rökstyður val sitt vel, allavega í samanburði við flestar aðrar tilnefningarnefndir. Sem dæmi gerir nefndin grein fyrir því hvers vegna lögfræðiþekking eins frambjóðanda getur nýst félaginu betur en lögfræðiþekking annars. Fleira áhugavert er í skýrslunni. Nefndin tekur undir það sem hefur komið fram á fundum hennar með hluthöfum um að það sé góður kostur fyrir Skeljung að minnst einn stjórnarmaður eigi sjálfur, eða gegnum tengda aðila, hlut í félaginu til að tryggja virkt eignarhald. Svo er ekki í núverandi stjórn. Það er ánægjulegt að sjá nefndina líta til þeirra gömlu sanninda að menn huga betur að eignum sínum en aðrir. Eftir lesturinn hafa hluthafar Skeljungs ágætishugmynd um hvað liggur að baki vali nefndarinnar. Þannig hafa þeir forsendur til að vera sammála eða ósammála valinu. Það sama gildir ekki skýrslu tilnefningarnefndar Haga. Þar er engan rökstuðning að finna þrátt fyrir að níu manns séu að berjast um fimm stjórnarsæti. Það eina sem hluthafar Haga geta lesið úr skýrslunni er upptalning á viðmiðunum sem voru lögð valinu til grundvallar og stuttar ferilskrár frambjóðenda. Þá var ekki að sjá að eignarhlutur í félaginu væri talinn frambjóðendum til tekna. Tilnefningarnefndir eru nýlegt fyrirkomulag í flestum félögum og viðbúið var að það tæki tíma að finna taktinn. Til að stuðla að faglegri framkvæmd þessa nýja fyrirkomulags þurfa hluthafar að gera kröfu um rökstuðning svo að þeir hafi forsendur til að meta niðurstöðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Tilnefningarnefndir eru nú ríkjandi fyrirkomulag í stjórnarkjöri á íslenskum hlutabréfamarkaði eftir hraða útbreiðslu. Nefndirnar eru sagðar formfesta góða stjórnarhætti en einnig hefur borið á efasemdum um að þær séu til þess fallnar að ná þeim markmiðum. Hvað sem því líður er ljóst að framkvæmdin skiptir máli. Þó að tilnefningarnefnd hafi einungis ráðgefandi hlutverk má ætla að val hennar hafi veruleg áhrif á val lífeyrissjóða í stjórnarkjöri. Völd nefndarinnar má því ekki vanmeta. Með það í huga er athyglisvert að bera saman tvær skýrslur um tilnefningar. Annars vegar þá sem útbúin var fyrir aðalfund Haga og hins vegar þá sem var útbúin fyrir hluthafafund Skeljungs. Tilnefningarnefnd Skeljungs, undir formennsku Sigurðar Kára Árnasonar, hefur augljóslega vandað til verka. Nefndin fjallar um hæfi einstakra frambjóðenda á ýmsum sviðum og rökstyður val sitt vel, allavega í samanburði við flestar aðrar tilnefningarnefndir. Sem dæmi gerir nefndin grein fyrir því hvers vegna lögfræðiþekking eins frambjóðanda getur nýst félaginu betur en lögfræðiþekking annars. Fleira áhugavert er í skýrslunni. Nefndin tekur undir það sem hefur komið fram á fundum hennar með hluthöfum um að það sé góður kostur fyrir Skeljung að minnst einn stjórnarmaður eigi sjálfur, eða gegnum tengda aðila, hlut í félaginu til að tryggja virkt eignarhald. Svo er ekki í núverandi stjórn. Það er ánægjulegt að sjá nefndina líta til þeirra gömlu sanninda að menn huga betur að eignum sínum en aðrir. Eftir lesturinn hafa hluthafar Skeljungs ágætishugmynd um hvað liggur að baki vali nefndarinnar. Þannig hafa þeir forsendur til að vera sammála eða ósammála valinu. Það sama gildir ekki skýrslu tilnefningarnefndar Haga. Þar er engan rökstuðning að finna þrátt fyrir að níu manns séu að berjast um fimm stjórnarsæti. Það eina sem hluthafar Haga geta lesið úr skýrslunni er upptalning á viðmiðunum sem voru lögð valinu til grundvallar og stuttar ferilskrár frambjóðenda. Þá var ekki að sjá að eignarhlutur í félaginu væri talinn frambjóðendum til tekna. Tilnefningarnefndir eru nýlegt fyrirkomulag í flestum félögum og viðbúið var að það tæki tíma að finna taktinn. Til að stuðla að faglegri framkvæmd þessa nýja fyrirkomulags þurfa hluthafar að gera kröfu um rökstuðning svo að þeir hafi forsendur til að meta niðurstöðuna.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun