Uppbygging í Bláfjöllum geti hæglega endað í katastrófu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. maí 2019 06:45 Snjóframleiðsla í Bláfjöllum mun fjölga opnunardögum og áætlað er að heildaraðsókn aukist um 50 prósent. Aukin bílaumferð eykur líkur á slysum og skapar þar með ógn við vatnsvernd. Fréttablaðið/Anton Brink Forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. óttast að verið sé að bjóða hættunni heim með framkvæmdum á Bláfjallasvæðinu. Slys af völdum aukinnar umferðar geti endað í katastrófu fyrir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Margir umsagnaraðilar lýstu áhyggjum af þessum uppbyggingaráformum með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að framkvæmdirnar hefðu ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þyrfti því ekki að fara í umhverfismat. Til hefur staðið lengi að ráðast í uppbyggingu á skíðasvæðinu sem felur í sér skíðabrekkur, skíðalyftur, skíðagöngusvæði og snjóframleiðslu sem áætlað er að muni auka heildaraðsókn um 50 prósent og gestafjöldi verði um 60 þúsund að meðaltali á ári. Það er þessi aukning, með tilheyrandi umferð um lélega vegi yfir grunnvatnsstrauma höfuðborgarsvæðisins sem Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. hefur alvarlegar áhyggjur af. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af þessari umferð sem mun fylgja uppbyggingunni og hvernig skýrslan sem ákvörðunin er byggð á er unnin. Grunnvatnsstraumar eru ekki algjörlega þekktir þarna og því ákveðin hætta að byggja upp áður en það liggur til grundvallar,“ segir Arndís og bætir við að Veitur hafi skilað umsögn en þótt skrýtið að vera ekki umsagnaraðili í málinu miðað við hlutverk sitt í vatnsveitu til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og bílastæði svæðisins.Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. Fréttablaðið/Arnþór„Báðir grunnvatnsstraumar sem veita vatni til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs liggja í gegnum þennan veg og uppbyggingarsvæðið sjálf. Ég hef ekki miklar áhyggjur af snjóframleiðslu og mannvirkjagerð. Það er þessi umferð. Vegaáætlun þarf að vera komin og í mínum huga þarf fyrst að vera búið að tryggja að vegurinn verði bættur og horft til vatnsverndarsjónarmiða áður en farið er í uppbyggingu.“ Sú staðreynd að verkið þurfi ekki í umhverfismat segir Arndís að þýði að hægt sé að hefja uppbygginguna í Bláfjöllum. „En engu að síður er ekki búið að negla niður í vegaáætlun uppbyggingu á vegum sem þýðir að þeir fara bara af stað með lélegan veg og það gæti bara endað mjög katastrófískt.“ Hún varar við að enn þurfi miklar rannsóknir á svæðinu til, meðal annars á grunnvatnsstraumunum og hvar vatnaskil liggi. „Við verðum að horfa margar kynslóðir fram í tímann og ef við lendum í olíumengun þá getum við eyðilagt vatnsból. Við verðum að passa upp á þetta mikla fjöregg sem við eigum. Það er ekki hlaupið að því að finna ný vatnsból.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. óttast að verið sé að bjóða hættunni heim með framkvæmdum á Bláfjallasvæðinu. Slys af völdum aukinnar umferðar geti endað í katastrófu fyrir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Margir umsagnaraðilar lýstu áhyggjum af þessum uppbyggingaráformum með tilliti til vatnsverndarsjónarmiða. Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að framkvæmdirnar hefðu ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og þyrfti því ekki að fara í umhverfismat. Til hefur staðið lengi að ráðast í uppbyggingu á skíðasvæðinu sem felur í sér skíðabrekkur, skíðalyftur, skíðagöngusvæði og snjóframleiðslu sem áætlað er að muni auka heildaraðsókn um 50 prósent og gestafjöldi verði um 60 þúsund að meðaltali á ári. Það er þessi aukning, með tilheyrandi umferð um lélega vegi yfir grunnvatnsstrauma höfuðborgarsvæðisins sem Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. hefur alvarlegar áhyggjur af. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af þessari umferð sem mun fylgja uppbyggingunni og hvernig skýrslan sem ákvörðunin er byggð á er unnin. Grunnvatnsstraumar eru ekki algjörlega þekktir þarna og því ákveðin hætta að byggja upp áður en það liggur til grundvallar,“ segir Arndís og bætir við að Veitur hafi skilað umsögn en þótt skrýtið að vera ekki umsagnaraðili í málinu miðað við hlutverk sitt í vatnsveitu til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Brýnar úrbætur þurfi á Bláfjallavegi og bílastæði svæðisins.Arndís Ósk Ólafsdóttir Arnalds, forstöðumaður Vatnsveitu hjá Veitum ohf. Fréttablaðið/Arnþór„Báðir grunnvatnsstraumar sem veita vatni til Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs liggja í gegnum þennan veg og uppbyggingarsvæðið sjálf. Ég hef ekki miklar áhyggjur af snjóframleiðslu og mannvirkjagerð. Það er þessi umferð. Vegaáætlun þarf að vera komin og í mínum huga þarf fyrst að vera búið að tryggja að vegurinn verði bættur og horft til vatnsverndarsjónarmiða áður en farið er í uppbyggingu.“ Sú staðreynd að verkið þurfi ekki í umhverfismat segir Arndís að þýði að hægt sé að hefja uppbygginguna í Bláfjöllum. „En engu að síður er ekki búið að negla niður í vegaáætlun uppbyggingu á vegum sem þýðir að þeir fara bara af stað með lélegan veg og það gæti bara endað mjög katastrófískt.“ Hún varar við að enn þurfi miklar rannsóknir á svæðinu til, meðal annars á grunnvatnsstraumunum og hvar vatnaskil liggi. „Við verðum að horfa margar kynslóðir fram í tímann og ef við lendum í olíumengun þá getum við eyðilagt vatnsból. Við verðum að passa upp á þetta mikla fjöregg sem við eigum. Það er ekki hlaupið að því að finna ný vatnsból.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skíðasvæði Umhverfismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira