Sætir sigrar Ingimar Einarsson skrifar 29. maí 2019 06:45 Um áratugaskeið voru heilbrigðismál nánast utan hinnar stjórnmálalegu umræðu í þjóðfélaginu. Ráðuneyti heilbrigðismála var ekki stofnað fyrr en árið 1970 og stjórnsýsluleg ábyrgð málaflokksins var áður á hendi dómsmála-, félagsmála- og ekki síst fjármálaráðuneytis. Á 8. og 9. áratugum síðustu aldar beitti Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) sér fyrir stefnumótun og áætlanagerð í heilbrigðismálum meðal aðildarríkja sinna. Flestar þjóðir Evrópu höfðu á þessum tíma sett sér sérstakar landsáætlanir í því skyni að uppfylla þau 38 heilbrigðismarkmið sem sett voru í Evrópu árið 1984 í samræmi við stefnumótunina „Health for All“ til ársins 2000 og Alma Ata yfirlýsinguna frá árinu 1978. Í upphafi fyrsta áratugar þessarar aldar var samþykkt heilbrigðisáætlun fyrir Ísland til ársins 2010 og fylgdi hún í stórum dráttum Evrópuáætlun WHO (Health21) en jafnframt voru skilgreind séríslensk markmið fyrir Ísland og tölulegir mælikvarðar. Í heilbrigðisáætluninni voru þannig sett fram mælanleg forgangsmarkmið, m.a. á sviði áfengis-, fíkniefna- og tóbaksvarna, slysavarna, krabbameinsvarna, geðverndar og hjarta- og heilsuverndar. Við lok fyrsta áratugar aldarinnar var ráðist í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og varðandi Ísland var ætlunin að hún myndi leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Við þá áætlanagerð var heilbrigðisáætlun Evrópuskrifstofu WHO einkum höfð til hliðsjónar. Árið 2012 samþykktu svo aðildarríki WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Í upphafi þessa árs lagði heilbrigðisráðherra fram þingsályktunartillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Var þar lögð áhersla á að efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins og þá þjónustu sem veitt er og þörf á að veita. Þessi stefnumótun er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar snýr þriðja markmiðið af 17 að heilsu og vellíðan allra aldurshópa, frá vöggu til grafar. Þannig gæti markvissari heilbrigðis- og velferðarstefna orðið lykillinn að bjartari framtíð í heilbrigðismálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingimar Einarsson Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Um áratugaskeið voru heilbrigðismál nánast utan hinnar stjórnmálalegu umræðu í þjóðfélaginu. Ráðuneyti heilbrigðismála var ekki stofnað fyrr en árið 1970 og stjórnsýsluleg ábyrgð málaflokksins var áður á hendi dómsmála-, félagsmála- og ekki síst fjármálaráðuneytis. Á 8. og 9. áratugum síðustu aldar beitti Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) sér fyrir stefnumótun og áætlanagerð í heilbrigðismálum meðal aðildarríkja sinna. Flestar þjóðir Evrópu höfðu á þessum tíma sett sér sérstakar landsáætlanir í því skyni að uppfylla þau 38 heilbrigðismarkmið sem sett voru í Evrópu árið 1984 í samræmi við stefnumótunina „Health for All“ til ársins 2000 og Alma Ata yfirlýsinguna frá árinu 1978. Í upphafi fyrsta áratugar þessarar aldar var samþykkt heilbrigðisáætlun fyrir Ísland til ársins 2010 og fylgdi hún í stórum dráttum Evrópuáætlun WHO (Health21) en jafnframt voru skilgreind séríslensk markmið fyrir Ísland og tölulegir mælikvarðar. Í heilbrigðisáætluninni voru þannig sett fram mælanleg forgangsmarkmið, m.a. á sviði áfengis-, fíkniefna- og tóbaksvarna, slysavarna, krabbameinsvarna, geðverndar og hjarta- og heilsuverndar. Við lok fyrsta áratugar aldarinnar var ráðist í gerð heilbrigðisáætlunar til ársins 2020 og varðandi Ísland var ætlunin að hún myndi leysa af hólmi fyrrnefnda áætlun til ársins 2010. Við þá áætlanagerð var heilbrigðisáætlun Evrópuskrifstofu WHO einkum höfð til hliðsjónar. Árið 2012 samþykktu svo aðildarríki WHO í Evrópu evrópska heilbrigðisstefnu til ársins 2020 (Health 2020). Í upphafi þessa árs lagði heilbrigðisráðherra fram þingsályktunartillögu um heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Var þar lögð áhersla á að efla grunnstoðir heilbrigðiskerfisins og þá þjónustu sem veitt er og þörf á að veita. Þessi stefnumótun er í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar snýr þriðja markmiðið af 17 að heilsu og vellíðan allra aldurshópa, frá vöggu til grafar. Þannig gæti markvissari heilbrigðis- og velferðarstefna orðið lykillinn að bjartari framtíð í heilbrigðismálum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar