Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 11:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. Það geti verið varasamt fyrir stjórnarsamstarfið ef fordæmi skapast fyrir því að stjórnarþingmenn leggist gegn málum ríkisstjórnarinnar, en bæði þingmenn og formaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof í fyrradag. Nokkuð hart var tekist á á alþingi í gær um þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var með 40 atkvæðum gegn 18 í fyrradag. Þar af voru átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins en Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það heyra til undantekninga að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. „Yfirleitt eru stjórnarflokkar, stjórnarþingmenn, mjög tryggir sínum flokkum og greiða atkvæði eins og greiða atkvæði með stjórnarfrumvörpum og ef þeir greiða ekki atkvæði með þá sitja þeir frekar hjá,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir/EgillMeðal þingmannanna átta var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður flokksins. Aðspurður segist Gunnar Helgi ekki þekkja fordæmi þess að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. Þróun í þessa átt gæti hugsanlega haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Þetta hefur ekki úrslitaáhrif á stjórnarsamstarfið alla veganna til skemmri tíma en það er auðvitað svolítið óheppilegt fyrir ríkisstjórn að leyfa mikið af því að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum af því að fordæmin hafa auðvitað gildi. Þannig að almennir stjórnarþingmenn gætu talið að þeim væri heimilt í framtíðinni að greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum og það er auðvitað svolítið varasamt fyrir stjórnina,“ útskýrir Gunnar Helgi. Þetta mál hafi aftur á móti ákveðna sérstöðu. „Þetta er samviskumál. Þetta er mál sem varðar ekki bara venjulega pólitík, hægri vinstri eða eitthvað svoleiðis. Þetta snýst að einhverju leyti um samviskuspurningar og það hefur verið svona óskrifuð regla á þingi að menn hafi aðeins frjálsari hendur í slíkum málum.“ Alþingi Þungunarrof Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. Það geti verið varasamt fyrir stjórnarsamstarfið ef fordæmi skapast fyrir því að stjórnarþingmenn leggist gegn málum ríkisstjórnarinnar, en bæði þingmenn og formaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof í fyrradag. Nokkuð hart var tekist á á alþingi í gær um þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var með 40 atkvæðum gegn 18 í fyrradag. Þar af voru átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins en Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það heyra til undantekninga að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. „Yfirleitt eru stjórnarflokkar, stjórnarþingmenn, mjög tryggir sínum flokkum og greiða atkvæði eins og greiða atkvæði með stjórnarfrumvörpum og ef þeir greiða ekki atkvæði með þá sitja þeir frekar hjá,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir/EgillMeðal þingmannanna átta var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður flokksins. Aðspurður segist Gunnar Helgi ekki þekkja fordæmi þess að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. Þróun í þessa átt gæti hugsanlega haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Þetta hefur ekki úrslitaáhrif á stjórnarsamstarfið alla veganna til skemmri tíma en það er auðvitað svolítið óheppilegt fyrir ríkisstjórn að leyfa mikið af því að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum af því að fordæmin hafa auðvitað gildi. Þannig að almennir stjórnarþingmenn gætu talið að þeim væri heimilt í framtíðinni að greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum og það er auðvitað svolítið varasamt fyrir stjórnina,“ útskýrir Gunnar Helgi. Þetta mál hafi aftur á móti ákveðna sérstöðu. „Þetta er samviskumál. Þetta er mál sem varðar ekki bara venjulega pólitík, hægri vinstri eða eitthvað svoleiðis. Þetta snýst að einhverju leyti um samviskuspurningar og það hefur verið svona óskrifuð regla á þingi að menn hafi aðeins frjálsari hendur í slíkum málum.“
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira