Vonar að bruninn raski ekki skólastarfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. maí 2019 07:13 Bruninn í Seljaskóla í nótt kemur til með að hafa áhrifa á skólastarf fram að sumarleyfum í næsta mánuði. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla var á vettvangi í nótt og segist hann hafa fengið tilkynningu um eld í skólanum rétt fyrir miðnætti frá viðbragðsaðilum innan skólans. Hann segir aðkomuna ekki hafa verið góða. „Það var reykur upp úr mæninum og virtist vera staðbundið en svo fljótlega fór reykurinn að dökkna og um eitt leitið í nótt var orðið ljóst mál að ekki yrði ráðið við þann eld sem þar var í gangi,“ segir Magnús um aðstæður þegar hann kom á staðinn. Stutt er síðan kviknaði í á svipuðum stað í skólanum en Magnús getur ekki getið sér til um eldsupptök nú. „Eldsupptökin þá, hefur okkur verið tjáð, að hafi verið út frá rafmagni. Við vitum ekkert hvað gerðist í kvöld. Það er langt í það að slökkvilið og lögregla nái að fara yfir vettvanginn. Við erum rétt búin að laga aðra álmu í húsinu, húsið er byggt þannig að þetta eru margar álmur. Það virðist ekki hafa verið nein tenging þarna á milli,“ segir Magnús.Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, á vettvangi brunans í nótt.Vísir/JóhannKFór inn í skólann til að kanna með skemmdir í öðrum álmum „Mér sýnist vera ástæða til þess að þakka slökkviliðinu fyrir, þetta er ótrúlegt fólk sem við höfum og þeir hafa náð að bjarga því, sýnist okkur við fyrstu sýn, að það hefur ekki farið mikill reykur á milli og eldvarnarhurðir og annað sem er hérna virðist hafa haldið þokkalega, þannig að þetta virðist vera staðbundið. Það er samt gríðarlegt tjón í þessu húsi sem eldurinn er í,“ segir Magnús. Þrátt fyrir áfallið í nótt segir Magnús sjá fyrir sér að nemendur nái að klára skólaveturinn í næsta mánuði. „Það er augljóst mál að við þurfum að gera ráðstafanir. það eru einhverjar fjórar vikur eftir hjá okkur. Þegar þetta gerðist síðast að þá áttum við góða nágranna og góða vini hérna nálægt okkur sem að hafa boðið okkur aðstoð. Mér þykir nú líklega svona þegar að það er orðið kristilegur tími til þess að hringja í vini mína hérna í hverfinu að þá kannski munum við leitast eftir því og stefnan er sú að við getum verið með skólastarf í öllum skólanum á mánudag, en það er klárt mál að við munum þurfa aðstoð vina okkar til að finna húsnæði fyrir þau börn sem að voru í þessari álmu sem að mesta tjónið hefur orðið,“ segir Magnús. Eldurinn í þaki Seljaskóla var mikill.Vísir/Stöð2Sorglegt að horfa upp á þetta öðru sinni Magnús segir sorglegt að horfa upp á skólabygginguna svona illa farna og ferlegt að vera upplifa atburðinn öðru sinni á stuttum tíma. Hann segir að þó þetta sé bara hús að þá þyki honum vænt um það. „Þetta eru kennslustofur fyrir 11 og 12 ára gömul börn og það eru eingöngu kennslustofur í þessu húsi,“ segir Magnús. Aðspurður um ástandið á kennslustofunum segir Magnús að þrátt fyrir að steypt plata sé á milli kennslustofanna og þaksins hafi mikið vatn og mikill svartur reykur farið um bygginguna og gerir hann ráð fyrir að tjón vegna þess sé mjög mikið. Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Mikil eldur kom upp í þaki Seljaskóla um miðnætti og barðist slökkvilið við eldinn í alla nótt. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfs hafi verið mjög erfiðar. 12. maí 2019 06:35 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Bruninn í Seljaskóla í nótt kemur til með að hafa áhrifa á skólastarf fram að sumarleyfum í næsta mánuði. