Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 23:46 Johnson & Johnson er sakað um að hafa visvitandi ýtt undir ópíóðafaraldurinn. getty/Andrew Harrer Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Johnson & Johnson neitar allri sök og segir markaðssetninguna hafa verið ábyrga. Þetta er það fyrsta af 2.000 málum sem ríki Bandaríkjanna höfða gegn lyfjafyrirtækjum vegna ópíóða faraldursins. Á hverjum degi deyja 130 bandarískir einstaklingar að meðaltali, vegna ofskammts af ópíóðalyfjum, samkvæmt tölum Centers for Disease Control and Prevention. Árið 2017 dóu 70.200 einstaklingar af ofskammti og höfðu 68% þeirra tekið inn ópíóðalyf, bæði með lyfjaávísun og ólöglega.Dómsmálið Í opnunaryfirlýsingu sagði saksóknari Johnson & Johnson, auk lyfjarisanna Purdue Pharma, sem framleiðir OxyContin, og Teva Pharmaceuticals hafa þrýst á lækna að skrifa út fleiri lyfseðla fyrir ópíóðalyfjum á 10. áratugnum, með misvísandi markaðssetningu. Brad Beckworth, saksóknari í málinu, sagði Johnson & Johnson hafa markaðssett ópíóða sem „örugga og skilvirka leið til að takast á við daglega verki“ en hafa lagt lítið upp úr því hve ávanabindandi lyfið væri og þar með ýtt undir offramboð af lyfinu. „Ef boðið er upp á of mikið af þessum lyfjum leiðir það til dauða fólks,“ sagði hann. Mike Hunter, ríkissaksóknari Oklahoma, sagði við dómssalinn að það væri tími til kominn að gera fyrirtækin „ábyrg fyrir gjörðum sínum.“ „Þetta er stærsta heilbrigðisógn, sem hefur verið búin til af mönnum, í sögu þessa ríkis. Til að segja alveg eins og er, þá er þetta neyðarástand voðalegt fyrir Oklahoma,“ bætti hann við. Larry Ottaway, lögmaður Johnson & Johnson, sagði að markaðssetning fyrirtækisins hafi ekki haldið neinu öðru fram en US Food and Drug Administration gerði árið 2009, sem sagði verkjalyf, væru þau notuð á réttan hátt, sjaldan ávanabindandi. „Við erum ekki að gera lítið úr neinum, en staðreyndir eru staðreyndir,“ sagði hann. OxyContin sem framleitt er af Purdue Pharma er eitt umtalaðasta ópíóðalyf sem framleitt hefur verið.getty/George FreySáttagreiðslur Purdue Pharma og Teva Pharmaceuticals sömdu um sáttagreiðslur í málinu en Purdue greiddi Oklahoma 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Teva samþykkti á sunnudag að greiða 10,5 milljarða íslenskra króna í sáttagreiðslur. Fjármagnið sem lyfjarisarnir greiða mun verða varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma. Bandaríkin Fíkn Heilsa Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Lyfjaframleiðandinn Johnson & Johnson kom fyrir dóm í Oklahoma í dag en fyrirtækið er ákært fyrir að hafa vísvitandi gefið ópíóðafaraldrinum svokallaða byr undir báða vængi, notað rangar upplýsingar við markaðssetningu verkjalyfja og að hafa lagt lítið upp úr hættu á fíkn. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Johnson & Johnson neitar allri sök og segir markaðssetninguna hafa verið ábyrga. Þetta er það fyrsta af 2.000 málum sem ríki Bandaríkjanna höfða gegn lyfjafyrirtækjum vegna ópíóða faraldursins. Á hverjum degi deyja 130 bandarískir einstaklingar að meðaltali, vegna ofskammts af ópíóðalyfjum, samkvæmt tölum Centers for Disease Control and Prevention. Árið 2017 dóu 70.200 einstaklingar af ofskammti og höfðu 68% þeirra tekið inn ópíóðalyf, bæði með lyfjaávísun og ólöglega.Dómsmálið Í opnunaryfirlýsingu sagði saksóknari Johnson & Johnson, auk lyfjarisanna Purdue Pharma, sem framleiðir OxyContin, og Teva Pharmaceuticals hafa þrýst á lækna að skrifa út fleiri lyfseðla fyrir ópíóðalyfjum á 10. áratugnum, með misvísandi markaðssetningu. Brad Beckworth, saksóknari í málinu, sagði Johnson & Johnson hafa markaðssett ópíóða sem „örugga og skilvirka leið til að takast á við daglega verki“ en hafa lagt lítið upp úr því hve ávanabindandi lyfið væri og þar með ýtt undir offramboð af lyfinu. „Ef boðið er upp á of mikið af þessum lyfjum leiðir það til dauða fólks,“ sagði hann. Mike Hunter, ríkissaksóknari Oklahoma, sagði við dómssalinn að það væri tími til kominn að gera fyrirtækin „ábyrg fyrir gjörðum sínum.“ „Þetta er stærsta heilbrigðisógn, sem hefur verið búin til af mönnum, í sögu þessa ríkis. Til að segja alveg eins og er, þá er þetta neyðarástand voðalegt fyrir Oklahoma,“ bætti hann við. Larry Ottaway, lögmaður Johnson & Johnson, sagði að markaðssetning fyrirtækisins hafi ekki haldið neinu öðru fram en US Food and Drug Administration gerði árið 2009, sem sagði verkjalyf, væru þau notuð á réttan hátt, sjaldan ávanabindandi. „Við erum ekki að gera lítið úr neinum, en staðreyndir eru staðreyndir,“ sagði hann. OxyContin sem framleitt er af Purdue Pharma er eitt umtalaðasta ópíóðalyf sem framleitt hefur verið.getty/George FreySáttagreiðslur Purdue Pharma og Teva Pharmaceuticals sömdu um sáttagreiðslur í málinu en Purdue greiddi Oklahoma 33,5 milljarða íslenskra króna í mars síðastliðnum. Teva samþykkti á sunnudag að greiða 10,5 milljarða íslenskra króna í sáttagreiðslur. Fjármagnið sem lyfjarisarnir greiða mun verða varið í verkefni til að reyna að takast á við ópíóðafaraldurinn í Oklahoma.
Bandaríkin Fíkn Heilsa Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent