Blindgata Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 11. maí 2019 07:45 Fjölmiðlafrumvarpið margboðaða liggur nú fyrir í endanlegri mynd frá menntamálaráðherra og er til skoðunar í herbúðum samstarfsflokkanna í ríkisstjórn. Nánast engar breytingar hafa orðið á frumvarpinu eftir yfirlestur ráðherrans á umsögnum hagsmunaaðila, sem mikil vinna var lögð í. Frumvarpið er því sem fyrr hvorki fugl né fiskur. Þó hefur verið bætt inn ákvæði um endurgreiðslu 5,15% af þeim launakostnaði sem fellur í lægra skattþrep. Hið opinbera virðist með því ætla að egna gildru fyrir útgefendur til að festa blaðamannastéttina enn frekar í sessi sem láglaunastétt. Erfitt er að átta sig á hvernig á að laða ungt, vel menntað og efnilegt fólk að starfi á fjölmiðlum, og þar með vandaðri blaðamennsku. Hin viðbótin er sú að bætt hefur verið inn klausu um stöðu RÚV á markaði. Tekið er fram að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, og þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Þá segir að stefnt sé að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Margt bendir til að þessi viðbót sé einungis til málamynda, og til að kasta litlu beini til markaðsaðila sem margir kvörtuðu undan ægivaldi RÚV á markaði í umsögnum sínum. Sporin hræða í þeim efnum. Stjórnvöld hafa í áratugi lofað aðgerðum vegna RÚV en ekkert verið um efndir þegar til kastanna hefur komið. Hvernig má það líka vera að ráðherra virðist fyrst nú vera að huga að stöðu RÚV á markaði – örfáum mánuðum áður en þjónustusamningur milli ríkis og stofnunar rennur út? Ástæðan er auðvitað sú að menntamálaráðherra ætlar að renna á rassinn með málið. Rétt eins og fyrirrennarar hennar. Frumvarp ráðherra er haldið sömu göllum og í öndverðu. Í því felst engin aðstoð við stóru miðlana sem þó halda uppi metnaðarfullum einkareknum fréttastofum í almannaþjónustu sem bera nafn með rentu. Sú starfsemi mun leggjast af verði ekkert að gert, og því bendir flest til þess að ráðherra fljóti sofandi að feigðarósi. Menntamálaráðherra hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í frumvarp sem hvorki er fugl né fiskur. Það mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar ofgnóttar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár og ekkert sem bendir til að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Tíma ráðherrans hefði betur verið varið í eitthvað annað og uppbyggilegra. Fjölmiðlafrumvarp sem ekki tekur á stöðu RÚV öðruvísi en með almennt orðaðri neðanmálsgrein til málamynda ber ekki nafn með rentu. RÚV mun taka til sín um 7 milljarða á þessu ári séu auglýsingatekjur taldar með. Fjölmiðlar þurfa ekki frekari ölmusu. Annaðhvort á að endurúthluta þeim fjármunum sem renna til RÚV eða sleppa þessu alveg. Þessi blanda endar í blindgötu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið margboðaða liggur nú fyrir í endanlegri mynd frá menntamálaráðherra og er til skoðunar í herbúðum samstarfsflokkanna í ríkisstjórn. Nánast engar breytingar hafa orðið á frumvarpinu eftir yfirlestur ráðherrans á umsögnum hagsmunaaðila, sem mikil vinna var lögð í. Frumvarpið er því sem fyrr hvorki fugl né fiskur. Þó hefur verið bætt inn ákvæði um endurgreiðslu 5,15% af þeim launakostnaði sem fellur í lægra skattþrep. Hið opinbera virðist með því ætla að egna gildru fyrir útgefendur til að festa blaðamannastéttina enn frekar í sessi sem láglaunastétt. Erfitt er að átta sig á hvernig á að laða ungt, vel menntað og efnilegt fólk að starfi á fjölmiðlum, og þar með vandaðri blaðamennsku. Hin viðbótin er sú að bætt hefur verið inn klausu um stöðu RÚV á markaði. Tekið er fram að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, og þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Þá segir að stefnt sé að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Margt bendir til að þessi viðbót sé einungis til málamynda, og til að kasta litlu beini til markaðsaðila sem margir kvörtuðu undan ægivaldi RÚV á markaði í umsögnum sínum. Sporin hræða í þeim efnum. Stjórnvöld hafa í áratugi lofað aðgerðum vegna RÚV en ekkert verið um efndir þegar til kastanna hefur komið. Hvernig má það líka vera að ráðherra virðist fyrst nú vera að huga að stöðu RÚV á markaði – örfáum mánuðum áður en þjónustusamningur milli ríkis og stofnunar rennur út? Ástæðan er auðvitað sú að menntamálaráðherra ætlar að renna á rassinn með málið. Rétt eins og fyrirrennarar hennar. Frumvarp ráðherra er haldið sömu göllum og í öndverðu. Í því felst engin aðstoð við stóru miðlana sem þó halda uppi metnaðarfullum einkareknum fréttastofum í almannaþjónustu sem bera nafn með rentu. Sú starfsemi mun leggjast af verði ekkert að gert, og því bendir flest til þess að ráðherra fljóti sofandi að feigðarósi. Menntamálaráðherra hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í frumvarp sem hvorki er fugl né fiskur. Það mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar ofgnóttar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár og ekkert sem bendir til að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Tíma ráðherrans hefði betur verið varið í eitthvað annað og uppbyggilegra. Fjölmiðlafrumvarp sem ekki tekur á stöðu RÚV öðruvísi en með almennt orðaðri neðanmálsgrein til málamynda ber ekki nafn með rentu. RÚV mun taka til sín um 7 milljarða á þessu ári séu auglýsingatekjur taldar með. Fjölmiðlar þurfa ekki frekari ölmusu. Annaðhvort á að endurúthluta þeim fjármunum sem renna til RÚV eða sleppa þessu alveg. Þessi blanda endar í blindgötu.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun