Ríkið viðurkennir fyrir ESA að Fríhöfnin sé einokunarverslun Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 25. maí 2019 07:15 Frá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Andri Marinó Samkeppni Íslensk stjórnvöld hafa fallist á rök ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um að Fríhöfnin sé ríkiseinkasala og þurfi þar af leiðandi að innleiða nýtt verklag til að tryggja að vörum og heildsölum verði ekki mismunað. Þá þarf að tryggja jafnræði í auglýsingum og kynningum á áfengistegundum. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi ESA þar sem greint er frá því að stjórnvöld hafi endurskoðað afstöðu sína til málsins og fallist nú á málflutning eftirlitsstofnunarinnar. Bréfið var sent um miðjan apríl, aðeins um einum og hálfum mánuði eftir að ráðuneytið sendi annað bréf þar sem rökum ESA var andmælt. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Þá bendir ESA á að aðeins ákveðnar vörur séu auglýstar á vefsíðu Fríhafnarinnar. Svo virðist sem Fríhöfninni beri ekki skylda, samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, til að tryggja að auglýsingar séu óháðar upprunalandi vörunnar og að nýjar vörur séu kynntar neytendum. Það er jafnframt brot á 16. grein samningsins að mati ESA. Rök ESA voru að Fríhöfnin væri í fullri eigu ríkisins í gegnum Isavia og hefði einkasölurétt á áfengi í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Auk þess gerði einkasölurétturinn henni kleift að hafa veruleg áhrif á innflutning á áfengi frá öðrum löndum á EES-svæðinu til Íslands. Bent var á að hlutdeild Fríhafnarinnar í áfengissölu á Íslandi væri 14 prósent. „Breytingarnar munu hafa þau áhrif að settar verða reglur um vöruval og innkaup Fríhafnarinnar á áfengi sem taka mið af eftirspurn kaupenda en eiga jafnframt að tryggja framleiðendum og birgjum möguleika á að koma vörum í sölu í tollfrjálsri verslun. Þetta er gert til að tryggja gagnsæi og jafnræði aðila sem vilja koma vörum í sölu í Fríhöfninni. Vinna við gerð reglnanna er á byrjunarstigi. Í júní fundar ráðuneytið með ESA þar sem farið verður yfir fyrstu drög að reglunum,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Samkeppni Íslensk stjórnvöld hafa fallist á rök ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um að Fríhöfnin sé ríkiseinkasala og þurfi þar af leiðandi að innleiða nýtt verklag til að tryggja að vörum og heildsölum verði ekki mismunað. Þá þarf að tryggja jafnræði í auglýsingum og kynningum á áfengistegundum. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi ESA þar sem greint er frá því að stjórnvöld hafi endurskoðað afstöðu sína til málsins og fallist nú á málflutning eftirlitsstofnunarinnar. Bréfið var sent um miðjan apríl, aðeins um einum og hálfum mánuði eftir að ráðuneytið sendi annað bréf þar sem rökum ESA var andmælt. Forsagan er sú að ESA barst kvörtun árið 2016 frá íslenskum áfengisinnflytjanda sem sagði að Fríhöfnin hefði ekki tekið upp neinar hlutlægar eða gegnsæjar reglur um innkaup. Reglurnar virtust handahófskenndar og þar af leiðandi hefði fyrirtækið ekki getað komið vörum sínum í hillur Fríhafnarinnar. Niðurstaða ESA var sú að sala áfengis í verslunum Fríhafnarinnar bryti í bága við EES-samninginn, nánar tiltekið 16. grein samningsins. Í raun væri ríkiseinokun í Fríhöfninni og hefði ekki tekið upp gegnsæjar reglur sem tryggðu að engum heildsölum væri mismunað í tengslum við innkaup og vöruúrval. Þá bendir ESA á að aðeins ákveðnar vörur séu auglýstar á vefsíðu Fríhafnarinnar. Svo virðist sem Fríhöfninni beri ekki skylda, samkvæmt núverandi fyrirkomulagi, til að tryggja að auglýsingar séu óháðar upprunalandi vörunnar og að nýjar vörur séu kynntar neytendum. Það er jafnframt brot á 16. grein samningsins að mati ESA. Rök ESA voru að Fríhöfnin væri í fullri eigu ríkisins í gegnum Isavia og hefði einkasölurétt á áfengi í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Auk þess gerði einkasölurétturinn henni kleift að hafa veruleg áhrif á innflutning á áfengi frá öðrum löndum á EES-svæðinu til Íslands. Bent var á að hlutdeild Fríhafnarinnar í áfengissölu á Íslandi væri 14 prósent. „Breytingarnar munu hafa þau áhrif að settar verða reglur um vöruval og innkaup Fríhafnarinnar á áfengi sem taka mið af eftirspurn kaupenda en eiga jafnframt að tryggja framleiðendum og birgjum möguleika á að koma vörum í sölu í tollfrjálsri verslun. Þetta er gert til að tryggja gagnsæi og jafnræði aðila sem vilja koma vörum í sölu í Fríhöfninni. Vinna við gerð reglnanna er á byrjunarstigi. Í júní fundar ráðuneytið með ESA þar sem farið verður yfir fyrstu drög að reglunum,“ segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira