Uppbygging í Bláfjöllum geti hæglega endað í katastrófu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. maí 2019 06:45 Snjóframleiðsla í Bláfjöllum mun fjölga opnunardögum og áætlað er að heildaraðsókn aukist um 50 prósent. Aukin bílaumferð eykur líkur á slysum og skapar þar með ógn við vatnsvernd. Fréttablaðið/Anton Brink Forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. óttast að verið sé að bjóða hættunni heim með framkvæmdum á Bláfjallasvæðinu. Slys af völdum aukinnar umferðar geti endað í katastrófu fyrir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Margir umsagnaraðilar lýstu áhyggjum af þessum uppbyggingaráformum með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að framkvæmdirnar hefðu ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þyrfti því ekki að fara í umhverfismat. Til hefur staðið lengi að ráðast í uppbyggingu á skíðasvæðinu sem felur í sér skíðabrekkur, skíðalyftur, skíðagöngusvæði og snjóframleiðslu sem áætlað er að muni auka heildaraðsókn um 50 prósent og gestafjöldi verði um 60 þúsund að meðaltali á ári. Það er þessi aukning, með tilheyrandi umferð um lélega vegi yfir grunnvatnsstrauma höfuðborgarsvæðisins sem Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. hefur alvarlegar áhyggjur af. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af þessari umferð sem mun fylgja uppbyggingunni og hvernig skýrslan sem ákvörðunin er byggð á er unnin. Grunnvatnsstraumar eru ekki algjörlega þekktir þarna og því ákveðin hætta að byggja upp áður en það liggur til grundvallar,“ segir Arndís og bætir við að Veitur hafi skilað umsögn en þótt skrýtið að vera ekki umsagnaraðili í málinu miðað við hlutverk sitt í vatnsveitu til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og bílastæði svæðisins.Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. Fréttablaðið/Arnþór„Báðir grunnvatnsstraumar sem veita vatni til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs liggja í gegnum þennan veg og uppbyggingarsvæðið sjálf. Ég hef ekki miklar áhyggjur af snjóframleiðslu og mannvirkjagerð. Það er þessi umferð. Vegaáætlun þarf að vera komin og í mínum huga þarf fyrst að vera búið að tryggja að vegurinn verði bættur og horft til vatnsverndarsjónarmiða áður en farið er í uppbyggingu.“ Sú staðreynd að verkið þurfi ekki í umhverfismat segir Arndís að þýði að hægt sé að hefja uppbygginguna í Bláfjöllum. „En engu að síður er ekki búið að negla niður í vegaáætlun uppbyggingu á vegum sem þýðir að þeir fara bara af stað með lélegan veg og það gæti bara endað mjög katastrófískt.“ Hún varar við að enn þurfi miklar rannsóknir á svæðinu til, meðal annars á grunnvatnsstraumunum og hvar vatnaskil liggi. „Við verðum að horfa margar kynslóðir fram í tímann og ef við lendum í olíumengun þá getum við eyðilagt vatnsból. Við verðum að passa upp á þetta mikla fjöregg sem við eigum. Það er ekki hlaupið að því að finna ný vatnsból.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundruða milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. óttast að verið sé að bjóða hættunni heim með framkvæmdum á Bláfjallasvæðinu. Slys af völdum aukinnar umferðar geti endað í katastrófu fyrir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Margir umsagnaraðilar lýstu áhyggjum af þessum uppbyggingaráformum með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að framkvæmdirnar hefðu ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þyrfti því ekki að fara í umhverfismat. Til hefur staðið lengi að ráðast í uppbyggingu á skíðasvæðinu sem felur í sér skíðabrekkur, skíðalyftur, skíðagöngusvæði og snjóframleiðslu sem áætlað er að muni auka heildaraðsókn um 50 prósent og gestafjöldi verði um 60 þúsund að meðaltali á ári. Það er þessi aukning, með tilheyrandi umferð um lélega vegi yfir grunnvatnsstrauma höfuðborgarsvæðisins sem Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. hefur alvarlegar áhyggjur af. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af þessari umferð sem mun fylgja uppbyggingunni og hvernig skýrslan sem ákvörðunin er byggð á er unnin. Grunnvatnsstraumar eru ekki algjörlega þekktir þarna og því ákveðin hætta að byggja upp áður en það liggur til grundvallar,“ segir Arndís og bætir við að Veitur hafi skilað umsögn en þótt skrýtið að vera ekki umsagnaraðili í málinu miðað við hlutverk sitt í vatnsveitu til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og bílastæði svæðisins.Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. Fréttablaðið/Arnþór„Báðir grunnvatnsstraumar sem veita vatni til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs liggja í gegnum þennan veg og uppbyggingarsvæðið sjálf. Ég hef ekki miklar áhyggjur af snjóframleiðslu og mannvirkjagerð. Það er þessi umferð. Vegaáætlun þarf að vera komin og í mínum huga þarf fyrst að vera búið að tryggja að vegurinn verði bættur og horft til vatnsverndarsjónarmiða áður en farið er í uppbyggingu.“ Sú staðreynd að verkið þurfi ekki í umhverfismat segir Arndís að þýði að hægt sé að hefja uppbygginguna í Bláfjöllum. „En engu að síður er ekki búið að negla niður í vegaáætlun uppbyggingu á vegum sem þýðir að þeir fara bara af stað með lélegan veg og það gæti bara endað mjög katastrófískt.“ Hún varar við að enn þurfi miklar rannsóknir á svæðinu til, meðal annars á grunnvatnsstraumunum og hvar vatnaskil liggi. „Við verðum að horfa margar kynslóðir fram í tímann og ef við lendum í olíumengun þá getum við eyðilagt vatnsból. Við verðum að passa upp á þetta mikla fjöregg sem við eigum. Það er ekki hlaupið að því að finna ný vatnsból.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundruða milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira