Trump bannar fyrirtækjum að nota erlenda fjarskiptatækni Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 21:13 Kínverska fyrirtækið Huawei er ekki nefnt sérstaklega á nafn í tilskipuninni en hún er engu að síður talin útiloka viðskipta þess við bandarísk fjarskiptafyrirtæki. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi til að réttlæta bann við því að bandarísk tæknifyrirtæki noti erlendan tæknibúnað sem yfirvöld telja geta stefnt þjóðaröryggi í hættu. Ákvörðunin er talin nýjasta útspil Trump í viðskiptastríði hans við Kínverja. Ekkert ákveðið ríki eða fyrirtæki er nefnt í forsetatilskipuninni sem Trump gaf út í dag. New York Times segir að tilskipunin útiloki hins vegar kínverska tæknifyrirtækið Huawei frá því að taka þátt í 5G-væðingu bandarískra fjarskiptakerfa. Í henni er fullyrt að óvinveitt erlend ríki reyni að nýta sér veikleika í fjarskiptatækni og þjónustu Bandaríkjanna, ekki síst í þágu efnahags- og iðnnjósna. Bandarísk yfirvöld fá nú að banna viðskipti þarlendra fyrirtækja við fyrirtæki sem eru á valdi óvinveittra erlendra ríkja sem ógni öryggi Bandaríkjanna. Bandarísk stjórnvöld hafa áður hótað bandamönnum sínum að þau muni hætta að deila upplýsingum með þeim ef þau kaupa kínverska tækni til að byggja um 5G-kerfi. Þau telja að kínversk fyrirtæki muni geta stýrt fjarskiptakerfunum og haft aðgang að samskiptum sem fara fram yfir þau. Viðskiptastríð geisar nú á milli Bandaríkjanna og Kína. Ríkin tvö hafa skipst á að leggja innflutningstolla upp á hundruð milljarða dollara á vörur hvor annars. Bandaríkin Donald Trump Huawei Kína Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi til að réttlæta bann við því að bandarísk tæknifyrirtæki noti erlendan tæknibúnað sem yfirvöld telja geta stefnt þjóðaröryggi í hættu. Ákvörðunin er talin nýjasta útspil Trump í viðskiptastríði hans við Kínverja. Ekkert ákveðið ríki eða fyrirtæki er nefnt í forsetatilskipuninni sem Trump gaf út í dag. New York Times segir að tilskipunin útiloki hins vegar kínverska tæknifyrirtækið Huawei frá því að taka þátt í 5G-væðingu bandarískra fjarskiptakerfa. Í henni er fullyrt að óvinveitt erlend ríki reyni að nýta sér veikleika í fjarskiptatækni og þjónustu Bandaríkjanna, ekki síst í þágu efnahags- og iðnnjósna. Bandarísk yfirvöld fá nú að banna viðskipti þarlendra fyrirtækja við fyrirtæki sem eru á valdi óvinveittra erlendra ríkja sem ógni öryggi Bandaríkjanna. Bandarísk stjórnvöld hafa áður hótað bandamönnum sínum að þau muni hætta að deila upplýsingum með þeim ef þau kaupa kínverska tækni til að byggja um 5G-kerfi. Þau telja að kínversk fyrirtæki muni geta stýrt fjarskiptakerfunum og haft aðgang að samskiptum sem fara fram yfir þau. Viðskiptastríð geisar nú á milli Bandaríkjanna og Kína. Ríkin tvö hafa skipst á að leggja innflutningstolla upp á hundruð milljarða dollara á vörur hvor annars.
Bandaríkin Donald Trump Huawei Kína Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira