Flugvöllurinn verði farinn úr Vatnsmýri árið 2030 Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2019 08:56 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður skipulags- og umhverfisráðs borgarinnar, áætlar að Reykjavíkurflugvöllur verði „svo gott sem farinn“ úr Vatnsmýri árið 2030. Hann segist jafnframt vona að borgarflugvöllurinn verði lagður í Hvassahrauni þegar fram líða stundir, sem athuganir bendi til að sé besta staðsetningin. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Hjálmar að uppbyggingin á fyrrverandi helgunarsvæðum nærri Reykjavíkurflugvelli, til að mynda á Hlíðarenda, sé hluti af umbreytingu Vatnsmýrarinnar. Það sé jafnframt vísir að því hvernig notkun svæðisins verður í framtíðinni.Sjá einnig: Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Hjálmar sótti á dögunum ráðstefnu um borgarskipulag í Ósló, höfuðborg Noregs, ásamt öðrum fulltrúum Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, var hæstánægður með ráðstefnuna og sagði hana hafa veitt sér mikinn innblástur. „Margt til að taka með heim og halda áfram á að þróa borgina í átt til lífsgæða og betra umhverfis: borg fyrir fólk,“ sagði Dagur. Ljóst er af samtali Hjálmars við Morgunblaðið að hann er einnig innblásinn eftir Noregsferðina. „Helgunarsvæði flugvallarins er smátt og smátt að minnka og ég tel engan vafa á því, sérstaklega eftir að hafa séð hvernig menn hér í Osló hafa endurnýtt gömul og úr sér gengin iðnaðarsvæði, eða svæði fyrir atvinnustarfsemi sem taka gríðarlegt pláss en skapa kannski ekki mörg störf, að flugvöllurinn mun fara úr Vatnsmýri.“ Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi formaður skipulags- og umhverfisráðs borgarinnar, áætlar að Reykjavíkurflugvöllur verði „svo gott sem farinn“ úr Vatnsmýri árið 2030. Hann segist jafnframt vona að borgarflugvöllurinn verði lagður í Hvassahrauni þegar fram líða stundir, sem athuganir bendi til að sé besta staðsetningin. Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Hjálmar að uppbyggingin á fyrrverandi helgunarsvæðum nærri Reykjavíkurflugvelli, til að mynda á Hlíðarenda, sé hluti af umbreytingu Vatnsmýrarinnar. Það sé jafnframt vísir að því hvernig notkun svæðisins verður í framtíðinni.Sjá einnig: Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Hjálmar sótti á dögunum ráðstefnu um borgarskipulag í Ósló, höfuðborg Noregs, ásamt öðrum fulltrúum Reykjavíkurborgar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, var hæstánægður með ráðstefnuna og sagði hana hafa veitt sér mikinn innblástur. „Margt til að taka með heim og halda áfram á að þróa borgina í átt til lífsgæða og betra umhverfis: borg fyrir fólk,“ sagði Dagur. Ljóst er af samtali Hjálmars við Morgunblaðið að hann er einnig innblásinn eftir Noregsferðina. „Helgunarsvæði flugvallarins er smátt og smátt að minnka og ég tel engan vafa á því, sérstaklega eftir að hafa séð hvernig menn hér í Osló hafa endurnýtt gömul og úr sér gengin iðnaðarsvæði, eða svæði fyrir atvinnustarfsemi sem taka gríðarlegt pláss en skapa kannski ekki mörg störf, að flugvöllurinn mun fara úr Vatnsmýri.“
Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Borgarstjóri innblásinn eftir heimsókn til bíllausrar miðborgar Oslóar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, virðist afar ánægður með heimsókn borgarfulltrúa í Reykjavík til Osló, höfuðborgar Noregs. Þar voru þeir viðstaddir ráðstefnu um borgarskipulag. 22. maí 2019 15:31