Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2019 16:49 Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut Vísir/Hanna Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi hafi numið 670 milljónum króna og hagnaður á hlut því verið 2,26. Þrátt fyrir það lækkuðu tekjur Sýnar um eitt prósent á milli ára og voru tæplega 5 milljarðar króna á fjórðungnum, samanborið við 5030 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Mestu munar þar um lækkun á tekjum vegna notkunar á heimasíma og fyrirtækjasíma í fastlínu, sem lækkaði um 77 milljónir króna á milli ára. Á móti kemur að tekjur af hvers kyns internetþjónustu jukust um 127 milljónir króna. Þá var söluhagnaður Sýnar af samruna Samruni P/F Hey, dótturfélags Sýnar hf. í Færeyjum og Nema, dótturfélag Tjaldurs, 817 milljónir króna. 49,9 prósent hlutur Sýnar í nýju sameinuðu félagi var færður samkvæmt hlutdeildaraðferð og því ekki hluti af samstæðureikningsskilum Sýnar hf. frá upphafi árs.Framkvæmdastjórar þurfi ekki langan aðlögunartíma Þá jókst einskiptikostnaður Sýnar vegna starfsloka stjórnenda á fjórðungnum um 22 milljónir króna á milli ára. Eins og fram hefur komið hafa verið miklar breytingar á framkvæmdastjórn félagsins á síðastliðnu ári. Þannig verður ný framkvæmdastjórn Sýnar, sem verður fullmönnuð í lok mánaðar, samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar. Haft er eftir Heiðar Guðjónssyni, sem er sjálfur nýráðinn forstjóri Sýnar, að þau sem koma ný inn í framkvæmdastjórnina þurfi þó ekki mikinn aðlögunartíma. Þau hafi áður unnið sem ráðgjafar fyrir félagið og þekki það vel. „Ég tel félagið einstaklega heppið með samsetningu hinnar nýju framkvæmdastjórnar og hlakka til að taka slaginn á markaði með þessum úrvalshópi. Félagið mun klára stefnumótun og skerpa á rekstrinum strax í júní. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkur úrvals þjónustu og vera í fararbroddi með nýjungar,“ segir Heiðar og bætir við: „Vegna árstíðarsveiflu í rekstri verða næstu fjórðungar ársins betri. Við erum enn vissari um að horfur ársins náist og horfum björtum augum fram á við.“ Nánar má fræðast um árshlutareikning Sýnar í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.Vísir er í eigu Sýnar Tengdar fréttir Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03 Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi hafi numið 670 milljónum króna og hagnaður á hlut því verið 2,26. Þrátt fyrir það lækkuðu tekjur Sýnar um eitt prósent á milli ára og voru tæplega 5 milljarðar króna á fjórðungnum, samanborið við 5030 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Mestu munar þar um lækkun á tekjum vegna notkunar á heimasíma og fyrirtækjasíma í fastlínu, sem lækkaði um 77 milljónir króna á milli ára. Á móti kemur að tekjur af hvers kyns internetþjónustu jukust um 127 milljónir króna. Þá var söluhagnaður Sýnar af samruna Samruni P/F Hey, dótturfélags Sýnar hf. í Færeyjum og Nema, dótturfélag Tjaldurs, 817 milljónir króna. 49,9 prósent hlutur Sýnar í nýju sameinuðu félagi var færður samkvæmt hlutdeildaraðferð og því ekki hluti af samstæðureikningsskilum Sýnar hf. frá upphafi árs.Framkvæmdastjórar þurfi ekki langan aðlögunartíma Þá jókst einskiptikostnaður Sýnar vegna starfsloka stjórnenda á fjórðungnum um 22 milljónir króna á milli ára. Eins og fram hefur komið hafa verið miklar breytingar á framkvæmdastjórn félagsins á síðastliðnu ári. Þannig verður ný framkvæmdastjórn Sýnar, sem verður fullmönnuð í lok mánaðar, samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar. Haft er eftir Heiðar Guðjónssyni, sem er sjálfur nýráðinn forstjóri Sýnar, að þau sem koma ný inn í framkvæmdastjórnina þurfi þó ekki mikinn aðlögunartíma. Þau hafi áður unnið sem ráðgjafar fyrir félagið og þekki það vel. „Ég tel félagið einstaklega heppið með samsetningu hinnar nýju framkvæmdastjórnar og hlakka til að taka slaginn á markaði með þessum úrvalshópi. Félagið mun klára stefnumótun og skerpa á rekstrinum strax í júní. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkur úrvals þjónustu og vera í fararbroddi með nýjungar,“ segir Heiðar og bætir við: „Vegna árstíðarsveiflu í rekstri verða næstu fjórðungar ársins betri. Við erum enn vissari um að horfur ársins náist og horfum björtum augum fram á við.“ Nánar má fræðast um árshlutareikning Sýnar í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.Vísir er í eigu Sýnar
Tengdar fréttir Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03 Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03
Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08