Björgvin gæti fengið leikbann fyrir rasísk ummæli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. maí 2019 10:00 Björgvin í leik með KR gegn ÍBV. vísir/bára Björgvin Stefánsson, framherji KR, geti verið á leið í leikbann út af orðum sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þróttar í gær. „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin í lýsingunni en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Sindri Hjartarson benti fyrst á ummælin á Twitter.@FCHaukar ? #fotboltinetpic.twitter.com/T0EyMCS42O — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019 Ummælin fóru fljótt á flug og Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar.pic.twitter.com/eUZDMkgYWK — Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) May 23, 2019 Knattspyrnudeild Hauka sendi svo frá sér yfirlýsingu seinna um kvöldið. Þar voru ummæli Björgvins hörmuð en ekkert talað um hvort hann myndi hætta að lýsa fyrir félagið.Stjórn knattspyrnudeildar Hauka harmar ummæli Björgvins@Fotboltinetpic.twitter.com/5qsH39lRKx — Haukar Fótbolti (@FCHaukar) May 23, 2019 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við 433.is í morgun að hún væri nú að skoða málið og safna gögnum um það. Framkvæmdastjóri KSÍ hefur heimild til þess að vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar sem skaða geta ímynd knattspyrnunnar. Þó svo Björgvin hafi ekki brotið af sér í leik með KR er samt hætta á því að hann fái leikbann. Orri Freyr Hjaltalín fékk árið 2004 leikbann hjá Grindavík vegna skrifa sinna á bloggsíðu. Hann lét þá ýmsa aðila heyra það og lýsti einnig vanþóknun sinni á Blönduósi. Fyrir það fékk hann eins leiks bann og varð sá fyrsti í sögunni til þess að fá bann fyrir skrif. Brot Björgvins gæti aftur á móti kostað hann fimm leikja bann enda væntanlega verið að skoða meint brot gegn þessari reglu.16.1. Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira
Björgvin Stefánsson, framherji KR, geti verið á leið í leikbann út af orðum sem hann lét falla sem lýsandi í leik Hauka og Þróttar í gær. „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum,“ sagði Björgvin í lýsingunni en svarti maðurinn sem hann talaði um er Archie Nkumu, leikmaður Þróttar. Sindri Hjartarson benti fyrst á ummælin á Twitter.@FCHaukar ? #fotboltinetpic.twitter.com/T0EyMCS42O — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) May 23, 2019 Ummælin fóru fljótt á flug og Björgvin var fljótur að bregðast við með því að biðjast afsökunar.pic.twitter.com/eUZDMkgYWK — Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) May 23, 2019 Knattspyrnudeild Hauka sendi svo frá sér yfirlýsingu seinna um kvöldið. Þar voru ummæli Björgvins hörmuð en ekkert talað um hvort hann myndi hætta að lýsa fyrir félagið.Stjórn knattspyrnudeildar Hauka harmar ummæli Björgvins@Fotboltinetpic.twitter.com/5qsH39lRKx — Haukar Fótbolti (@FCHaukar) May 23, 2019 Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við 433.is í morgun að hún væri nú að skoða málið og safna gögnum um það. Framkvæmdastjóri KSÍ hefur heimild til þess að vísa málum til aga- og úrskurðarnefndar sem skaða geta ímynd knattspyrnunnar. Þó svo Björgvin hafi ekki brotið af sér í leik með KR er samt hætta á því að hann fái leikbann. Orri Freyr Hjaltalín fékk árið 2004 leikbann hjá Grindavík vegna skrifa sinna á bloggsíðu. Hann lét þá ýmsa aðila heyra það og lýsti einnig vanþóknun sinni á Blönduósi. Fyrir það fékk hann eins leiks bann og varð sá fyrsti í sögunni til þess að fá bann fyrir skrif. Brot Björgvins gæti aftur á móti kostað hann fimm leikja bann enda væntanlega verið að skoða meint brot gegn þessari reglu.16.1. Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira