Moon varar Norður-Kóreu við frekari eldflaugaskotum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2019 07:30 Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, hvatti Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að slíðra sverðið á nýjan leik í gær. Nordicphotos/AFP Suðurkóreski herinn hefur aukið eftirlit sitt með nágrönnunum í norðri og er í viðbragðsstöðu eftir að herinn greindi frá því að Norður-Kórea hefði skotið tveimur skammdrægum eldflaugum í gær. Norður-Kórea skaut síðast flaugum austur á haf á laugardaginn var. Samkvæmt yfirstjórn suðurkóreska hersins var flaugunum skotið í austur frá Kusong. Þær flugu 420 og 270 kílómetra og náðu fimmtíu kílómetra hæð áður en þær skullu á yfirborði sjávar. Ef rétt reynist eru þetta fyrstu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu frá því í nóvember 2017. Kim Jong-un einræðisherra hefur í millitíðinni fundað með leiðtogum Suður-Kóreu, Bandaríkjanna, Kína og Rússlands og undirritað yfirlýsingar um að sækjast ætti eftir friði og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðustu viðræður Kim og Donalds Trump Bandaríkjaforseta fóru fram í febrúar en þar hafnaði Trump kröfu einræðisherrans um afléttingu þvingana áður en algjör kjarnorkuafvopnun fer fram. Fundinum lauk án undirritunar sameiginlegrar yfirlýsingar. Suðurkóreski miðillinn KBS hafði eftir Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að Norður-Kóreumenn virtust nú ósáttir við að ekkert samkomulag hefði náðst á umræddum fundi. Reuters sagði í umfjöllun sinni samskiptin hafa verið afar stirð frá því fundi var slitið og setti tilraunirnar í samhengi við þetta frost í viðræðunum. Moon sagði aukinheldur að tilraunir gærdagsins gætu talist brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar sé of snemmt að segja til um það. „Hvað sem því líður vil ég vara Norður-Kóreu við því að ef Norður-Kórea endurtekur þessa hegðun gæti það reynst erfið hindrun í yfirstandandi viðræðum.“ Norður-Kóreumenn hafa hins vegar ekki enn hótað því að ráðast á andstæðinga sína, eins og Kim hefur áður gert þegar togstreitan hefur verið sem mest. Norðurkóreska ríkissjónvarpið (KCNA) sagði um tilraunir laugardagsins að þetta hefðu verið hernaðaræfingar í sjálfsvarnarskyni. „Þessar æfingar eru ekkert annað en hefðbundnar hernaðaræfingar og beinast ekki gegn neinum. Ef ríki ógnar öðru ríki sérstaklega með hernaðaræfingum er það annað mál. Á síðustu tveimur mánuðum hafa Bandaríkin og Suður-Kórea staðið að sameiginlegum hernaðaræfingum sem beindust sérstaklega gegn okkur. Ekki er ljóst hvers vegna allir þegja um þessar ögrandi hernaðaræfingar,“ sagði í frétt KCNA. Aðgerðir Bandaríkjanna í deilunni við einræðisríkið virðast sömuleiðis vera að harðna. Mark Cassayre, erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi sérstaklega „fyrirlitlegt“ ástand mannréttindamála í Norður-Kóreu og sagði það ekki eiga sér nokkra hliðstæðu í heiminum. Talið er að á milli 80 til 120 þúsund pólitískir fangar séu í formlegum fangabúðum, sæti pyntingum og öðrum mannréttindabrotum í Norður-Kóreu. Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti svo í gær að Bandaríkjamenn hefðu lagt hald á norðurkóreskt fraktskip vegna gruns um að það hafi brotið gegn alþjóðlegum viðskiptaþvingunum með því að flytja kol frá Norður-Kóreu. Samkvæmt tilkynningunni lagði annað ríki fyrst hald á skipið í apríl á síðasta ári en það var í gær á leið inn í bandaríska landhelgi undir stjórn Bandaríkjamanna. