Þarf að endurskoða útgjöld eða afgang Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2019 19:00 Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem áætlanir byggjast á. Hagstofan gaf í morgun út nýja þjóðhagsspá til ársins 2024. Þar kemur fram að hagvöxtur í ár muni markast af versnandi horfum í útflutningi. Í fyrsta sinn frá árinu 2010 er reiknað með samdrætti milli ára en það er mikill viðsnúningur frá síðustu spá sem gerði ráð fyrir 1,6 prósenta hagvexti. Í nýju spánni segir að óvissuþættir hafi raungerst með gjaldþroti WOW air og því að enginn loðnukvóti verði gefinn út á árinu. Á síðasta ári nam útflutningsverðmæti loðnu átján milljörðum króna. Þetta á að skila tveggja og hálfs prósenta samdrætti á útflutningstekjum.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem liggur nú fyrir Alþingi, byggir á fyrri spá og gerir þar með ráð fyrir hagvexti. Samkvæmt fjárlagastefnu ríkisstjórnarinnar þarf ríkissjóður að skila afgangi er nemur tæpu prósent af landsframleiðslu, eða um þrjátíu milljörðum króna á árinu. Lög um opinber fjármál skylda hins vegar ráðherra til að endurskoða þetta bresti grundvallarforsendur áætlunar. Formaður fjárlaganefndar telur þetta koma til álita. „Það þarf að meta hvort það þurfi ekki að gera. Og þá um leið hvort það sé skynsamlegt að skila jafn miklum afgangi og raun ber vitni, eða hvort það þurfi að skera niður í útgjaldaáformum. Það er eiginlega bara annað hvort þessa tveggja," segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mögulegar breytingar verða teknar upp í fjárlaganefnd. „Við getum náttúrulega gert breytingatillögur við síðari umræðu. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort ráðherra og ríkisstjórn mun leggja fram nýja fjármálastefnu og hún þyrfti þá að fara í umsögn fjármálaráðs og það tekur auðvitað einhvern tíma," segir Willum. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem áætlanir byggjast á. Hagstofan gaf í morgun út nýja þjóðhagsspá til ársins 2024. Þar kemur fram að hagvöxtur í ár muni markast af versnandi horfum í útflutningi. Í fyrsta sinn frá árinu 2010 er reiknað með samdrætti milli ára en það er mikill viðsnúningur frá síðustu spá sem gerði ráð fyrir 1,6 prósenta hagvexti. Í nýju spánni segir að óvissuþættir hafi raungerst með gjaldþroti WOW air og því að enginn loðnukvóti verði gefinn út á árinu. Á síðasta ári nam útflutningsverðmæti loðnu átján milljörðum króna. Þetta á að skila tveggja og hálfs prósenta samdrætti á útflutningstekjum.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem liggur nú fyrir Alþingi, byggir á fyrri spá og gerir þar með ráð fyrir hagvexti. Samkvæmt fjárlagastefnu ríkisstjórnarinnar þarf ríkissjóður að skila afgangi er nemur tæpu prósent af landsframleiðslu, eða um þrjátíu milljörðum króna á árinu. Lög um opinber fjármál skylda hins vegar ráðherra til að endurskoða þetta bresti grundvallarforsendur áætlunar. Formaður fjárlaganefndar telur þetta koma til álita. „Það þarf að meta hvort það þurfi ekki að gera. Og þá um leið hvort það sé skynsamlegt að skila jafn miklum afgangi og raun ber vitni, eða hvort það þurfi að skera niður í útgjaldaáformum. Það er eiginlega bara annað hvort þessa tveggja," segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mögulegar breytingar verða teknar upp í fjárlaganefnd. „Við getum náttúrulega gert breytingatillögur við síðari umræðu. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort ráðherra og ríkisstjórn mun leggja fram nýja fjármálastefnu og hún þyrfti þá að fara í umsögn fjármálaráðs og það tekur auðvitað einhvern tíma," segir Willum.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira