Íslenski boltinn

Sjáðu þegar Dóra María var næstum því búin að skora eftir fimm sekúndur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dóra María Lárusdóttir.
Dóra María Lárusdóttir. Vísir/Vilhelm
Valskonan Dóra María Lárusdóttir var nálægt því að skora ótrúlegt mark í lokaleik þriðju umferðar Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta í gærkvöldi.

Markið hefði verið eitt það ótrúlegasta sem hefur sést í íslenska fótboltanum.

Dóra María reyndi þá skot frá miðju strax eftir upphafsspyrnu leiksins og boltinn skall í stönginni aðeins fimm sekúndum eftir að leikurinn var flautaður á.

Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Stjörnunnar, stóð of framarlega og hin reynslumikla Dóra María reyndi að nýta sér það.

Birta náði hins vegar að krafla í boltann og slá hann í stöngina og út.

Stjarnan slapp þarna með skrekkinn en Valskonur skoruðu eina mark leiksins hálftíma síðar og það skoraði markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir.

Það má sjá þetta ótrúlega skot frá Dóru Maríu hér fyrir neðan.

Klippa: Markskot Dóru Maríu í upphafi leiks





Fleiri fréttir

Sjá meira


×