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Suðurkóreski herinn hefur aukið eftirlit sitt með nágrönnunum í norðri og er í viðbragðsstöðu eftir að herinn greindi frá því að Norður-Kórea hefði skotið tveimur skammdrægum eldflaugum í gær. Norður-Kórea skaut síðast flaugum austur á haf á laugardaginn var. Samkvæmt yfirstjórn suðurkóreska hersins var flaugunum skotið í austur frá Kusong. Þær flugu 420 og 270 kílómetra og náðu fimmtíu kílómetra hæð áður en þær skullu á yfirborði sjávar. Ef rétt reynist eru þetta fyrstu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu frá því í nóvember 2017. Kim Jong-un einræðisherra hefur í millitíðinni fundað með leiðtogum Suður-Kóreu, Bandaríkjanna, Kína og Rússlands og undirritað yfirlýsingar um að sækjast ætti eftir friði og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðustu viðræður Kim og Donalds Trump Bandaríkjaforseta fóru fram í febrúar en þar hafnaði Trump kröfu einræðisherrans um afléttingu þvingana áður en algjör kjarnorkuafvopnun fer fram. Fundinum lauk án undirritunar sameiginlegrar yfirlýsingar. Suðurkóreski miðillinn KBS hafði eftir Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að Norður-Kóreumenn virtust nú ósáttir við að ekkert samkomulag hefði náðst á umræddum fundi. Reuters sagði í umfjöllun sinni samskiptin hafa verið afar stirð frá því fundi var slitið og setti tilraunirnar í samhengi við þetta frost í viðræðunum. Moon sagði aukinheldur að tilraunir gærdagsins gætu talist brot á samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar sé of snemmt að segja til um það. „Hvað sem því líður vil ég vara Norður-Kóreu við því að ef Norður-Kórea endurtekur þessa hegðun gæti það reynst erfið hindrun í yfirstandandi viðræðum.“ Norður-Kóreumenn hafa hins vegar ekki enn hótað því að ráðast á andstæðinga sína, eins og Kim hefur áður gert þegar togstreitan hefur verið sem mest. Norðurkóreska ríkissjónvarpið (KCNA) sagði um tilraunir laugardagsins að þetta hefðu verið hernaðaræfingar í sjálfsvarnarskyni. „Þessar æfingar eru ekkert annað en hefðbundnar hernaðaræfingar og beinast ekki gegn neinum. Ef ríki ógnar öðru ríki sérstaklega með hernaðaræfingum er það annað mál. Á síðustu tveimur mánuðum hafa Bandaríkin og Suður-Kórea staðið að sameiginlegum hernaðaræfingum sem beindust sérstaklega gegn okkur. Ekki er ljóst hvers vegna allir þegja um þessar ögrandi hernaðaræfingar,“ sagði í frétt KCNA. Aðgerðir Bandaríkjanna í deilunni við einræðisríkið virðast sömuleiðis vera að harðna. Mark Cassayre, erindreki Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, fordæmdi sérstaklega „fyrirlitlegt“ ástand mannréttindamála í Norður-Kóreu og sagði það ekki eiga sér nokkra hliðstæðu í heiminum. Talið er að á milli 80 til 120 þúsund pólitískir fangar séu í formlegum fangabúðum, sæti pyntingum og öðrum mannréttindabrotum í Norður-Kóreu. Bandaríska dómsmálaráðuneytið tilkynnti svo í gær að Bandaríkjamenn hefðu lagt hald á norðurkóreskt fraktskip vegna gruns um að það hafi brotið gegn alþjóðlegum viðskiptaþvingunum með því að flytja kol frá Norður-Kóreu. Samkvæmt tilkynningunni lagði annað ríki fyrst hald á skipið í apríl á síðasta ári en það var í gær á leið inn í bandaríska landhelgi undir stjórn Bandaríkjamanna.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira