Fortíðarþrá Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. maí 2019 07:00 „Ekki spila með framtíðina okkar,“ eru skilaboð 272 ungmenna sem keyptu auglýsingu í vikunni til stuðnings áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum sem af óskiljanlegum ástæðum er víða talaður niður um þessar mundir. Svo mjög, að þessum hópi ungs fólks blöskrar. Hópurinn segir umræðu um EES-samninginn undanfarið hafa verið knúna áfram af ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann. Þau segjast draga lærdóm af aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn Breta úr ESB og forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, að ungt fólk hafi sofið á verðinum. Afleiðingarnar blasi við: Brexit og Trump. Þess vegna láti þau í sér heyra nú. Áhugaverða dæmisögu í þessu samhengi ritaði Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fyrir stuttu. Umfjöllunarefnið var hvernig EES-samningurinn breytti starfsumhverfi arkitekta. Þar segir Hilmar frá þeim veruleika sem blasti við þegar hann kom heim úr námi, ungur að árum. Á níunda áratugnum hafi verið hér starfandi örfáar sjálfstæðar arkitektastofur, við hlið ríkisteiknistofanna þriggja; teiknistofu Húsnæðismálastofnunar, Teiknistofu landbúnaðarins og teiknistofu Húsameistara ríkisins. Þessar teiknistofur hins opinbera niðurgreiddu arkitektateikningar og skekktu samkeppni, svo ungir arkitektar sem vildu hasla sér völl um 1980 áttu erfitt uppdráttar. Arkitekt sem ekki laut höfði fyrir húsameistara ríkisins átti í grunninn enga möguleika. Þær örfáu teiknistofur sem þó voru sjálfstæðar tengdust flestar, ef ekk i allar, valdablokkum; flestar Framsókn og Sjálfstæðisflokki, embættis- og stjórnmálamönnum. Tengsl og klíka voru forsenda þess að reka teiknistofu. Valdamenn og fylgitungl þjöppuðu sér saman og létu aðrar klíkur að mestu í friði með sitt. Svokölluð helmingaskipti. Eftir að EES-samningurinn tók gildi 1994 breyttist allt, að sögn Hilmars. Skylda var að bjóða út verk á vegum hins opinbera. Klíkurnar misstu smám saman tökin á opinberum verkum. Nokkrum árum eftir gildistöku samningsins voru ríkisteiknistofurnar lagðar niður. Byggingarlistin varð betri – markaðurinn sanngjarnari. Þessi dæmisaga sýnir svart á hvítu ástæðu þess að afturhaldsöflin sakna gamla tímans. Þegar þau deildu og drottnuðu og réðu öllu um það hverjir fengu stóru dílana, hvort sem um var að ræða vöru eða þjónustu. Framtak hópsins sem fylkti sér á opnu Fréttablaðsins er mikilvægt. Stærstur hluti lífsgæða sem við teljum sjálfsögð er tilkominn vegna samskipta við umheiminn. Fátt hefur skipt meira máli í því en EES. Ekki þarf annað en að líta í kringum sig til að sjá það, hvort sem um ræðir úrval í matvöruverslunum eða snjallsímann í lófanum. Eitt er ljóst. Fortíðarþrá afturhaldsaflanna snýst um eitthvað allt annað en hagsmuni heildarinnar. Það má hins vegar ekki gleyma því að ungur arkitekt í sömu sporum í dag myndi einfaldlega kjósa með fótunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
„Ekki spila með framtíðina okkar,“ eru skilaboð 272 ungmenna sem keyptu auglýsingu í vikunni til stuðnings áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum sem af óskiljanlegum ástæðum er víða talaður niður um þessar mundir. Svo mjög, að þessum hópi ungs fólks blöskrar. Hópurinn segir umræðu um EES-samninginn undanfarið hafa verið knúna áfram af ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann. Þau segjast draga lærdóm af aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn Breta úr ESB og forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, að ungt fólk hafi sofið á verðinum. Afleiðingarnar blasi við: Brexit og Trump. Þess vegna láti þau í sér heyra nú. Áhugaverða dæmisögu í þessu samhengi ritaði Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fyrir stuttu. Umfjöllunarefnið var hvernig EES-samningurinn breytti starfsumhverfi arkitekta. Þar segir Hilmar frá þeim veruleika sem blasti við þegar hann kom heim úr námi, ungur að árum. Á níunda áratugnum hafi verið hér starfandi örfáar sjálfstæðar arkitektastofur, við hlið ríkisteiknistofanna þriggja; teiknistofu Húsnæðismálastofnunar, Teiknistofu landbúnaðarins og teiknistofu Húsameistara ríkisins. Þessar teiknistofur hins opinbera niðurgreiddu arkitektateikningar og skekktu samkeppni, svo ungir arkitektar sem vildu hasla sér völl um 1980 áttu erfitt uppdráttar. Arkitekt sem ekki laut höfði fyrir húsameistara ríkisins átti í grunninn enga möguleika. Þær örfáu teiknistofur sem þó voru sjálfstæðar tengdust flestar, ef ekk i allar, valdablokkum; flestar Framsókn og Sjálfstæðisflokki, embættis- og stjórnmálamönnum. Tengsl og klíka voru forsenda þess að reka teiknistofu. Valdamenn og fylgitungl þjöppuðu sér saman og létu aðrar klíkur að mestu í friði með sitt. Svokölluð helmingaskipti. Eftir að EES-samningurinn tók gildi 1994 breyttist allt, að sögn Hilmars. Skylda var að bjóða út verk á vegum hins opinbera. Klíkurnar misstu smám saman tökin á opinberum verkum. Nokkrum árum eftir gildistöku samningsins voru ríkisteiknistofurnar lagðar niður. Byggingarlistin varð betri – markaðurinn sanngjarnari. Þessi dæmisaga sýnir svart á hvítu ástæðu þess að afturhaldsöflin sakna gamla tímans. Þegar þau deildu og drottnuðu og réðu öllu um það hverjir fengu stóru dílana, hvort sem um var að ræða vöru eða þjónustu. Framtak hópsins sem fylkti sér á opnu Fréttablaðsins er mikilvægt. Stærstur hluti lífsgæða sem við teljum sjálfsögð er tilkominn vegna samskipta við umheiminn. Fátt hefur skipt meira máli í því en EES. Ekki þarf annað en að líta í kringum sig til að sjá það, hvort sem um ræðir úrval í matvöruverslunum eða snjallsímann í lófanum. Eitt er ljóst. Fortíðarþrá afturhaldsaflanna snýst um eitthvað allt annað en hagsmuni heildarinnar. Það má hins vegar ekki gleyma því að ungur arkitekt í sömu sporum í dag myndi einfaldlega kjósa með fótunum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun