Lögregla þurfi að upplýsa þolendur Ari Brynjólfsson skrifar 10. maí 2019 08:30 Frá ráðstefnunni í gær. Lögreglu verður skylt að upplýsa þolanda kynferðisbrots um framgang málsins meðan á rannsókn stendur og fær réttargæslumaður að spyrja ákærða spurninga fyrir dómi. Þetta er meðal tillagna stýrihóps um úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði, kynnti tillögurnar á ráðstefnu um réttarstöðu þolenda kynferðisofbeldis í Háskólanum í Reykjavík. „Að vita lítið eða ekkert um framgang lögreglurannsóknar getur valdið brotaþolum miklum kvíða og óöryggi, og jafnvel sett þá í hættu. Þetta getur verið langt angistarferli,“ sagði Hildur Fjóla, en hún hefur rannsakað málið með viðtölum við þolendur. Það sé ekki aðeins niðurstaða sakamáls sem skipti þolendur máli heldur hvernig staðið sé að málinu. Benti hún á að nú sé það ekki skylda af hálfu lögreglu að upplýsa þolanda um framgang málsins og getur það leitt til þess að þolandi veit ekkert hvar málið er statt fyrr en það er ýmist fellt niður eða dómur fellur. Nefndi hún einnig að þolendur hefðu viljað sitja í réttarsal þegar ákærði ber vitni. Í erindi sínu nefndi Hildur Fjóla að í Noregi hafi staða þolenda verið styrkt árið 2008. Er það nú grunnskilyrði að þolendur hafi eitthvað að segja um mál sem þeir eiga aðild að. Má brotaþoli nú bera vitni við byrjun réttarhalda og því sitja í gegnum þau öll. Einnig getur réttargæslumaður spurt spurninga fyrir hönd þolanda og fær þolandi einnig að ávarpa dóminn. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda á fundinum. Sagði hún það skýran vilja að taka á málum þolenda kynferðisafbrota af festu. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Lögreglu verður skylt að upplýsa þolanda kynferðisbrots um framgang málsins meðan á rannsókn stendur og fær réttargæslumaður að spyrja ákærða spurninga fyrir dómi. Þetta er meðal tillagna stýrihóps um úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði, kynnti tillögurnar á ráðstefnu um réttarstöðu þolenda kynferðisofbeldis í Háskólanum í Reykjavík. „Að vita lítið eða ekkert um framgang lögreglurannsóknar getur valdið brotaþolum miklum kvíða og óöryggi, og jafnvel sett þá í hættu. Þetta getur verið langt angistarferli,“ sagði Hildur Fjóla, en hún hefur rannsakað málið með viðtölum við þolendur. Það sé ekki aðeins niðurstaða sakamáls sem skipti þolendur máli heldur hvernig staðið sé að málinu. Benti hún á að nú sé það ekki skylda af hálfu lögreglu að upplýsa þolanda um framgang málsins og getur það leitt til þess að þolandi veit ekkert hvar málið er statt fyrr en það er ýmist fellt niður eða dómur fellur. Nefndi hún einnig að þolendur hefðu viljað sitja í réttarsal þegar ákærði ber vitni. Í erindi sínu nefndi Hildur Fjóla að í Noregi hafi staða þolenda verið styrkt árið 2008. Er það nú grunnskilyrði að þolendur hafi eitthvað að segja um mál sem þeir eiga aðild að. Má brotaþoli nú bera vitni við byrjun réttarhalda og því sitja í gegnum þau öll. Einnig getur réttargæslumaður spurt spurninga fyrir hönd þolanda og fær þolandi einnig að ávarpa dóminn. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir dómsmálaráðherra fór yfir aðgerðir stjórnvalda á fundinum. Sagði hún það skýran vilja að taka á málum þolenda kynferðisafbrota af festu.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira