Vill koma í veg fyrir að auðlindirnar heyri undir boðvald í Brussel Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 21:12 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Þar sagði Inga að lítið ekkert hefði gerst í baráttunni gegn fátækt hér á landi og öll mál Flokks fólksins hefðu verið svæfð í nefndum. Hún sagði að nú hellist inn um bréfalúgur bótaþega bréf frá Tryggingastofnun sem boða skerðingar á bótum því skjólstæðingar stofnunarinnar hefðu fengið of mikið. Inga kallaði eftir því að látið yrði af skerðingu á launatekjur aldraðra. Hún spurði hvernig væri hægt að rökstyðja þá ákvörðun að koma ekki til móts við þennan litla þjóðfélagshóp með því að gefa honum kost á því að halda áfram að vinna án skerðingar á ellilífeyrisbótum. Hún sagðist ekki átta sig á því hvernig þingmenn gætu komið í ræðustól ár eftir ár og hrósað sér fyrir vel unnin störf og hversu mikið góðæri ríki hér á landi fyrir framan þúsundir áhorfenda sem spyrja sig hvers vegna þeir hafa ekki fengið að taka þátt í þessu góðæri og þurfa að þola að lepja dauðann úr skel. Inga spurði hvar lífskjarasamningarnir væru fyrir þá sem eru í almannatryggingakerfinu og hvers vegna ekki megi koma til móts við fátækasta fólkið í landinu. Öll þau vandamál sem tengdust fátækt á Íslandi í dag væru mannanna verk, ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi gætu Íslendingar tekið höndum saman og gjörbreytt þessu landslagi. Að lokum nefndi hún þá vinnu að koma auðlindaákvæði í stjórnarskrána og sagðist furða sig á því hvers vegna sú umræða sé ekki söltuð þar til auðlindaákvæðið er komið í stjórnarskrána. „Ég bara skora á ykkur að útrýma saman þjóðarskömminni fátækt og halda utan um auðlindir okkar og koma í veg fyrir að þær fari undir boðvald í Brussel.“ Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. Þar sagði Inga að lítið ekkert hefði gerst í baráttunni gegn fátækt hér á landi og öll mál Flokks fólksins hefðu verið svæfð í nefndum. Hún sagði að nú hellist inn um bréfalúgur bótaþega bréf frá Tryggingastofnun sem boða skerðingar á bótum því skjólstæðingar stofnunarinnar hefðu fengið of mikið. Inga kallaði eftir því að látið yrði af skerðingu á launatekjur aldraðra. Hún spurði hvernig væri hægt að rökstyðja þá ákvörðun að koma ekki til móts við þennan litla þjóðfélagshóp með því að gefa honum kost á því að halda áfram að vinna án skerðingar á ellilífeyrisbótum. Hún sagðist ekki átta sig á því hvernig þingmenn gætu komið í ræðustól ár eftir ár og hrósað sér fyrir vel unnin störf og hversu mikið góðæri ríki hér á landi fyrir framan þúsundir áhorfenda sem spyrja sig hvers vegna þeir hafa ekki fengið að taka þátt í þessu góðæri og þurfa að þola að lepja dauðann úr skel. Inga spurði hvar lífskjarasamningarnir væru fyrir þá sem eru í almannatryggingakerfinu og hvers vegna ekki megi koma til móts við fátækasta fólkið í landinu. Öll þau vandamál sem tengdust fátækt á Íslandi í dag væru mannanna verk, ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi gætu Íslendingar tekið höndum saman og gjörbreytt þessu landslagi. Að lokum nefndi hún þá vinnu að koma auðlindaákvæði í stjórnarskrána og sagðist furða sig á því hvers vegna sú umræða sé ekki söltuð þar til auðlindaákvæðið er komið í stjórnarskrána. „Ég bara skora á ykkur að útrýma saman þjóðarskömminni fátækt og halda utan um auðlindir okkar og koma í veg fyrir að þær fari undir boðvald í Brussel.“
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira