Ekki hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2019 19:30 Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. Varahéraðssaksóknari segir að auðkennaþjófnaður sé sístækkandi vandamál og að samfélagsmiðlar séu notaðir í auknum mæli til kynferðisbrota.Í fréttum okkar í gær sögðum við frá nýföllnum dómi þar sem 26 ára karlmaður hlaut fjögurra ára dóm fyrir hafa villt á sér heimildir og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Maðurinn stofnaði snap-chat reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur karlmaður og átti þar við hana samskipti í tuttugu mánuði. Í gegnum falskan Snapchattið fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli þar sem hann fór fram á hún yrði með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera með hinum unga manninum. Varahéraðssaksóknari segir að hér sé um að ræða nýja birtingamynd kynferðisbrota. „Þar sem menn eru þá að nýta sér samfélagsmiðla og þennan rafrænan heim til að fremja brotin,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Mál þar sem samfélagsmiðlar eru notaðir til að villa a sér heimildir í kynferðislegum tilgangi komi nú upp í auknum mæli. „Við erum að sjá það að þegar menn eru að villa á sér heimildir, eða þegar menn eru að nýta að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til að þvinga fram kynmök. það er soldið það sem við erum að sá og ég held að málin séu fleiri en koma á borð til okkar,“ segir Kolbrún. Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði hinn ungi maðurinn, sem sá dæmdi þóttist vera, málið til lögreglu enda hafði það gríðarleg áhrif á hann að vera grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Hann hafði allan tímann verið ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið en var ítrekað áreittur vegna málsins. Mál hans var látið niður falla. „Við erum ekki með nein ákvæði sem geta auðkennaþjófnað refsiverðan. Enda geti svona haft skaðleg áhrif á þann sem verður fyrir því að auðkenni hans er stolið,“ segir Kolbrún. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Það eru engin ákvæði til sem gera auðkennaþjófnað refsiverðan hér á landi sem þýðir að ekki er hægt að höfða sakamál vegna ungs manns sem ranglega var sakaður um nauðgun og kúgun eftir að auðkenni hans hafði verið stolið á Snapchat. Varahéraðssaksóknari segir að auðkennaþjófnaður sé sístækkandi vandamál og að samfélagsmiðlar séu notaðir í auknum mæli til kynferðisbrota.Í fréttum okkar í gær sögðum við frá nýföllnum dómi þar sem 26 ára karlmaður hlaut fjögurra ára dóm fyrir hafa villt á sér heimildir og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Maðurinn stofnaði snap-chat reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur karlmaður og átti þar við hana samskipti í tuttugu mánuði. Í gegnum falskan Snapchattið fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli þar sem hann fór fram á hún yrði með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera með hinum unga manninum. Varahéraðssaksóknari segir að hér sé um að ræða nýja birtingamynd kynferðisbrota. „Þar sem menn eru þá að nýta sér samfélagsmiðla og þennan rafrænan heim til að fremja brotin,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari. Mál þar sem samfélagsmiðlar eru notaðir til að villa a sér heimildir í kynferðislegum tilgangi komi nú upp í auknum mæli. „Við erum að sjá það að þegar menn eru að villa á sér heimildir, eða þegar menn eru að nýta að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til að þvinga fram kynmök. það er soldið það sem við erum að sá og ég held að málin séu fleiri en koma á borð til okkar,“ segir Kolbrún. Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði hinn ungi maðurinn, sem sá dæmdi þóttist vera, málið til lögreglu enda hafði það gríðarleg áhrif á hann að vera grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Hann hafði allan tímann verið ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið en var ítrekað áreittur vegna málsins. Mál hans var látið niður falla. „Við erum ekki með nein ákvæði sem geta auðkennaþjófnað refsiverðan. Enda geti svona haft skaðleg áhrif á þann sem verður fyrir því að auðkenni hans er stolið,“ segir Kolbrún.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15 Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44
Konan segist hafa verið heilaþvegin af þeim sem lést vera annar maður Sá dæmdi sagði upphafið hafa verið hugsunarlaust grín. 23. maí 2019 13:15
Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. 22. maí 2019 19:30