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla var á vettvangi í nótt og segist hann hafa fengið tilkynningu um eld í skólanum rétt fyrir miðnætti frá viðbragðsaðilum innan skólans. Hann segir aðkomuna ekki hafa verið góða. „Það var reykur upp úr mæninum og virtist vera staðbundið en svo fljótlega fór reykurinn að dökkna og um eitt leitið í nótt var orðið ljóst mál að ekki yrði ráðið við þann eld sem þar var í gangi,“ segir Magnús um aðstæður þegar hann kom á staðinn. Stutt er síðan kviknaði í á svipuðum stað í skólanum en Magnús getur ekki getið sér til um eldsupptök nú. „Eldsupptökin þá, hefur okkur verið tjáð, að hafi verið út frá rafmagni. Við vitum ekkert hvað gerðist í kvöld. Það er langt í það að slökkvilið og lögregla nái að fara yfir vettvanginn. Við erum rétt búin að laga aðra álmu í húsinu, húsið er byggt þannig að þetta eru margar álmur. Það virðist ekki hafa verið nein tenging þarna á milli,“ segir Magnús.Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, á vettvangi brunans í nótt.Vísir/JóhannKFór inn í skólann til að kanna með skemmdir í öðrum álmum „Mér sýnist vera ástæða til þess að þakka slökkviliðinu fyrir, þetta er ótrúlegt fólk sem við höfum og þeir hafa náð að bjarga því, sýnist okkur við fyrstu sýn, að það hefur ekki farið mikill reykur á milli og eldvarnarhurðir og annað sem er hérna virðist hafa haldið þokkalega, þannig að þetta virðist vera staðbundið. Það er samt gríðarlegt tjón í þessu húsi sem eldurinn er í,“ segir Magnús. Þrátt fyrir áfallið í nótt segir Magnús sjá fyrir sér að nemendur nái að klára skólaveturinn í næsta mánuði. „Það er augljóst mál að við þurfum að gera ráðstafanir. það eru einhverjar fjórar vikur eftir hjá okkur. Þegar þetta gerðist síðast að þá áttum við góða nágranna og góða vini hérna nálægt okkur sem að hafa boðið okkur aðstoð. Mér þykir nú líklega svona þegar að það er orðið kristilegur tími til þess að hringja í vini mína hérna í hverfinu að þá kannski munum við leitast eftir því og stefnan er sú að við getum verið með skólastarf í öllum skólanum á mánudag, en það er klárt mál að við munum þurfa aðstoð vina okkar til að finna húsnæði fyrir þau börn sem að voru í þessari álmu sem að mesta tjónið hefur orðið,“ segir Magnús. Eldurinn í þaki Seljaskóla var mikill.Vísir/Stöð2Sorglegt að horfa upp á þetta öðru sinni Magnús segir sorglegt að horfa upp á skólabygginguna svona illa farna og ferlegt að vera upplifa atburðinn öðru sinni á stuttum tíma. Hann segir að þó þetta sé bara hús að þá þyki honum vænt um það. „Þetta eru kennslustofur fyrir 11 og 12 ára gömul börn og það eru eingöngu kennslustofur í þessu húsi,“ segir Magnús. Aðspurður um ástandið á kennslustofunum segir Magnús að þrátt fyrir að steypt plata sé á milli kennslustofanna og þaksins hafi mikið vatn og mikill svartur reykur farið um bygginguna og gerir hann ráð fyrir að tjón vegna þess sé mjög mikið.
Lögreglumál Reykjavík Skóla - og menntamál Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Mikil eldur kom upp í þaki Seljaskóla um miðnætti og barðist slökkvilið við eldinn í alla nótt. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfs hafi verið mjög erfiðar. 12. maí 2019 06:35 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Mikil eldur kom upp í þaki Seljaskóla um miðnætti og barðist slökkvilið við eldinn í alla nótt. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfs hafi verið mjög erfiðar. 12. maí 2019 06:35