Verri byrjun en hjá öllum öðrum Íslandsmeisturum síðan farið var að gefa þrjú stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2019 13:00 Andri Rafn Yeoman skorar sigurmark Blika á móti Val. Vísir/Vilhelm Valsmenn eru búnir að tryggja sér óvinsælt met með þessari skelfilegu byrjun sinni í Pepsi Max deild karla. Engin titilvörn hefur byrjað jafnilla síðan farið var að gefa þrjú stig fyrir sigur sumarið 1984. Valsmenn slógu met Skagamanna frá árinu 2002. Skagamenn fengu aðeins fimm stig í fyrstu sex umferðunum sumarið 2002 en Valsmenn eru aðeins með fjögur stig eftir sex fyrstu leiki sína í sumar. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar hafa tapað fjórum af fyrstu sex leikjum sínum og þegar lent níu sinnum undir í leikjum sínum. Skagamenn höfðu fyrir sautján árum síðan slegið met Víkinga frá 1992 og KA-manna frá 1990. Öll þessu þrjú lið sem áttu áður metið höfðu unnið frekar óvænta sigra sumarið á undan. KA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 1989, Víkingi var spáð fjórða sæti þegar liðið vann titilinn 1991 og ÍA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 2002. Valsmenn unnu Íslandsmeistaratitilinn hins vegar annað árið í röð síðasta haust og var spáð Íslandsmeistaratitlinum bæði í ár og í fyrra. Skagamenn enduðu í fimmta sæti sumarið 2002 eftir að hafa tekið aðeins við sér en bæði Víkingsliðið frá 1992 og KA-liðið frá 1990 rétt sluppu við fall í sinni titilvörn. KA endaði í áttunda sæti haustið 1990 og Víkingar í sjöunda sæti en Víkingsliðið bjargaði sér þó ekki frá falli fyrr en í lokaumferðinni. Það er líka mjög fróðlegt að bera saman þessa byrjun og þegar Ólafur Jóhannesson hefur áður verið í titilvörn með lið sitt. Þetta er hans fimmta titilvörn og í hinum fjórum hafði hann aðeins samanlagt tapað einum leik í fyrstu sex umferðunum. Það tap kom einmitt í Grindavík í fyrra. Þegar hann var í titilvörnunum með FH-liðinu frá 2005 til 2007 þá tapaði liðið ekki einum leik í sex fyrstu umferðunum og náði í 50 stig af 54 mögulegum eða 93 prósent stiga í boði.Fæst stig Íslandsmeistara í fyrstu sex leikjunum í titilvörn(Frá því að 3ja stiga reglan var tekin upp 1984) 4 - Valur 2019 5 - ÍA 2002 6 - Víkingur R. 1992 6 - KA 1990 7 - Breiðablik 2011 7 - KR 2001 8 - FH 2010 8 - KR 2003 8 - Valur 1988 8 - Fram 1987Tapleikir í fyrstu sex leikjunum í titilvörnum Ólafs Jóhannessonar: 2019 með Val - 4 tapleikir í 6 leikjum (4 stig og -3 í markatölu) 2018 með Val - 1 tapleikur í 6 leikjum (9 stig og +1 í markatölu) 2007 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +10 í markatölu) 2006 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +8 í markatölu) 2005 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (18 stig og +14 í markatölu) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Valsmenn eru búnir að tryggja sér óvinsælt met með þessari skelfilegu byrjun sinni í Pepsi Max deild karla. Engin titilvörn hefur byrjað jafnilla síðan farið var að gefa þrjú stig fyrir sigur sumarið 1984. Valsmenn slógu met Skagamanna frá árinu 2002. Skagamenn fengu aðeins fimm stig í fyrstu sex umferðunum sumarið 2002 en Valsmenn eru aðeins með fjögur stig eftir sex fyrstu leiki sína í sumar. Lærisveinar Ólafs Jóhannessonar hafa tapað fjórum af fyrstu sex leikjum sínum og þegar lent níu sinnum undir í leikjum sínum. Skagamenn höfðu fyrir sautján árum síðan slegið met Víkinga frá 1992 og KA-manna frá 1990. Öll þessu þrjú lið sem áttu áður metið höfðu unnið frekar óvænta sigra sumarið á undan. KA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 1989, Víkingi var spáð fjórða sæti þegar liðið vann titilinn 1991 og ÍA var spáð fimmta sæti þegar liðið vann titilinn 2002. Valsmenn unnu Íslandsmeistaratitilinn hins vegar annað árið í röð síðasta haust og var spáð Íslandsmeistaratitlinum bæði í ár og í fyrra. Skagamenn enduðu í fimmta sæti sumarið 2002 eftir að hafa tekið aðeins við sér en bæði Víkingsliðið frá 1992 og KA-liðið frá 1990 rétt sluppu við fall í sinni titilvörn. KA endaði í áttunda sæti haustið 1990 og Víkingar í sjöunda sæti en Víkingsliðið bjargaði sér þó ekki frá falli fyrr en í lokaumferðinni. Það er líka mjög fróðlegt að bera saman þessa byrjun og þegar Ólafur Jóhannesson hefur áður verið í titilvörn með lið sitt. Þetta er hans fimmta titilvörn og í hinum fjórum hafði hann aðeins samanlagt tapað einum leik í fyrstu sex umferðunum. Það tap kom einmitt í Grindavík í fyrra. Þegar hann var í titilvörnunum með FH-liðinu frá 2005 til 2007 þá tapaði liðið ekki einum leik í sex fyrstu umferðunum og náði í 50 stig af 54 mögulegum eða 93 prósent stiga í boði.Fæst stig Íslandsmeistara í fyrstu sex leikjunum í titilvörn(Frá því að 3ja stiga reglan var tekin upp 1984) 4 - Valur 2019 5 - ÍA 2002 6 - Víkingur R. 1992 6 - KA 1990 7 - Breiðablik 2011 7 - KR 2001 8 - FH 2010 8 - KR 2003 8 - Valur 1988 8 - Fram 1987Tapleikir í fyrstu sex leikjunum í titilvörnum Ólafs Jóhannessonar: 2019 með Val - 4 tapleikir í 6 leikjum (4 stig og -3 í markatölu) 2018 með Val - 1 tapleikur í 6 leikjum (9 stig og +1 í markatölu) 2007 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +10 í markatölu) 2006 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (16 stig og +8 í markatölu) 2005 með FH - 0 tapleikir í 6 leikjum (18 stig og +14 í markatölu)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira