Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2019 19:30 Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. Varahéraðssaksóknari segir að auðkennaþjófnaður sé sístækkandi vandamál og að samfélagsmiðlar séu notaðir í auknum mæli til kynferðisbrota.Í fréttum okkar í gær sögðum við frá nýföllnum dómi þar sem 26 ára karlmaður hlaut fjögurra ára dóm fyrir hafa villt á sér heimildir og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Maðurinn stofnaði snap-chat reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur karlmaður og átti þar við hana samskipti í tuttugu mánuði. Í gegnum falskan Snapchattið fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli þar sem hann fór fram á hún yrði með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera með hinum unga manninum. Varahéraðssaksóknari segir að hér sé um að ræða nýja birtingamynd kynferðisbrota. „Þar sem menn eru þá að nýta sér samfélagsmiðla og þennan rafrænan heim til að fremja brotin,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Mál þar sem samfélagsmiðlar eru notaðir til að villa a sér heimildir í kynferðislegum tilgangi komi nú upp í auknum mæli. „Við erum að sjá það að þegar menn eru að villa á sér heimildir, eða þegar menn eru að nýta að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til að þvinga fram kynmök. það er soldið það sem við erum að sá og ég held að málin séu fleiri en koma á borð til okkar,“ segir Kolbrún. Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði hinn ungi maðurinn, sem sá dæmdi þóttist vera, málið til lögreglu enda hafði það gríðarleg áhrif á hann að vera grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Hann hafði allan tímann verið ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið en var ítrekað áreittur vegna málsins. Mál hans var látið niður falla. „Við erum ekki með nein ákvæði sem geta auðkennaþjófnað refsiverðan. Enda geti svona haft skaðleg áhrif á þann sem verður fyrir því að auðkenni hans er stolið,“ segir Kolbrún. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. Varahéraðssaksóknari segir að auðkennaþjófnaður sé sístækkandi vandamál og að samfélagsmiðlar séu notaðir í auknum mæli til kynferðisbrota.Í fréttum okkar í gær sögðum við frá nýföllnum dómi þar sem 26 ára karlmaður hlaut fjögurra ára dóm fyrir hafa villt á sér heimildir og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Maðurinn stofnaði snap-chat reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur karlmaður og átti þar við hana samskipti í tuttugu mánuði. Í gegnum falskan Snapchattið fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli þar sem hann fór fram á hún yrði með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera með hinum unga manninum. Varahéraðssaksóknari segir að hér sé um að ræða nýja birtingamynd kynferðisbrota. „Þar sem menn eru þá að nýta sér samfélagsmiðla og þennan rafrænan heim til að fremja brotin,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Mál þar sem samfélagsmiðlar eru notaðir til að villa a sér heimildir í kynferðislegum tilgangi komi nú upp í auknum mæli. „Við erum að sjá það að þegar menn eru að villa á sér heimildir, eða þegar menn eru að nýta að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til að þvinga fram kynmök. það er soldið það sem við erum að sá og ég held að málin séu fleiri en koma á borð til okkar,“ segir Kolbrún. Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði hinn ungi maðurinn, sem sá dæmdi þóttist vera, málið til lögreglu enda hafði það gríðarleg áhrif á hann að vera grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Hann hafði allan tímann verið ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið en var ítrekað áreittur vegna málsins. Mál hans var látið niður falla. „Við erum ekki með nein ákvæði sem geta auðkennaþjófnað refsiverðan. Enda geti svona haft skaðleg áhrif á þann sem verður fyrir því að auðkenni hans er stolið,“ segir Kolbrún.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15
Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30