Skólastarfið í Úlfarsárdal í uppnámi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2019 11:34 Frá framkvæmdasvæðinu í dag. Vísir Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla í Úlfarsárdal í Reykjavík, segir það mikil vonbrigði að vita að afhending hluta skólahúsnæðis verði ekki tilbúið á þeim tíma sem til stóð. Það setji skólahald í uppnám. Um er að ræða nýtt húsnæði skólans sem áætlað var að taka að fullu í notkun við setningu skólans í ágúst. Hildur segir í skilaboðum til foreldra í skólanum að afhending hluti skólahúsnæðis sem er í byggingu verði ekki tilbúið 15. ágúst. Raunar verði hann ekki að fullu tilbúinn fyrr en haustið 2020. Skólaráðsfundur var haldinn í morgun þar sem þetta var kynnt. „Það sem er til afhendingar 15. ágúst eru kennslustofur umsjónarhópa, kennslueldhús og fataklefar eldri nemenda í austurhluta skólans á efri hæðinni, en þar verður líka hægt að komast inn í skólann,“ segir Hildur. „Það sem ekki er til afhendingar fyrr en 15. október (líklega einhver rými fyrr) eru list- og verkgreinakennslustofur (textíl, smíðar, myndmennt), náttúrufræðikennslustofa, fatahengi í grunnskólahluta neðri hæðar, starfsmannarými, sérkennslurými, skrifstofurými og gangurinn eða miðrýmið ásamt stiga milli hæða, lyfta og ræstikompa.“Framkvæmdasvæðið í Úlfarsárdal.VísirUm áramótin verði svo mötuneytið afhent. „Tónmenntastofa, salur, tónlistarskólaherbergi, bókasafn og félagsmiðstöð unglinga koma þar næsta haust. Það að geta ekki gengið að þeim skólarýmum sem ráð var fyrir gert setur skólastarfið í uppnám, fyrir foreldra og starfsfólk en ekki síst fyrir nemendur.“Viðkvæmur skólabragur vegna húsnæðisróts Skólabragurinn sé að mörgu leyti góður að sögn Hildar en um leið viðkvæmur. „Að okkar mati helgast það mikið af því húsnæðisróti sem okkur hefur verið boðið upp á í gegnum tíðina. Við höfum komið skilaboðum til yfirmanna skólamála í Reykjavíkurborg og borgarstjóra hve vonbrigði okkar eru mikil.“ Dalskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. Hann tók til starfa haustið 2010. Tæplega 300 hundruð nemendur eru við skólann.Nánar má kynna sér framkvæmdina á heimasíðu borgarinnar. Reykjavík Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Hildur Jóhannesdóttir, skólastjóri Dalskóla í Úlfarsárdal í Reykjavík, segir það mikil vonbrigði að vita að afhending hluta skólahúsnæðis verði ekki tilbúið á þeim tíma sem til stóð. Það setji skólahald í uppnám. Um er að ræða nýtt húsnæði skólans sem áætlað var að taka að fullu í notkun við setningu skólans í ágúst. Hildur segir í skilaboðum til foreldra í skólanum að afhending hluti skólahúsnæðis sem er í byggingu verði ekki tilbúið 15. ágúst. Raunar verði hann ekki að fullu tilbúinn fyrr en haustið 2020. Skólaráðsfundur var haldinn í morgun þar sem þetta var kynnt. „Það sem er til afhendingar 15. ágúst eru kennslustofur umsjónarhópa, kennslueldhús og fataklefar eldri nemenda í austurhluta skólans á efri hæðinni, en þar verður líka hægt að komast inn í skólann,“ segir Hildur. „Það sem ekki er til afhendingar fyrr en 15. október (líklega einhver rými fyrr) eru list- og verkgreinakennslustofur (textíl, smíðar, myndmennt), náttúrufræðikennslustofa, fatahengi í grunnskólahluta neðri hæðar, starfsmannarými, sérkennslurými, skrifstofurými og gangurinn eða miðrýmið ásamt stiga milli hæða, lyfta og ræstikompa.“Framkvæmdasvæðið í Úlfarsárdal.VísirUm áramótin verði svo mötuneytið afhent. „Tónmenntastofa, salur, tónlistarskólaherbergi, bókasafn og félagsmiðstöð unglinga koma þar næsta haust. Það að geta ekki gengið að þeim skólarýmum sem ráð var fyrir gert setur skólastarfið í uppnám, fyrir foreldra og starfsfólk en ekki síst fyrir nemendur.“Viðkvæmur skólabragur vegna húsnæðisróts Skólabragurinn sé að mörgu leyti góður að sögn Hildar en um leið viðkvæmur. „Að okkar mati helgast það mikið af því húsnæðisróti sem okkur hefur verið boðið upp á í gegnum tíðina. Við höfum komið skilaboðum til yfirmanna skólamála í Reykjavíkurborg og borgarstjóra hve vonbrigði okkar eru mikil.“ Dalskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. Hann tók til starfa haustið 2010. Tæplega 300 hundruð nemendur eru við skólann.Nánar má kynna sér framkvæmdina á heimasíðu borgarinnar.
Reykjavík Skipulag Skóla - og menntamál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira