Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2019 23:17 Frá borginni Arkhangelsk í norðanverðu Rússlandi þar sem hitinn hefur verið meira en tvöfalt hærri en hann fer venjulega mest í á þessum árstíma. Vísir/Getty Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mælist nú yfir 415 hlutar af milljón í fyrsta skipti frá því að mannkynið kom til sögunnar. Um helgina fór hiti í norðanverðu Rússlandi í og yfir þrjátíu gráður, um tuttugu stigum meira en mesti hiti þar á þessum árstíma í venjulegu árferði. Beinar mælingar hafa verið gerðar á styrk koltvísýrings á Mauna Loa-athugunarstöðinni á Havaí frá 6. áratug síðustu aldar. Á laugardag mældist styrkurinn 415 hlutar af milljón. Hann hefur ekki verið meiri í að minnsta kosti 800.000 ár og líklega í meira en þrjár milljónir ára, að sögn Washington Post. Gróðurhúsalofttegundir í lofthjúpi jarðar hafa aukist um helming að styrk frá iðnbyltingunni, fyrst og fremst vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og jarðgasi. Nú þegar hefur meðalhiti jarðar risið um eina gráðu frá iðnbyltingu og vísindamenn spá því að hlýnunin gæti numið þremur til fjórum gráðum fyrir lok aldarinnar komi menn ekki böndum á losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil og hröð hlýnun hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir lífríki jarðar og samfélag manna af völdum hækkunar yfirborðs sjávar, verri þurrka, ákafari úrkomu og vaxandi veðuröfga svo eitthvað sé nefnt.This week (3 May) saw humanity's first day ever with more than 415 parts per million #CO2 in the air (415.09 ppm at Mauna Loa observatory) https://t.co/7ZF32wAk9O Source: @keeling_curve #ClimateChange #ParisAgreement #ClimateAction #ClimateAmbition pic.twitter.com/iZrBh7Vhr3— UN Climate Change (@UNFCCC) May 5, 2019 Hitinn sem hefur mælst víða við Norður-Íshafið undanfarna daga þykir sérstaklega óvenjulegur. Í rússneska bænum Arkhangelsk við Hvítahaf sem gengur suður úr Barentshafi sýndi hitamælirinn 29 gráður á laugardag. Þar er hæsti hiti að meðaltali um tólf gráður á þessum árstíma. Í Koynas, austur af Arkhangelsk, fór hitinn upp í 31 gráðu. Víða fór hitinn meira en tuttugu gráður yfir meðaltal í Rússlandi og Kasakstan við Hvítahafið. Í austanverðu Finnlandi náði hitinn 25 gráðum á laugardag og hefur ekki verið hlýjar þar í vor.25.2°C in Ilomantsi, Eastern Finland, which is the highest temperature in Finland so far in 2019. And also first "hot day" (defined as daily max T > 25°C) of the year. https://t.co/F26YCawQ26— Mika Rantanen (@mikarantane) May 11, 2019 Hitabylgjan nú er sögð í takti við óvenjuleg hlýindi á norðurskautinu og á miðlægum breiddargráðum það sem af er ári. Á Grænlandi hófst bráðnun jökla um mánuði fyrr en vanalega og í Alaska hafa ár losnað úr klakaböndum fyrr en nokkru sinni áður. Útbreiðsla hafíss við lok vetrar hefur einnig verið í lægstu lægðum. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru enda enn áþreifanlegri á norðlægum breiddargráðum en víðast annars staðar á jörðinni. Þar hlýnar nú um tvöfalt hraðar en á jörðinni að meðaltali. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mælist nú yfir 415 hlutar af milljón í fyrsta skipti frá því að mannkynið kom til sögunnar. Um helgina fór hiti í norðanverðu Rússlandi í og yfir þrjátíu gráður, um tuttugu stigum meira en mesti hiti þar á þessum árstíma í venjulegu árferði. Beinar mælingar hafa verið gerðar á styrk koltvísýrings á Mauna Loa-athugunarstöðinni á Havaí frá 6. áratug síðustu aldar. Á laugardag mældist styrkurinn 415 hlutar af milljón. Hann hefur ekki verið meiri í að minnsta kosti 800.000 ár og líklega í meira en þrjár milljónir ára, að sögn Washington Post. Gróðurhúsalofttegundir í lofthjúpi jarðar hafa aukist um helming að styrk frá iðnbyltingunni, fyrst og fremst vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og jarðgasi. Nú þegar hefur meðalhiti jarðar risið um eina gráðu frá iðnbyltingu og vísindamenn spá því að hlýnunin gæti numið þremur til fjórum gráðum fyrir lok aldarinnar komi menn ekki böndum á losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil og hröð hlýnun hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir lífríki jarðar og samfélag manna af völdum hækkunar yfirborðs sjávar, verri þurrka, ákafari úrkomu og vaxandi veðuröfga svo eitthvað sé nefnt.This week (3 May) saw humanity's first day ever with more than 415 parts per million #CO2 in the air (415.09 ppm at Mauna Loa observatory) https://t.co/7ZF32wAk9O Source: @keeling_curve #ClimateChange #ParisAgreement #ClimateAction #ClimateAmbition pic.twitter.com/iZrBh7Vhr3— UN Climate Change (@UNFCCC) May 5, 2019 Hitinn sem hefur mælst víða við Norður-Íshafið undanfarna daga þykir sérstaklega óvenjulegur. Í rússneska bænum Arkhangelsk við Hvítahaf sem gengur suður úr Barentshafi sýndi hitamælirinn 29 gráður á laugardag. Þar er hæsti hiti að meðaltali um tólf gráður á þessum árstíma. Í Koynas, austur af Arkhangelsk, fór hitinn upp í 31 gráðu. Víða fór hitinn meira en tuttugu gráður yfir meðaltal í Rússlandi og Kasakstan við Hvítahafið. Í austanverðu Finnlandi náði hitinn 25 gráðum á laugardag og hefur ekki verið hlýjar þar í vor.25.2°C in Ilomantsi, Eastern Finland, which is the highest temperature in Finland so far in 2019. And also first "hot day" (defined as daily max T > 25°C) of the year. https://t.co/F26YCawQ26— Mika Rantanen (@mikarantane) May 11, 2019 Hitabylgjan nú er sögð í takti við óvenjuleg hlýindi á norðurskautinu og á miðlægum breiddargráðum það sem af er ári. Á Grænlandi hófst bráðnun jökla um mánuði fyrr en vanalega og í Alaska hafa ár losnað úr klakaböndum fyrr en nokkru sinni áður. Útbreiðsla hafíss við lok vetrar hefur einnig verið í lægstu lægðum. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru enda enn áþreifanlegri á norðlægum breiddargráðum en víðast annars staðar á jörðinni. Þar hlýnar nú um tvöfalt hraðar en á jörðinni að meðaltali.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39