Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2019 10:58 Sporðlaus hákarlinn sést synda í burtu frá bátnum. Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. Viðkomandi á yfir höfði sér stjórnvaldssekt, málið verður kært til lögreglu eða látið niður falla. Myndband af dýraníðinu hefur farið sem eldur í sinu um netheima undanfarinn sólarhring og skapað mikla reiðu, sérstaklega á meðal dýravina. Gunnlaugur Auðunn Árnason, sem situr í stjórn útgerðarfélagsins Sæfells, sem gerir Bíldsey út, segir að öllum þremur skipverjnum sem komið hafi nálægt málinu hafi verið sagt upp. Sá fjórði, skipstjórinn samkvæmt heimildum Vísis, er enn með vinnu. „Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur,“ sagði í tilkynningu frá Sæfelli í gær vegna málsins.Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýralæknir.Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir fjölmargar ábendingar hafa borist stofnuninni í gær þótt ekki hafi verið tekið saman hve margar þær séu. Hún segir málið komið í ferli. Haft hafi verið samband við gerandann sem sé fyrsta skref. Þar hafi viðkomandi möguleika á að segja sína hlið á málinu og svo sé farið yfir önnur gögn, eins og myndband í þessu tilfelli. Í framhaldinu, eins og í öðrum málum, er tekin ákvörðun tekin hvort viðkomandi fái stjórnvaldssekt, mál hans kært til lögreglu eða látið niður falla. Tveir menn sáust á myndbandinu sem annar skipverjanna birti á Facebook. Matvælastofnun beinir spjótum sínum fyrst og fremst að þeim aðila sem framkvæmdi verknaðinn.„Það eru fleiri sem koma að en það virðist vera svo að það sé fyrst og fremst einn sem tekur ákvörðun um að skera og framkvæma.“ Í myndbandinu heyrist hinn aðilinn spyrja viðkomandi hvort hann hafi skorið sporðinn af hákarlinum. Þóra segir að ábendingum um slæma meðferð á dýrum hafi fjölgað mikið eftir að ábendingarhnappi var komið upp á heimasíðu Matvælastofnunar árið 2013. Eftir það hafi ábendingum fjölgað úr um 50 á ári í 400-500 á ári. Hafa verði þó í huga að oft berist margar ábendingar um sama málið. Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. Viðkomandi á yfir höfði sér stjórnvaldssekt, málið verður kært til lögreglu eða látið niður falla. Myndband af dýraníðinu hefur farið sem eldur í sinu um netheima undanfarinn sólarhring og skapað mikla reiðu, sérstaklega á meðal dýravina. Gunnlaugur Auðunn Árnason, sem situr í stjórn útgerðarfélagsins Sæfells, sem gerir Bíldsey út, segir að öllum þremur skipverjnum sem komið hafi nálægt málinu hafi verið sagt upp. Sá fjórði, skipstjórinn samkvæmt heimildum Vísis, er enn með vinnu. „Við höfum hingað til reynt að tileinka okkur góð vinnubrögð og ábyrga umgengni um auðlindina og lífið almennt. Þessi atburður er algjörlega óréttlætanlegur og þeir sem stóðu þarna að verki eiga sér engar málsbætur,“ sagði í tilkynningu frá Sæfelli í gær vegna málsins.Þóra Jóhanna Jónasdóttir dýralæknir.Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir hjá MAST, segir fjölmargar ábendingar hafa borist stofnuninni í gær þótt ekki hafi verið tekið saman hve margar þær séu. Hún segir málið komið í ferli. Haft hafi verið samband við gerandann sem sé fyrsta skref. Þar hafi viðkomandi möguleika á að segja sína hlið á málinu og svo sé farið yfir önnur gögn, eins og myndband í þessu tilfelli. Í framhaldinu, eins og í öðrum málum, er tekin ákvörðun tekin hvort viðkomandi fái stjórnvaldssekt, mál hans kært til lögreglu eða látið niður falla. Tveir menn sáust á myndbandinu sem annar skipverjanna birti á Facebook. Matvælastofnun beinir spjótum sínum fyrst og fremst að þeim aðila sem framkvæmdi verknaðinn.„Það eru fleiri sem koma að en það virðist vera svo að það sé fyrst og fremst einn sem tekur ákvörðun um að skera og framkvæma.“ Í myndbandinu heyrist hinn aðilinn spyrja viðkomandi hvort hann hafi skorið sporðinn af hákarlinum. Þóra segir að ábendingum um slæma meðferð á dýrum hafi fjölgað mikið eftir að ábendingarhnappi var komið upp á heimasíðu Matvælastofnunar árið 2013. Eftir það hafi ábendingum fjölgað úr um 50 á ári í 400-500 á ári. Hafa verði þó í huga að oft berist margar ábendingar um sama málið.
Dýr Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36 Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42 Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. 29. maí 2019 10:36
Skáru sporðinn af hákarli og birtu myndband á netinu Myndskeið af tveimur skipverjum á bátnum Bíldsey SH-65 að skera sporð af hákarli er í mikilli dreifingu á netinu þessa stundina. 28. maí 2019 13:42
Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. 28. maí 2019 17:09