Facebook tekur falsað myndband af Pelosi ekki úr umferð og telur að notendur verði sjálfir að ákveða hverju þeir trúi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2019 20:45 Nancy er valdamesti demókratinn sem situr í embætti í dag í Bandaríkjunum. Getty/NurPhoto. Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook mun ekki taka falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, úr dreifingu á samfélagsmiðlinum. Falsaða myndbandið lætur líta út fyrir að Pelosi hafi verið drukkinn á fundi en yfirmaður hjá Facebook segir að notendur verði að ákveða fyrir sig hverju þeir ákveðið að trúa.Milljónir hafa horft á myndbandið en líkt og sjá má hér að neðan er búið að hægja á því þannig að Pelosi hljómar eins og hún sé drukkin. Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, hefur undanfarna daga tekið slaginn við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og hafaþau skipst á skotumí gegnum fjölmiðla eftir harðardeilur forsetans við demókrata á þingi.Ekki fer á milli mála að búið er að eiga við myndbandið en þrátt fyrir hefur því verið deilt víða um heim frá því að Facebook-síðan Politics Watchdog deildi myndbandinu í vikunni. Hefur myndbandinu verið deilt þaðan 47 þúsund sinnum. Þaðan fór myndbandið á aðra samfélagsmiðla sem, líkt og Facebook, hafa ekki orðið við kröfum þingmanna og almennings um að myndbandið verði tekið niður, ef frá er talin myndbandasíðan YouTube sem fjarlægt hefur myndbandið.Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna.Facebook ekki fréttasíða Monika Bickert, aðstoðarforstjóri hjá Facebook, var krafinn um svör af hverju myndbandið hafi ekki verið tekið niður er hún mætti til Anderson Cooper hjá CNN. Þar sagði hún að eftir að samtök sem sérhæfa sig í því að sannreyna sannleiksgildi fullyrðinga og myndbanda á borð við þetta hafi sannreynt að um fölsun hafi verið að ræða, hafi Facebook ákveðið að draga úr sýnileika myndbandsins, með öðrum orðum, dregið var úr því hversu hratt myndbandið dreifðist um Facebook. Hún varði ákvörðun Facebook um að taka myndbandið ekki niður. „Við teljum að það sé mikilvægt fyrir almenning að þau taki upplýsta ákvörðun um hverju þau ákveðið að trúa. Okkar starf snýst um að þau sé að fá réttar upplýsingar,“ sagði hún í viðtali við Cooper.In a CNN Exclusive, Monika Bickert, Facebook VP for Product Policy and Counterterrorism, explains why the social media site hasn't removed a manipulated video of House Speaker Nancy Pelosi. https://t.co/tr9QRDcAZEpic.twitter.com/fOeMQaepSu — Anderson Cooper 360° (@AC360) May 25, 2019 Cooper gagnrýndi þessa afstöðu Bickert og sagði hann að þar sem Facebook græddi peninga á því að dreifa fréttaefni yrði fyrirtækið að standa sig í stykkinu og ganga úr skugga um að fölsuðu efni sem liti út fyrir að vera fréttatengt væri ekki dreift á samfélagsmiðlinu.Í frétt Washington Post segir að þegar smellt sé á myndbandið sjálft á síðu Politics Watchdog sé ekkert sem gefi notendum Facebook til kynna að um falsað efni sé að ræða. Þar er tekið dæmi um nýlegar athugasemdir notenda þar sem notendur spyrja af hverju Pelosi hafi ekki verið handtekinn fyrir að hafa verið drukkin við störf sem alríkisstarfsmaður, sem bendi til þess að jafnvel þótt bent hafi verið á að myndbandið sé falsað hafi margir sem horft hafi á myndbandið ákveðið að trúa því að Pelosi hafi verið drukkin. Bandaríkin Donald Trump Facebook Tækni Tengdar fréttir Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. 23. maí 2019 23:30 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook mun ekki taka falsað myndband af Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, úr dreifingu á samfélagsmiðlinum. Falsaða myndbandið lætur líta út fyrir að Pelosi hafi verið drukkinn á fundi en yfirmaður hjá Facebook segir að notendur verði að ákveða fyrir sig hverju þeir ákveðið að trúa.Milljónir hafa horft á myndbandið en líkt og sjá má hér að neðan er búið að hægja á því þannig að Pelosi hljómar eins og hún sé drukkin. Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, hefur undanfarna daga tekið slaginn við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og hafaþau skipst á skotumí gegnum fjölmiðla eftir harðardeilur forsetans við demókrata á þingi.Ekki fer á milli mála að búið er að eiga við myndbandið en þrátt fyrir hefur því verið deilt víða um heim frá því að Facebook-síðan Politics Watchdog deildi myndbandinu í vikunni. Hefur myndbandinu verið deilt þaðan 47 þúsund sinnum. Þaðan fór myndbandið á aðra samfélagsmiðla sem, líkt og Facebook, hafa ekki orðið við kröfum þingmanna og almennings um að myndbandið verði tekið niður, ef frá er talin myndbandasíðan YouTube sem fjarlægt hefur myndbandið.Kallað hefur verið eftir því að Facebook sýni ábyrgð og taki ekki þátt í því að dreifa fölsuðu myndbandi um einn valdamesta stjórnmálamann Bandaríkjanna.Facebook ekki fréttasíða Monika Bickert, aðstoðarforstjóri hjá Facebook, var krafinn um svör af hverju myndbandið hafi ekki verið tekið niður er hún mætti til Anderson Cooper hjá CNN. Þar sagði hún að eftir að samtök sem sérhæfa sig í því að sannreyna sannleiksgildi fullyrðinga og myndbanda á borð við þetta hafi sannreynt að um fölsun hafi verið að ræða, hafi Facebook ákveðið að draga úr sýnileika myndbandsins, með öðrum orðum, dregið var úr því hversu hratt myndbandið dreifðist um Facebook. Hún varði ákvörðun Facebook um að taka myndbandið ekki niður. „Við teljum að það sé mikilvægt fyrir almenning að þau taki upplýsta ákvörðun um hverju þau ákveðið að trúa. Okkar starf snýst um að þau sé að fá réttar upplýsingar,“ sagði hún í viðtali við Cooper.In a CNN Exclusive, Monika Bickert, Facebook VP for Product Policy and Counterterrorism, explains why the social media site hasn't removed a manipulated video of House Speaker Nancy Pelosi. https://t.co/tr9QRDcAZEpic.twitter.com/fOeMQaepSu — Anderson Cooper 360° (@AC360) May 25, 2019 Cooper gagnrýndi þessa afstöðu Bickert og sagði hann að þar sem Facebook græddi peninga á því að dreifa fréttaefni yrði fyrirtækið að standa sig í stykkinu og ganga úr skugga um að fölsuðu efni sem liti út fyrir að vera fréttatengt væri ekki dreift á samfélagsmiðlinu.Í frétt Washington Post segir að þegar smellt sé á myndbandið sjálft á síðu Politics Watchdog sé ekkert sem gefi notendum Facebook til kynna að um falsað efni sé að ræða. Þar er tekið dæmi um nýlegar athugasemdir notenda þar sem notendur spyrja af hverju Pelosi hafi ekki verið handtekinn fyrir að hafa verið drukkin við störf sem alríkisstarfsmaður, sem bendi til þess að jafnvel þótt bent hafi verið á að myndbandið sé falsað hafi margir sem horft hafi á myndbandið ákveðið að trúa því að Pelosi hafi verið drukkin.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Tækni Tengdar fréttir Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. 23. maí 2019 23:30 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Trump og Pelosi efast um andlega heilsu hvors annars Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skiptust á skotum í gegnum fjölmiðla í dag. Þau eru ekki sammála um það hvernig afar stuttur fundur þeirra í Hvíta húsinu í gær gekk fyrir sig. 23. maí 2019 23:30
Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00
Trump strunsaði út af fundi með demókrötum Fátíð tilraun repúblikana og demókrata til þverpólitískrar sáttar fór út um þúfur þegar Trump forseti tók ummæli þingforsetans um yfirhylmingu óstinn upp. 22. maí 2019 17:02