Ráðfærði sig ekki áður við formanninn Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, ráðfærði sig ekki við formann bankaráðs áður en hún samþykkti að taka við formennsku í hæfisnefnd, sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embætti seðlabankastjóra. Þetta staðfesti hún í samtali við Markaðinn í gær. Markaðurinn greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum gætti óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hefði samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs. Sigríður segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi tilkynnt Helgu Eiríksdóttur, formanni bankaráðs, um skipunina um 2-3 tímum áður en hún var gerð opinber. „Þar af leiðandi hafði hún meira en nægan tíma til að láta mig vita ef henni þætti þetta vera í andstöðu við hlutverk mitt í bankaráði. Það er regluvörður sem á í raun að samþykkja þetta en á hinn bóginn, þar sem hún er formaður, þá tel ég eðlilegt að hún hefði mátt koma með sín sjónarmið ef einhver voru og þau voru engin á þeim tímapunkti,“ segir Sigríður. „Mér þótti mjög, mjög mikilvægt að tilkynna Helgu áður en þetta yrði gert opinbert til þess að gefa henni færi á að koma fram með sín sjónarmið. Ég tel að ég hefði getað breytt um stefnu áður en þetta var gert opinbert. Ef hún hefði sett sig á móti þessu á einhvern hátt þá hefði ég tekið þau sjónarmið mjög gild.“ Spurð hvort venjan sé að upplýsa formann bankaráðs um mál af þessu tagi áður en ákvarðanir eru teknar segist Sigríður ekki vita til þess að reglur kveði á um það. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að venjan sé sú að slíkt sé ávallt gert. Þá segir Sigríður að enginn bankaráðsfundur hafi átt sér stað eftir skipunina. Bankaráð eigi í tölvupóstsamskiptum á milli funda en engar athugasemdir vegna málsins hafi borist henni í þeim samskiptum. Í frétt Markaðarins kom einnig fram að tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hefðu skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar. Umsækjendurnir gagnrýna að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans.Hvernig bregstu við þessari gagnrýni? „Ég vil taka fram að þetta er hæfisnefnd þar sem ég met hæfi umsækjenda með tveimur öðrum nefndarmönnum. Hæfismatið er leiðbeinandi en ekki ráðgefandi. Ráðherra er sá sem á endanum velur seðlabankastjóra. Að sjálfsögðu sé ég vankanta á þessu en ég sit í bankaráði fyrir hönd ríkisins og þetta var vitað. Þetta kom ekki ljós eftir að ákvörðunin var tekin,“ segir Sigríður. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, ráðfærði sig ekki við formann bankaráðs áður en hún samþykkti að taka við formennsku í hæfisnefnd, sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embætti seðlabankastjóra. Þetta staðfesti hún í samtali við Markaðinn í gær. Markaðurinn greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum gætti óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hefði samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs. Sigríður segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi tilkynnt Helgu Eiríksdóttur, formanni bankaráðs, um skipunina um 2-3 tímum áður en hún var gerð opinber. „Þar af leiðandi hafði hún meira en nægan tíma til að láta mig vita ef henni þætti þetta vera í andstöðu við hlutverk mitt í bankaráði. Það er regluvörður sem á í raun að samþykkja þetta en á hinn bóginn, þar sem hún er formaður, þá tel ég eðlilegt að hún hefði mátt koma með sín sjónarmið ef einhver voru og þau voru engin á þeim tímapunkti,“ segir Sigríður. „Mér þótti mjög, mjög mikilvægt að tilkynna Helgu áður en þetta yrði gert opinbert til þess að gefa henni færi á að koma fram með sín sjónarmið. Ég tel að ég hefði getað breytt um stefnu áður en þetta var gert opinbert. Ef hún hefði sett sig á móti þessu á einhvern hátt þá hefði ég tekið þau sjónarmið mjög gild.“ Spurð hvort venjan sé að upplýsa formann bankaráðs um mál af þessu tagi áður en ákvarðanir eru teknar segist Sigríður ekki vita til þess að reglur kveði á um það. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að venjan sé sú að slíkt sé ávallt gert. Þá segir Sigríður að enginn bankaráðsfundur hafi átt sér stað eftir skipunina. Bankaráð eigi í tölvupóstsamskiptum á milli funda en engar athugasemdir vegna málsins hafi borist henni í þeim samskiptum. Í frétt Markaðarins kom einnig fram að tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hefðu skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar. Umsækjendurnir gagnrýna að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans.Hvernig bregstu við þessari gagnrýni? „Ég vil taka fram að þetta er hæfisnefnd þar sem ég met hæfi umsækjenda með tveimur öðrum nefndarmönnum. Hæfismatið er leiðbeinandi en ekki ráðgefandi. Ráðherra er sá sem á endanum velur seðlabankastjóra. Að sjálfsögðu sé ég vankanta á þessu en ég sit í bankaráði fyrir hönd ríkisins og þetta var vitað. Þetta kom ekki ljós eftir að ákvörðunin var tekin,“ segir Sigríður.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00