Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Sylvía Hall skrifar 26. maí 2019 17:00 Þórir stofnaði nafnlausa aðganginn innan við mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar sem hann sendi á fimmtán ára stúlku. Vísir/GVA Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Í dag birti svo sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófílmynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 Eigandi Instagram-aðgangsins, og þar með maðurinn á bakvið nafnlausa Twitter-aðganginn, er leikarinn Þórir Sæmundsson en Þórir hafði verið virkur á samskiptamiðlinum til ársins 2016, þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum að hann væri hættur á Twitter. Ég er hættur á twitter. Sjáumst í raunheimum. — Bjarni H. Kreutzhage (@ThorirSaem) July 10, 2016 Aðgangurinn stofnaður stuttu eftir brottrekstur úr Þjóðleikhúsinu Athygli vekur að nafnlausi aðgangurinn var stofnaður stuttu eftir að Þóri var vikið frá störfum í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu í leikhúsinu en Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Sjá einnig: Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Áður hafði leikhúsinu borist nafnlaus ábending um að fimmtán ára stúlka hefði fengið ósiðlegar myndir frá Þóri í skilaboðum á Twitter og birtu margar stúlkur í kjölfarið skjáskot af samskiptum sínum við hann. Eftir að í ljós hefur komið að Þórir er maðurinn á bakvið aðganginn hafa fleiri stúlkur birt skjáskot og sett í samhengi við nafnlaus tíst hans. Fyrir viku síðan tjáði Þórir sig um nafnleyndina á Twitter og sagðist oft hafa rekist á fólk á förnum vegi sem hann ætti samskipti við á Twitter. Hann hefði gaman af því á sama tíma og honum þætti það erfitt. Er svona 350 sinnum búin að rekast á fólk sem ég hef talað við á twitter á förnum vegi in real life. Elska þetta. Samt stundum erfitt. Langar stundum að öskra ÉG ER GYLFI SIG! Sérstaklega framan í Siffa — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 19, 2019 Í dag var ráðgátan leyst og steig Þórir fram sem maðurinn á bakvið @BoringGylfiSig. Jæja það hlaut að koma að því. Hæ ég er boring Þórir Sæm — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 26, 2019 Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Þóri Sæmundssyni í dag án árangurs. Leikhús Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Þórir Sæmundsson segist vera að vinna í sínum málum. 28. nóvember 2017 19:21 Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Í dag birti svo sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófílmynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 Eigandi Instagram-aðgangsins, og þar með maðurinn á bakvið nafnlausa Twitter-aðganginn, er leikarinn Þórir Sæmundsson en Þórir hafði verið virkur á samskiptamiðlinum til ársins 2016, þegar hann tilkynnti fylgjendum sínum að hann væri hættur á Twitter. Ég er hættur á twitter. Sjáumst í raunheimum. — Bjarni H. Kreutzhage (@ThorirSaem) July 10, 2016 Aðgangurinn stofnaður stuttu eftir brottrekstur úr Þjóðleikhúsinu Athygli vekur að nafnlausi aðgangurinn var stofnaður stuttu eftir að Þóri var vikið frá störfum í Þjóðleikhúsinu eftir að hafa sent typpamynd af sér til samstarfskonu í leikhúsinu en Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Sjá einnig: Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Áður hafði leikhúsinu borist nafnlaus ábending um að fimmtán ára stúlka hefði fengið ósiðlegar myndir frá Þóri í skilaboðum á Twitter og birtu margar stúlkur í kjölfarið skjáskot af samskiptum sínum við hann. Eftir að í ljós hefur komið að Þórir er maðurinn á bakvið aðganginn hafa fleiri stúlkur birt skjáskot og sett í samhengi við nafnlaus tíst hans. Fyrir viku síðan tjáði Þórir sig um nafnleyndina á Twitter og sagðist oft hafa rekist á fólk á förnum vegi sem hann ætti samskipti við á Twitter. Hann hefði gaman af því á sama tíma og honum þætti það erfitt. Er svona 350 sinnum búin að rekast á fólk sem ég hef talað við á twitter á förnum vegi in real life. Elska þetta. Samt stundum erfitt. Langar stundum að öskra ÉG ER GYLFI SIG! Sérstaklega framan í Siffa — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 19, 2019 Í dag var ráðgátan leyst og steig Þórir fram sem maðurinn á bakvið @BoringGylfiSig. Jæja það hlaut að koma að því. Hæ ég er boring Þórir Sæm — Zen Gylfi Sig (@BoringGylfiSig) May 26, 2019 Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Þóri Sæmundssyni í dag án árangurs.
Leikhús Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Þórir Sæmundsson segist vera að vinna í sínum málum. 28. nóvember 2017 19:21 Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna typpamyndar Þórir Sæmundsson segist vera að vinna í sínum málum. 28. nóvember 2017 19:21
Leikhúsið stendur í björtu báli vegna #metoo Þegar eru fjórir leikhúsmenn horfnir af sviðinu í kjölfar ásakana um kynferðislega misbeitingu. 21. desember 2017 18:00