Flugvöllurinn verði farinn úr Vatnsmýri árið 2030 Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2019 08:56 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður skipulags- og umhverfisráðs borgarinnar, áætlar að Reykjavíkurflugvöllur verði „svo gott sem farinn“ úr Vatnsmýri árið 2030. Hann segist jafnframt vona að borgarflugvöllurinn verði lagður í Hvassahrauni þegar fram líða stundir, sem athuganir bendi til að sé besta staðsetningin. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Hjálmar að uppbyggingin á fyrrverandi helgunarsvæðum nærri Reykjavíkurflugvelli, til að mynda á Hlíðarenda, sé hluti af umbreytingu Vatnsmýrarinnar. Það sé jafnframt vísir að því hvernig notkun svæðisins verður í framtíðinni.Sjá einnig: Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Hjálmar sótti á dögunum ráðstefnu um borgarskipulag í Ósló, höfuðborg Noregs, ásamt öðrum fulltrúum Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, var hæstánægður með ráðstefnuna og sagði hana hafa veitt sér mikinn innblástur. „Margt til að taka með heim og halda áfram á að þróa borgina í átt til lífsgæða og betra umhverfis: borg fyrir fólk,“ sagði Dagur. Ljóst er af samtali Hjálmars við Morgunblaðið að hann er einnig innblásinn eftir Noregsferðina. „Helgunarsvæði flugvallarins er smátt og smátt að minnka og ég tel engan vafa á því, sérstaklega eftir að hafa séð hvernig menn hér í Osló hafa endurnýtt gömul og úr sér gengin iðnaðarsvæði, eða svæði fyrir atvinnustarfsemi sem taka gríðarlegt pláss en skapa kannski ekki mörg störf, að flugvöllurinn mun fara úr Vatnsmýri.“ Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður skipulags- og umhverfisráðs borgarinnar, áætlar að Reykjavíkurflugvöllur verði „svo gott sem farinn“ úr Vatnsmýri árið 2030. Hann segist jafnframt vona að borgarflugvöllurinn verði lagður í Hvassahrauni þegar fram líða stundir, sem athuganir bendi til að sé besta staðsetningin. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Hjálmar að uppbyggingin á fyrrverandi helgunarsvæðum nærri Reykjavíkurflugvelli, til að mynda á Hlíðarenda, sé hluti af umbreytingu Vatnsmýrarinnar. Það sé jafnframt vísir að því hvernig notkun svæðisins verður í framtíðinni.Sjá einnig: Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Hjálmar sótti á dögunum ráðstefnu um borgarskipulag í Ósló, höfuðborg Noregs, ásamt öðrum fulltrúum Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, var hæstánægður með ráðstefnuna og sagði hana hafa veitt sér mikinn innblástur. „Margt til að taka með heim og halda áfram á að þróa borgina í átt til lífsgæða og betra umhverfis: borg fyrir fólk,“ sagði Dagur. Ljóst er af samtali Hjálmars við Morgunblaðið að hann er einnig innblásinn eftir Noregsferðina. „Helgunarsvæði flugvallarins er smátt og smátt að minnka og ég tel engan vafa á því, sérstaklega eftir að hafa séð hvernig menn hér í Osló hafa endurnýtt gömul og úr sér gengin iðnaðarsvæði, eða svæði fyrir atvinnustarfsemi sem taka gríðarlegt pláss en skapa kannski ekki mörg störf, að flugvöllurinn mun fara úr Vatnsmýri.“
Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31