Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2019 10:58 Sporðlaus hákarlinn sést synda í burtu frá bátnum. Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. Viðkomandi á yfir höfði sér stjórnvaldssekt, málið verður kært til lögreglu eða látið niður falla. Myndband af dýraníðinu hefur farið sem eldur í sinu um netheima undanfarinn sólarhring og skapað mikla reiðu, sérstaklega á meðal dýravina. Gunnlaugur Auðunn Árnason, sem situr í stjórn útgerðarfélagsins Sæfells, sem gerir Bíldsey út, segir að öllum þremur skipverjnum sem komið hafi nálægt málinu hafi verið sagt upp. Sá fjórði, skipstjórinn samkvæmt heimildum Vísis, er enn með vinnu. „Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur,“ sagði í tilkynningu frá Sæfelli í gær vegna málsins.Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýralæknir.Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir fjölmargar ábendingar hafa borist stofnuninni í gær þótt ekki hafi verið tekið saman hve margar þær séu. Hún segir málið komið í ferli. Haft hafi verið samband við gerandann sem sé fyrsta skref. Þar hafi viðkomandi möguleika á að segja sína hlið á málinu og svo sé farið yfir önnur gögn, eins og myndband í þessu tilfelli. Í framhaldinu, eins og í öðrum málum, er tekin ákvörðun tekin hvort viðkomandi fái stjórnvaldssekt, mál hans kært til lögreglu eða látið niður falla. Tveir menn sáust á myndbandinu sem annar skipverjanna birti á Facebook. Matvælastofnun beinir spjótum sínum fyrst og fremst að þeim aðila sem framkvæmdi verknaðinn.„Það eru fleiri sem koma að en það virðist vera svo að það sé fyrst og fremst einn sem tekur ákvörðun um að skera og framkvæma.“ Í myndbandinu heyrist hinn aðilinn spyrja viðkomandi hvort hann hafi skorið sporðinn af hákarlinum. Þóra segir að ábendingum um slæma meðferð á dýrum hafi fjölgað mikið eftir að ábendingarhnappi var komið upp á heimasíðu Matvælastofnunar árið 2013. Eftir það hafi ábendingum fjölgað úr um 50 á ári í 400-500 á ári. Hafa verði þó í huga að oft berist margar ábendingar um sama málið. Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. Viðkomandi á yfir höfði sér stjórnvaldssekt, málið verður kært til lögreglu eða látið niður falla. Myndband af dýraníðinu hefur farið sem eldur í sinu um netheima undanfarinn sólarhring og skapað mikla reiðu, sérstaklega á meðal dýravina. Gunnlaugur Auðunn Árnason, sem situr í stjórn útgerðarfélagsins Sæfells, sem gerir Bíldsey út, segir að öllum þremur skipverjnum sem komið hafi nálægt málinu hafi verið sagt upp. Sá fjórði, skipstjórinn samkvæmt heimildum Vísis, er enn með vinnu. „Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur,“ sagði í tilkynningu frá Sæfelli í gær vegna málsins.Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýralæknir.Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir fjölmargar ábendingar hafa borist stofnuninni í gær þótt ekki hafi verið tekið saman hve margar þær séu. Hún segir málið komið í ferli. Haft hafi verið samband við gerandann sem sé fyrsta skref. Þar hafi viðkomandi möguleika á að segja sína hlið á málinu og svo sé farið yfir önnur gögn, eins og myndband í þessu tilfelli. Í framhaldinu, eins og í öðrum málum, er tekin ákvörðun tekin hvort viðkomandi fái stjórnvaldssekt, mál hans kært til lögreglu eða látið niður falla. Tveir menn sáust á myndbandinu sem annar skipverjanna birti á Facebook. Matvælastofnun beinir spjótum sínum fyrst og fremst að þeim aðila sem framkvæmdi verknaðinn.„Það eru fleiri sem koma að en það virðist vera svo að það sé fyrst og fremst einn sem tekur ákvörðun um að skera og framkvæma.“ Í myndbandinu heyrist hinn aðilinn spyrja viðkomandi hvort hann hafi skorið sporðinn af hákarlinum. Þóra segir að ábendingum um slæma meðferð á dýrum hafi fjölgað mikið eftir að ábendingarhnappi var komið upp á heimasíðu Matvælastofnunar árið 2013. Eftir það hafi ábendingum fjölgað úr um 50 á ári í 400-500 á ári. Hafa verði þó í huga að oft berist margar ábendingar um sama málið.
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42
Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09