Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2019 16:49 Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut Vísir/Hanna Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi hafi numið 670 milljónum króna og hagnaður á hlut því verið 2,26. Þrátt fyrir það lækkuðu tekjur Sýnar um eitt prósent á milli ára og voru tæplega 5 milljarðar króna á fjórðungnum, samanborið við 5030 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Mestu munar þar um lækkun á tekjum vegna notkunar á heimasíma og fyrirtækjasíma í fastlínu, sem lækkaði um 77 milljónir króna á milli ára. Á móti kemur að tekjur af hvers kyns internetþjónustu jukust um 127 milljónir króna. Þá var söluhagnaður Sýnar af samruna Samruni P/F Hey, dótturfélags Sýnar hf. í Færeyjum og Nema, dótturfélag Tjaldurs, 817 milljónir króna. 49,9 prósent hlutur Sýnar í nýju sameinuðu félagi var færður samkvæmt hlutdeildaraðferð og því ekki hluti af samstæðureikningsskilum Sýnar hf. frá upphafi árs.Framkvæmdastjórar þurfi ekki langan aðlögunartíma Þá jókst einskiptikostnaður Sýnar vegna starfsloka stjórnenda á fjórðungnum um 22 milljónir króna á milli ára. Eins og fram hefur komið hafa verið miklar breytingar á framkvæmdastjórn félagsins á síðastliðnu ári. Þannig verður ný framkvæmdastjórn Sýnar, sem verður fullmönnuð í lok mánaðar, samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar. Haft er eftir Heiðar Guðjónssyni, sem er sjálfur nýráðinn forstjóri Sýnar, að þau sem koma ný inn í framkvæmdastjórnina þurfi þó ekki mikinn aðlögunartíma. Þau hafi áður unnið sem ráðgjafar fyrir félagið og þekki það vel. „Ég tel félagið einstaklega heppið með samsetningu hinnar nýju framkvæmdastjórnar og hlakka til að taka slaginn á markaði með þessum úrvalshópi. Félagið mun klára stefnumótun og skerpa á rekstrinum strax í júní. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkur úrvals þjónustu og vera í fararbroddi með nýjungar,“ segir Heiðar og bætir við: „Vegna árstíðarsveiflu í rekstri verða næstu fjórðungar ársins betri. Við erum enn vissari um að horfur ársins náist og horfum björtum augum fram á við.“ Nánar má fræðast um árshlutareikning Sýnar í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.Vísir er í eigu Sýnar Tengdar fréttir Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03 Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08 Mest lesið Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi hafi numið 670 milljónum króna og hagnaður á hlut því verið 2,26. Þrátt fyrir það lækkuðu tekjur Sýnar um eitt prósent á milli ára og voru tæplega 5 milljarðar króna á fjórðungnum, samanborið við 5030 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Mestu munar þar um lækkun á tekjum vegna notkunar á heimasíma og fyrirtækjasíma í fastlínu, sem lækkaði um 77 milljónir króna á milli ára. Á móti kemur að tekjur af hvers kyns internetþjónustu jukust um 127 milljónir króna. Þá var söluhagnaður Sýnar af samruna Samruni P/F Hey, dótturfélags Sýnar hf. í Færeyjum og Nema, dótturfélag Tjaldurs, 817 milljónir króna. 49,9 prósent hlutur Sýnar í nýju sameinuðu félagi var færður samkvæmt hlutdeildaraðferð og því ekki hluti af samstæðureikningsskilum Sýnar hf. frá upphafi árs.Framkvæmdastjórar þurfi ekki langan aðlögunartíma Þá jókst einskiptikostnaður Sýnar vegna starfsloka stjórnenda á fjórðungnum um 22 milljónir króna á milli ára. Eins og fram hefur komið hafa verið miklar breytingar á framkvæmdastjórn félagsins á síðastliðnu ári. Þannig verður ný framkvæmdastjórn Sýnar, sem verður fullmönnuð í lok mánaðar, samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar. Haft er eftir Heiðar Guðjónssyni, sem er sjálfur nýráðinn forstjóri Sýnar, að þau sem koma ný inn í framkvæmdastjórnina þurfi þó ekki mikinn aðlögunartíma. Þau hafi áður unnið sem ráðgjafar fyrir félagið og þekki það vel. „Ég tel félagið einstaklega heppið með samsetningu hinnar nýju framkvæmdastjórnar og hlakka til að taka slaginn á markaði með þessum úrvalshópi. Félagið mun klára stefnumótun og skerpa á rekstrinum strax í júní. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkur úrvals þjónustu og vera í fararbroddi með nýjungar,“ segir Heiðar og bætir við: „Vegna árstíðarsveiflu í rekstri verða næstu fjórðungar ársins betri. Við erum enn vissari um að horfur ársins náist og horfum björtum augum fram á við.“ Nánar má fræðast um árshlutareikning Sýnar í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.Vísir er í eigu Sýnar
Tengdar fréttir Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03 Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08 Mest lesið Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rekstur innan fjárheimilda Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03
Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent