Fortíðarþrá Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. maí 2019 07:00 „Ekki spila með framtíðina okkar,“ eru skilaboð 272 ungmenna sem keyptu auglýsingu í vikunni til stuðnings áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum sem af óskiljanlegum ástæðum er víða talaður niður um þessar mundir. Svo mjög, að þessum hópi ungs fólks blöskrar. Hópurinn segir umræðu um EES-samninginn undanfarið hafa verið knúna áfram af ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann. Þau segjast draga lærdóm af aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn Breta úr ESB og forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, að ungt fólk hafi sofið á verðinum. Afleiðingarnar blasi við: Brexit og Trump. Þess vegna láti þau í sér heyra nú. Áhugaverða dæmisögu í þessu samhengi ritaði Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fyrir stuttu. Umfjöllunarefnið var hvernig EES-samningurinn breytti starfsumhverfi arkitekta. Þar segir Hilmar frá þeim veruleika sem blasti við þegar hann kom heim úr námi, ungur að árum. Á níunda áratugnum hafi verið hér starfandi örfáar sjálfstæðar arkitektastofur, við hlið ríkisteiknistofanna þriggja; teiknistofu Húsnæðismálastofnunar, Teiknistofu landbúnaðarins og teiknistofu Húsameistara ríkisins. Þessar teiknistofur hins opinbera niðurgreiddu arkitektateikningar og skekktu samkeppni, svo ungir arkitektar sem vildu hasla sér völl um 1980 áttu erfitt uppdráttar. Arkitekt sem ekki laut höfði fyrir húsameistara ríkisins átti í grunninn enga möguleika. Þær örfáu teiknistofur sem þó voru sjálfstæðar tengdust flestar, ef ekk i allar, valdablokkum; flestar Framsókn og Sjálfstæðisflokki, embættis- og stjórnmálamönnum. Tengsl og klíka voru forsenda þess að reka teiknistofu. Valdamenn og fylgitungl þjöppuðu sér saman og létu aðrar klíkur að mestu í friði með sitt. Svokölluð helmingaskipti. Eftir að EES-samningurinn tók gildi 1994 breyttist allt, að sögn Hilmars. Skylda var að bjóða út verk á vegum hins opinbera. Klíkurnar misstu smám saman tökin á opinberum verkum. Nokkrum árum eftir gildistöku samningsins voru ríkisteiknistofurnar lagðar niður. Byggingarlistin varð betri – markaðurinn sanngjarnari. Þessi dæmisaga sýnir svart á hvítu ástæðu þess að afturhaldsöflin sakna gamla tímans. Þegar þau deildu og drottnuðu og réðu öllu um það hverjir fengu stóru dílana, hvort sem um var að ræða vöru eða þjónustu. Framtak hópsins sem fylkti sér á opnu Fréttablaðsins er mikilvægt. Stærstur hluti lífsgæða sem við teljum sjálfsögð er tilkominn vegna samskipta við umheiminn. Fátt hefur skipt meira máli í því en EES. Ekki þarf annað en að líta í kringum sig til að sjá það, hvort sem um ræðir úrval í matvöruverslunum eða snjallsímann í lófanum. Eitt er ljóst. Fortíðarþrá afturhaldsaflanna snýst um eitthvað allt annað en hagsmuni heildarinnar. Það má hins vegar ekki gleyma því að ungur arkitekt í sömu sporum í dag myndi einfaldlega kjósa með fótunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Þriðji orkupakkinn Mest lesið Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
„Ekki spila með framtíðina okkar,“ eru skilaboð 272 ungmenna sem keyptu auglýsingu í vikunni til stuðnings áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum sem af óskiljanlegum ástæðum er víða talaður niður um þessar mundir. Svo mjög, að þessum hópi ungs fólks blöskrar. Hópurinn segir umræðu um EES-samninginn undanfarið hafa verið knúna áfram af ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann. Þau segjast draga lærdóm af aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn Breta úr ESB og forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, að ungt fólk hafi sofið á verðinum. Afleiðingarnar blasi við: Brexit og Trump. Þess vegna láti þau í sér heyra nú. Áhugaverða dæmisögu í þessu samhengi ritaði Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fyrir stuttu. Umfjöllunarefnið var hvernig EES-samningurinn breytti starfsumhverfi arkitekta. Þar segir Hilmar frá þeim veruleika sem blasti við þegar hann kom heim úr námi, ungur að árum. Á níunda áratugnum hafi verið hér starfandi örfáar sjálfstæðar arkitektastofur, við hlið ríkisteiknistofanna þriggja; teiknistofu Húsnæðismálastofnunar, Teiknistofu landbúnaðarins og teiknistofu Húsameistara ríkisins. Þessar teiknistofur hins opinbera niðurgreiddu arkitektateikningar og skekktu samkeppni, svo ungir arkitektar sem vildu hasla sér völl um 1980 áttu erfitt uppdráttar. Arkitekt sem ekki laut höfði fyrir húsameistara ríkisins átti í grunninn enga möguleika. Þær örfáu teiknistofur sem þó voru sjálfstæðar tengdust flestar, ef ekk i allar, valdablokkum; flestar Framsókn og Sjálfstæðisflokki, embættis- og stjórnmálamönnum. Tengsl og klíka voru forsenda þess að reka teiknistofu. Valdamenn og fylgitungl þjöppuðu sér saman og létu aðrar klíkur að mestu í friði með sitt. Svokölluð helmingaskipti. Eftir að EES-samningurinn tók gildi 1994 breyttist allt, að sögn Hilmars. Skylda var að bjóða út verk á vegum hins opinbera. Klíkurnar misstu smám saman tökin á opinberum verkum. Nokkrum árum eftir gildistöku samningsins voru ríkisteiknistofurnar lagðar niður. Byggingarlistin varð betri – markaðurinn sanngjarnari. Þessi dæmisaga sýnir svart á hvítu ástæðu þess að afturhaldsöflin sakna gamla tímans. Þegar þau deildu og drottnuðu og réðu öllu um það hverjir fengu stóru dílana, hvort sem um var að ræða vöru eða þjónustu. Framtak hópsins sem fylkti sér á opnu Fréttablaðsins er mikilvægt. Stærstur hluti lífsgæða sem við teljum sjálfsögð er tilkominn vegna samskipta við umheiminn. Fátt hefur skipt meira máli í því en EES. Ekki þarf annað en að líta í kringum sig til að sjá það, hvort sem um ræðir úrval í matvöruverslunum eða snjallsímann í lófanum. Eitt er ljóst. Fortíðarþrá afturhaldsaflanna snýst um eitthvað allt annað en hagsmuni heildarinnar. Það má hins vegar ekki gleyma því að ungur arkitekt í sömu sporum í dag myndi einfaldlega kjósa með fótunum.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun