Lífið

Nökkvi Fjalar kveður Áttuna

Benedikt Bóas skrifar
Áttan í þá gömlu góðu. Nökkvi er fyrir miðju en hann er einn af stofnendum Áttunnar.
Áttan í þá gömlu góðu. Nökkvi er fyrir miðju en hann er einn af stofnendum Áttunnar. Fréttablaðið/Vilhelm
„Mér þykir svo vænt um það sem ég skapa að ég myndi aldrei taka þetta skref nema að ég vissi að merkið væri í góðum höndum,“ segir Nökkvi Fjalar Orrason en hann hefur ákveðið að stíga til hliðar úr daglegum rekstri Áttunnar.

Hann segir ekkert hafa komið upp á og að hann og Egill Ploder séu góðir vinir. „Ástæðan fyrir því að ég er að færa mig úr daglegum rekstri á Áttunni, sem ég hef unnið lengi að, er sú að á næstunni er ég að fara út í nýtt og spennandi verkefni. Ég vil meina að það sé eitt af því stærsta hingað til. Þetta verkefni er skörun á þeirri starfsemi sem ég er nú þegar með í gangi,“ segir hann.

Áttan verður nú í höndunum á Arnari Þór Ólafssyni, Agli Ploder og Orra Einarssyni. Nökkvi segist vera mjög stoltur af stefnu fyrirtækisins og að þessar áherslubreytingar hafi gefið merkinu nýtt og ferskt líf. „Við höfum undirbúið þetta skref hjá mér í langan tíma og eru komnir starfsmenn í öll þau verkefni sem ég hef verið að sinna undanfarið.

Ég hef unnið að uppbyggingu Áttunnar frá fyrsta degi og unnið að efnissköpuninni öll fimm árin sem það hefur verið til. Fyrstu tvö árin fóru í að byggja upp merkið fyrir framan myndavélina og svo árin eftir það fyrir aftan hana,“ segir Nökkvi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×