Körfubolti

Ótrúleg flautukarfa hjá Kawhi | Toronto og Portland unnu oddaleikina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Boltinn var ótrúlega lengi ofan í körfuna hjá Leonard. Hér má sjá hann fylgjast með rétt áður en boltinn fór ofan í. Ótrúleg mynd.
Boltinn var ótrúlega lengi ofan í körfuna hjá Leonard. Hér má sjá hann fylgjast með rétt áður en boltinn fór ofan í. Ótrúleg mynd. vísir/getty
Það var stór dagur í NBA-deildinni í gær er spilaðir voru tveir oddaleikir í úrslitakeppninni. Þeir voru báðir svakalegir.

Portland er ekki hætt að koma mönnum á óvart og þökk sé stórleik CJ McCollum náði liðið að leggja Denver í oddaleik, 100-96.

McCollum var óstöðvandi í leiknum og tók liðið á bakið. Hann skoraði 37 stig og Damian Lillard þurfti ekki að skora nema 13 stig að þessu sinni.

Portland mun spila við Golden State í úrslitum Vesturdeildarinnar.





Oddaleikur Philadelphia og Toronto var rosalegur og endaði með tveggja stiga sigri Toronto, 92-90. Kawhi Leonard var allt í öllu hjá Toronto og skoraði lygilega sigurkörfu sem má sjá hér neðan.





Leonard endaði með 41 stig í leiknum en hann fór afar mikinn í þessu einvígi og vel við hæfi að hann skildi klára það.

Toronto spilar við Milwaukee í úrslitum Austurdeildarinnar. Sú rimma byrjar á miðvikudag en hin undanúrslitarimman byrjar á morgun.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×