Ætlar að stórbæta réttindi leigjenda Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. maí 2019 12:45 Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Vísir/Vilhelm Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Félagsmálaráðherra segir að frumvarp um breytingar á húsleigulögum verði lagt fyrir Alþingi í haust þar sem komi fram verulegar réttarbætur fyrir leigjendur. Leigjendur hér á landi hafa lengi kvartað undan meira óöryggi en leigjendur í nágrannalöndunum, hvað varðar t.d. tíða hækkun leiguverðs eða skyndilega uppsögn samnings. Í janúar lagði átakshópur í húsnæðismálum til að húsaleigulög yrði endurskoðuð svo bæta mætti réttarstöðu þeirra þrjátíu þúsund einstaklinga sem eru á leigumarkaði hér á landi. Íbúðalánasjóður og Félagsmálaráðuneytið héldu Leigudaginn í dag á Hilton Reykjavík. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að umræður og vinnustofur þar verði nýttar í tillögur í frumvarp um breytingar á húsaleigulögum sem verður lagt fyrir Alþingi í haust. „Það sem er verið að skoða er hvort að ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildir til að breyta henni á leigutíma sé hægt að takmarka það eitthvað og líka lengd leigusamnings og uppsögn hans. Skilgreina langtímatímaleigu og úrræða og viðurlög gegnum brotum á ákvæðum húsaleigulaga,“ sagði Ásmundur Einar. Hann býst við að fram komi talsverðar breytingar á þessum málum enda sé kveðið á það í hinum svokallaða lífskjarasamningi stjórnvalda og vinnumarkaðarins. Ásmundur segir að litið verði til nágrannalanda í þessu samhengi þar sem réttindi leigjenda séu mun betri en hér á landi. Leigjendum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. „Það er 60% aukning frá tímabilinu 2004-2006 til 2014 til 2016. Á sama tíma jókst heildarfjöldi heimila aðeins um 14%. Misvægi er mikið. Leigjendur eru tekjulægsti hópur samfélagsins en vill gjarnan vera í eigin húsnæði þannig að þú sérð að það er mjög aðkallandi að stíga fast til jarðar þarna,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Alls eru þrjátíu þúsund manns á leigumarkaði hér á landi og hefur þeim fjölgað um sextíu prósent á rúmum tíu árum. Félagsmálaráðherra segir að frumvarp um breytingar á húsleigulögum verði lagt fyrir Alþingi í haust þar sem komi fram verulegar réttarbætur fyrir leigjendur. Leigjendur hér á landi hafa lengi kvartað undan meira óöryggi en leigjendur í nágrannalöndunum, hvað varðar t.d. tíða hækkun leiguverðs eða skyndilega uppsögn samnings. Í janúar lagði átakshópur í húsnæðismálum til að húsaleigulög yrði endurskoðuð svo bæta mætti réttarstöðu þeirra þrjátíu þúsund einstaklinga sem eru á leigumarkaði hér á landi. Íbúðalánasjóður og Félagsmálaráðuneytið héldu Leigudaginn í dag á Hilton Reykjavík. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að umræður og vinnustofur þar verði nýttar í tillögur í frumvarp um breytingar á húsaleigulögum sem verður lagt fyrir Alþingi í haust. „Það sem er verið að skoða er hvort að ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildir til að breyta henni á leigutíma sé hægt að takmarka það eitthvað og líka lengd leigusamnings og uppsögn hans. Skilgreina langtímatímaleigu og úrræða og viðurlög gegnum brotum á ákvæðum húsaleigulaga,“ sagði Ásmundur Einar. Hann býst við að fram komi talsverðar breytingar á þessum málum enda sé kveðið á það í hinum svokallaða lífskjarasamningi stjórnvalda og vinnumarkaðarins. Ásmundur segir að litið verði til nágrannalanda í þessu samhengi þar sem réttindi leigjenda séu mun betri en hér á landi. Leigjendum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. „Það er 60% aukning frá tímabilinu 2004-2006 til 2014 til 2016. Á sama tíma jókst heildarfjöldi heimila aðeins um 14%. Misvægi er mikið. Leigjendur eru tekjulægsti hópur samfélagsins en vill gjarnan vera í eigin húsnæði þannig að þú sérð að það er mjög aðkallandi að stíga fast til jarðar þarna,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira