Hús íslenskunnar er ónefni íslenskunnar Hallgrímur J. Ámundason skrifar 23. maí 2019 07:00 Verðandi hús á Melunum vestur í bæ sem hýsa á Árnastofnun og íslenskudeild Háskóla Íslands, þar sem handritin skulu geymd í skjóli fyrir flugvélum og skinnblaðamaurum, ásamt ýmsum öðrum heimildum og gagnasöfnum um íslenskt mál og menningu, er í umræðum iðulega kallað Hús íslenskunnar. Byggingu hússins ber sannarlega að fagna enda hafa framkvæmdir dregist úr hömlu. Gapandi grunnurinn hefur hlegið að vinum íslenskrar tungu og menningar allt of lengi. Um nafnið á húsinu hef ég hins vegar nokkrar efasemdir og þykir það raunar ekki sæma starfseminni sem þar á að fara fram og dýrgripunum sem þar verða varðveittir. Um húsanöfn á Íslandi er það að segja að þau hafa löngum bara heitið sömu nöfnum og jarðirnar sem þær stóðu á, hvort sem um er að ræða Böggvisstaði nyrðra eða Seljaland fyrir sunnan. Í þéttbýli Íslands fengu seinna meir mörg hús annars konar nöfn. Oftast voru þau kennd við eigendur sína eða fólkið sem reisti þau. Stundum var það nafn viðkomandi en stundum atvinnugrein. Þannig voru í Reykjavík til hús með nöfnum eins og Eirnýjarbær eða Sívertsenshús og Læknishús og Vaktarabær. Dæmin eru óteljandi. Í einstaka tilfellum reyndu menn að vera formlegir og kölluðu hús sín nöfnum eins og Hús Bernhöfts bakara eða Hús Guðnýjar Möllers en þau urðu aldrei kölluð annað en Bernhöftshús eða Guðnýjar Möllers-hús. Sama með Hús Eimskipafélagsins eða Hús Mjólkurfélags Reykjavíkur. Auðvitað voru þau bara kölluð Eimskipafélagshúsið eða Mjólkurfélagshúsið. Það er nefnilega fullkomlega augljós og eðlileg hefð um það í íslensku máli hvernig samsett orð eru mynduð, hvort sem þau eru samnöfn eða sérnöfn. Þannig er orðið húsbíll myndað úr orðunum hús og bíll. Húsbíll er bíll sem er líka hús. Aftari eða aftasti liður samsetningarinnar segir mest til um hvernig fyrirbæri er um að ræða. Þarna er um bíl að ræða en ekki bara hvernig bíl sem er heldur sérstakan bíl sem er næstum því eins og hús. Húsbíll. Ekki hvarflar að nokkrum manni með sæmilega máltilfinningu að kalla þetta fyrirbæri bíl hússins eða hús bílsins. Það er spurning hvort það mundi yfirleitt skiljast. Óþarfi er það að minnsta kosti enda höfum við tiltæka miklu eðlilegri og nærtækari aðferð. Húsbíll. Á Háskólasvæðinu hefur lengi verið til siðs að nefna hús eftir lærdómssetrum víða um land eða öðrum örnefnum sem tengjast starfseminni. Dæmi um þetta eru Lögberg, Oddi og Askja. Gamli- og Nýi-Garður eru kenndir við samskonar hús í Kaupmannahöfn, Árnagarður við Árna Magnússon, Íþróttahúsið við íþróttir. Aðalbygging Háskóla Íslands heitir svo, ja hvað heitir hún eiginlega? Hún er að minnsta kosti ávallt kölluð bara Aðalbyggingin. Nýrri nöfn á svæðinu eru Gimli og Háskólatorg. Takið eftir að það síðarnefnda heitir Háskólatorg en ekki Torg háskólans. Hlaða bókarinnar er svo á næsta leiti, nei djók. Bókhlaðan. Nema hvað! Í íslenskum samsetningum er það síðasti liðurinn sem segir um hvers konar fyrirbæri er að ræða. Í nafninu Austurbær er um bæ að ræða, í Austurkot er átt við kot, í Barónsfjósi fjós, í Hólavallaskóla skóla, í Íslandsbanka banka, í Landakotskirkju kirkju, í Ráðherrabústaðnum bústað og svo mætti lengi telja. Kot austursins eða Banki Íslands eða Bústaður ráðherrans hljómar ekki rétt, ekki er alveg laust við að nokkurrar tilgerðar og upphafningar gæti í slíkum samsetningum, enda hafa þær lítt verið brúkaðar í íslensku. Skemmst er að minnast Húss verslunarinnar. Nafnið virðist sett saman að erlendri fyrirmynd: House of Commerce, House of Fraser, House of the Rising Sun. Í Húsi verslunarinnar er þó afar lítið um verslanir. Það er óskandi að það verði ekki að áhrínisorðum fyrir Hús íslenskunnar, að þar verði hlutur tungu og menningar fyrir borð borinn! Nei, hér þarf sannarlega að gera betur og vanda sig meira áður en skringilyrði festist á húsinu. Ef til vill er ástæða til að efna til nafnasamkeppni, kannski skipa nefnd. Að minnsta kosti verður að gera betur hér, heiður Árnastofnunar og íslenskudeildar er í húfi. Sá siður á háskólasvæðinu og raunar miklu víðar, að leita fanga í íslenskum örnefnum, er gæðasiður. Heitin á Odda, Öskju og Lögbergi eru framúrskarandi. Þau vísa til Odda á Rangárvöllum þar sem Sæmundur fróði bjó í fyrndinni og Snorri Sturluson litlu síðar, Öskju sem hýsir jarðvísindi og náttúrufræði – nafnið er í senn örnefni og heiti á sérstöku fyrirbæri í jarðmyndunum – og Lögbergs sem er sögufrægur staður á Þingvöllum og vísar með beinum hætti til fræðanna sem þar eru stunduð. Nú vill svo til að á sama stað og reisa skal hús utan um og yfir íslensk fræði, á Skildinganesmelunum fornu, sjálfum Melunum, þar sem Melavöllurinn stóð forðum daga og Bókhlaðan rís eins og virki upp úr síkinu – þar er þegar til staðar örnefni sem á heimtingu á að vera haldið meir á loft. Því hvað er íslenskara en melurinn? Grýttur jarðvegur með stakri lágplöntu sem ýkir mikilvægi sitt á berangrinum. Þannig er líka íslensk tunga á alheimsmelnum, smátunga fámennrar þjóðar en með víða skírskotun í bókmenntum, sögu og máli. Melarnir eru fornt heiti á svæðinu sem lýsir því hvernig það leit út lengst af. Nú er að vísu búið að græða það upp að mestu. Heitið hefur líka víðari skírskotun því vítt og breitt um landið hafa staðið bæir með þessu nafni, Melur eða Melar. Melar í Melasveit heitir gamalt höfuðból í Borgarfirði sem hefur ýmsar tengingar við íslensk fræði. Til dæmis er Melabók Landnámu kennd við staðinn. Melur í Miðfirði, sem seinna var farið að kalla Melstað, er ekki síður tengdur lærdómi. Þar sat Arngrímur lærði á síðari hluta 16. aldar og fyrri hluta þeirrar 17. Viðurnefni sitt hlaut Arngrímur ekki út í bláinn, hann var einn lærðasti maður síns tíma, koma að söfnun handrita, rétt eins og Árni Magnússon, og skrifaður fyrstur manna samfellda sögu Íslands (Crymogæa), var rektor í Hólaskóla, þýðandi, kennari og skáld. Svo skemmtilega vill til að húsið sem reisa á yfir íslensk fræði stendur við götu sem kenna á við þennan mann. Þessi heita lumma selur sig því alveg sjálf. Hús íslenskra fræða stendur við Arngrímsgötu og skal heita Melur. Auk þess legg ég til að kaffistofa hússins verði nefnd Meldögg.Höfundur er íslenskufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Skipulag Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Verðandi hús á Melunum vestur í bæ sem hýsa á Árnastofnun og íslenskudeild Háskóla Íslands, þar sem handritin skulu geymd í skjóli fyrir flugvélum og skinnblaðamaurum, ásamt ýmsum öðrum heimildum og gagnasöfnum um íslenskt mál og menningu, er í umræðum iðulega kallað Hús íslenskunnar. Byggingu hússins ber sannarlega að fagna enda hafa framkvæmdir dregist úr hömlu. Gapandi grunnurinn hefur hlegið að vinum íslenskrar tungu og menningar allt of lengi. Um nafnið á húsinu hef ég hins vegar nokkrar efasemdir og þykir það raunar ekki sæma starfseminni sem þar á að fara fram og dýrgripunum sem þar verða varðveittir. Um húsanöfn á Íslandi er það að segja að þau hafa löngum bara heitið sömu nöfnum og jarðirnar sem þær stóðu á, hvort sem um er að ræða Böggvisstaði nyrðra eða Seljaland fyrir sunnan. Í þéttbýli Íslands fengu seinna meir mörg hús annars konar nöfn. Oftast voru þau kennd við eigendur sína eða fólkið sem reisti þau. Stundum var það nafn viðkomandi en stundum atvinnugrein. Þannig voru í Reykjavík til hús með nöfnum eins og Eirnýjarbær eða Sívertsenshús og Læknishús og Vaktarabær. Dæmin eru óteljandi. Í einstaka tilfellum reyndu menn að vera formlegir og kölluðu hús sín nöfnum eins og Hús Bernhöfts bakara eða Hús Guðnýjar Möllers en þau urðu aldrei kölluð annað en Bernhöftshús eða Guðnýjar Möllers-hús. Sama með Hús Eimskipafélagsins eða Hús Mjólkurfélags Reykjavíkur. Auðvitað voru þau bara kölluð Eimskipafélagshúsið eða Mjólkurfélagshúsið. Það er nefnilega fullkomlega augljós og eðlileg hefð um það í íslensku máli hvernig samsett orð eru mynduð, hvort sem þau eru samnöfn eða sérnöfn. Þannig er orðið húsbíll myndað úr orðunum hús og bíll. Húsbíll er bíll sem er líka hús. Aftari eða aftasti liður samsetningarinnar segir mest til um hvernig fyrirbæri er um að ræða. Þarna er um bíl að ræða en ekki bara hvernig bíl sem er heldur sérstakan bíl sem er næstum því eins og hús. Húsbíll. Ekki hvarflar að nokkrum manni með sæmilega máltilfinningu að kalla þetta fyrirbæri bíl hússins eða hús bílsins. Það er spurning hvort það mundi yfirleitt skiljast. Óþarfi er það að minnsta kosti enda höfum við tiltæka miklu eðlilegri og nærtækari aðferð. Húsbíll. Á Háskólasvæðinu hefur lengi verið til siðs að nefna hús eftir lærdómssetrum víða um land eða öðrum örnefnum sem tengjast starfseminni. Dæmi um þetta eru Lögberg, Oddi og Askja. Gamli- og Nýi-Garður eru kenndir við samskonar hús í Kaupmannahöfn, Árnagarður við Árna Magnússon, Íþróttahúsið við íþróttir. Aðalbygging Háskóla Íslands heitir svo, ja hvað heitir hún eiginlega? Hún er að minnsta kosti ávallt kölluð bara Aðalbyggingin. Nýrri nöfn á svæðinu eru Gimli og Háskólatorg. Takið eftir að það síðarnefnda heitir Háskólatorg en ekki Torg háskólans. Hlaða bókarinnar er svo á næsta leiti, nei djók. Bókhlaðan. Nema hvað! Í íslenskum samsetningum er það síðasti liðurinn sem segir um hvers konar fyrirbæri er að ræða. Í nafninu Austurbær er um bæ að ræða, í Austurkot er átt við kot, í Barónsfjósi fjós, í Hólavallaskóla skóla, í Íslandsbanka banka, í Landakotskirkju kirkju, í Ráðherrabústaðnum bústað og svo mætti lengi telja. Kot austursins eða Banki Íslands eða Bústaður ráðherrans hljómar ekki rétt, ekki er alveg laust við að nokkurrar tilgerðar og upphafningar gæti í slíkum samsetningum, enda hafa þær lítt verið brúkaðar í íslensku. Skemmst er að minnast Húss verslunarinnar. Nafnið virðist sett saman að erlendri fyrirmynd: House of Commerce, House of Fraser, House of the Rising Sun. Í Húsi verslunarinnar er þó afar lítið um verslanir. Það er óskandi að það verði ekki að áhrínisorðum fyrir Hús íslenskunnar, að þar verði hlutur tungu og menningar fyrir borð borinn! Nei, hér þarf sannarlega að gera betur og vanda sig meira áður en skringilyrði festist á húsinu. Ef til vill er ástæða til að efna til nafnasamkeppni, kannski skipa nefnd. Að minnsta kosti verður að gera betur hér, heiður Árnastofnunar og íslenskudeildar er í húfi. Sá siður á háskólasvæðinu og raunar miklu víðar, að leita fanga í íslenskum örnefnum, er gæðasiður. Heitin á Odda, Öskju og Lögbergi eru framúrskarandi. Þau vísa til Odda á Rangárvöllum þar sem Sæmundur fróði bjó í fyrndinni og Snorri Sturluson litlu síðar, Öskju sem hýsir jarðvísindi og náttúrufræði – nafnið er í senn örnefni og heiti á sérstöku fyrirbæri í jarðmyndunum – og Lögbergs sem er sögufrægur staður á Þingvöllum og vísar með beinum hætti til fræðanna sem þar eru stunduð. Nú vill svo til að á sama stað og reisa skal hús utan um og yfir íslensk fræði, á Skildinganesmelunum fornu, sjálfum Melunum, þar sem Melavöllurinn stóð forðum daga og Bókhlaðan rís eins og virki upp úr síkinu – þar er þegar til staðar örnefni sem á heimtingu á að vera haldið meir á loft. Því hvað er íslenskara en melurinn? Grýttur jarðvegur með stakri lágplöntu sem ýkir mikilvægi sitt á berangrinum. Þannig er líka íslensk tunga á alheimsmelnum, smátunga fámennrar þjóðar en með víða skírskotun í bókmenntum, sögu og máli. Melarnir eru fornt heiti á svæðinu sem lýsir því hvernig það leit út lengst af. Nú er að vísu búið að græða það upp að mestu. Heitið hefur líka víðari skírskotun því vítt og breitt um landið hafa staðið bæir með þessu nafni, Melur eða Melar. Melar í Melasveit heitir gamalt höfuðból í Borgarfirði sem hefur ýmsar tengingar við íslensk fræði. Til dæmis er Melabók Landnámu kennd við staðinn. Melur í Miðfirði, sem seinna var farið að kalla Melstað, er ekki síður tengdur lærdómi. Þar sat Arngrímur lærði á síðari hluta 16. aldar og fyrri hluta þeirrar 17. Viðurnefni sitt hlaut Arngrímur ekki út í bláinn, hann var einn lærðasti maður síns tíma, koma að söfnun handrita, rétt eins og Árni Magnússon, og skrifaður fyrstur manna samfellda sögu Íslands (Crymogæa), var rektor í Hólaskóla, þýðandi, kennari og skáld. Svo skemmtilega vill til að húsið sem reisa á yfir íslensk fræði stendur við götu sem kenna á við þennan mann. Þessi heita lumma selur sig því alveg sjálf. Hús íslenskra fræða stendur við Arngrímsgötu og skal heita Melur. Auk þess legg ég til að kaffistofa hússins verði nefnd Meldögg.Höfundur er íslenskufræðingur
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar