Ráðfærði sig ekki áður við formanninn Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, ráðfærði sig ekki við formann bankaráðs áður en hún samþykkti að taka við formennsku í hæfisnefnd, sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embætti seðlabankastjóra. Þetta staðfesti hún í samtali við Markaðinn í gær. Markaðurinn greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum gætti óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hefði samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs. Sigríður segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi tilkynnt Helgu Eiríksdóttur, formanni bankaráðs, um skipunina um 2-3 tímum áður en hún var gerð opinber. „Þar af leiðandi hafði hún meira en nægan tíma til að láta mig vita ef henni þætti þetta vera í andstöðu við hlutverk mitt í bankaráði. Það er regluvörður sem á í raun að samþykkja þetta en á hinn bóginn, þar sem hún er formaður, þá tel ég eðlilegt að hún hefði mátt koma með sín sjónarmið ef einhver voru og þau voru engin á þeim tímapunkti,“ segir Sigríður. „Mér þótti mjög, mjög mikilvægt að tilkynna Helgu áður en þetta yrði gert opinbert til þess að gefa henni færi á að koma fram með sín sjónarmið. Ég tel að ég hefði getað breytt um stefnu áður en þetta var gert opinbert. Ef hún hefði sett sig á móti þessu á einhvern hátt þá hefði ég tekið þau sjónarmið mjög gild.“ Spurð hvort venjan sé að upplýsa formann bankaráðs um mál af þessu tagi áður en ákvarðanir eru teknar segist Sigríður ekki vita til þess að reglur kveði á um það. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að venjan sé sú að slíkt sé ávallt gert. Þá segir Sigríður að enginn bankaráðsfundur hafi átt sér stað eftir skipunina. Bankaráð eigi í tölvupóstsamskiptum á milli funda en engar athugasemdir vegna málsins hafi borist henni í þeim samskiptum. Í frétt Markaðarins kom einnig fram að tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hefðu skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar. Umsækjendurnir gagnrýna að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans.Hvernig bregstu við þessari gagnrýni? „Ég vil taka fram að þetta er hæfisnefnd þar sem ég met hæfi umsækjenda með tveimur öðrum nefndarmönnum. Hæfismatið er leiðbeinandi en ekki ráðgefandi. Ráðherra er sá sem á endanum velur seðlabankastjóra. Að sjálfsögðu sé ég vankanta á þessu en ég sit í bankaráði fyrir hönd ríkisins og þetta var vitað. Þetta kom ekki ljós eftir að ákvörðunin var tekin,“ segir Sigríður. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, ráðfærði sig ekki við formann bankaráðs áður en hún samþykkti að taka við formennsku í hæfisnefnd, sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embætti seðlabankastjóra. Þetta staðfesti hún í samtali við Markaðinn í gær. Markaðurinn greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum gætti óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hefði samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs. Sigríður segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi tilkynnt Helgu Eiríksdóttur, formanni bankaráðs, um skipunina um 2-3 tímum áður en hún var gerð opinber. „Þar af leiðandi hafði hún meira en nægan tíma til að láta mig vita ef henni þætti þetta vera í andstöðu við hlutverk mitt í bankaráði. Það er regluvörður sem á í raun að samþykkja þetta en á hinn bóginn, þar sem hún er formaður, þá tel ég eðlilegt að hún hefði mátt koma með sín sjónarmið ef einhver voru og þau voru engin á þeim tímapunkti,“ segir Sigríður. „Mér þótti mjög, mjög mikilvægt að tilkynna Helgu áður en þetta yrði gert opinbert til þess að gefa henni færi á að koma fram með sín sjónarmið. Ég tel að ég hefði getað breytt um stefnu áður en þetta var gert opinbert. Ef hún hefði sett sig á móti þessu á einhvern hátt þá hefði ég tekið þau sjónarmið mjög gild.“ Spurð hvort venjan sé að upplýsa formann bankaráðs um mál af þessu tagi áður en ákvarðanir eru teknar segist Sigríður ekki vita til þess að reglur kveði á um það. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að venjan sé sú að slíkt sé ávallt gert. Þá segir Sigríður að enginn bankaráðsfundur hafi átt sér stað eftir skipunina. Bankaráð eigi í tölvupóstsamskiptum á milli funda en engar athugasemdir vegna málsins hafi borist henni í þeim samskiptum. Í frétt Markaðarins kom einnig fram að tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hefðu skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar. Umsækjendurnir gagnrýna að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans.Hvernig bregstu við þessari gagnrýni? „Ég vil taka fram að þetta er hæfisnefnd þar sem ég met hæfi umsækjenda með tveimur öðrum nefndarmönnum. Hæfismatið er leiðbeinandi en ekki ráðgefandi. Ráðherra er sá sem á endanum velur seðlabankastjóra. Að sjálfsögðu sé ég vankanta á þessu en ég sit í bankaráði fyrir hönd ríkisins og þetta var vitað. Þetta kom ekki ljós eftir að ákvörðunin var tekin,“ segir Sigríður.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun